Innlent

Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ganga þarf í skugga um að vélin sé í lagi eftir eldinguna.
Ganga þarf í skugga um að vélin sé í lagi eftir eldinguna. vísir/daníel rúnarsson
Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku.

Vélin var að koma frá Keflavík og var fyrirhugað að hún myndi síðan fljótlega flytja farþegar til baka til Íslands.

Þetta staðfesti flugfreyja Icelandair í samtali við farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við. Hann bíður nú ásamt fjölda Íslendinga á flugvellinum í Billund.

Vélin er núna í skoðun á flugvellinum en töluverð seinkun hefur orðið á fluginu til baka til Keflavíkur og ekki ljóst hvenær vélin fer aftur í loftið.

Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 12:40 að íslenskum tíma.

Uppfært klukkan 15:15 - Nýr brottfaratími hefur verið staðfestur til Íslands og er áætlað að vélin fari í loftið klukkan 21:30 í kvöld. Vélinni mun því seinka um að minnsta kosti níu klukkustundir. 

Farþegarnir fengu afhent dagblöð frá starfsmönnum Icelandair í biðstofunni.vísir/daníel rúnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×