Segir það mistök hjá Sony að hætta við dreifingu myndarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2014 13:50 Sony leitar nýrra leiða til að dreifa kvikmyndinni. Vísir/AP Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. Sony leitar nýrra leiða til að dreifa kvikmyndinni. Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa verið sökuð um að hafa hakkað tölvukerfi Sony kvikmyndafyrirtækisins og stolið þaðan nánast öllum tölvugögnum þar með persónulegum upplýsingum um starfsmenn fyrirtækisins. Sky fréttastofan greindi frá því í morgun að stjórnvöld í Norður Kóreu segðust geta sannað að þau hafi ekki staðið að töluárásinni á Sony og legðu til að bandarísk og norður kóresk stjórnvöld ynnu saman að því að upplýsa málið. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi að Sony hefði orðið fyrir miklum skaða af tölvuárásinni þegar hann var spurður hvort fyrirtækið hefði gert mistök með því að stöðva dreifingu myndarinnar the Interview. En um grínmynd er að ræða þar sem Kim il Un forseti Norður Kóreu er tekinn af lífi. Obama sagði starfsmönnum Sony hafa verið ógnað. Forsetinn sagðist hafa samúð með fyrirtækinu og starfsmönnum þess en að því sögðu teldi hann Sony hafa gert mistök með því að hætta við dreifingu myndarinnar. Hins vegar neituðu margar kvikmyndahúsakeðjur í Bandaríkjunum að sýna myndina af ótta við hefndaraðgerðir. Obama sagði Bandaríkjamenn ekki geta búið í samfélagi þar sem einhver einræðisherra út í heimi ritskoðaði grínmynd í Bandaríkjunum. Og bað forsetinn menn að íhuga ef gefið yrði eftir vegna gagnrýni á grínmynd hvað þessir sömu aðilar muni gera vegna heimildarmynda og frétta sem þeim líkaði ekki við.Yfirmenn Sony segjast ekki hættir við að dreifa kvikmyndinni og fyrirtækið sé að leita nýrra eða annarra leiða til að koma henni fyrir sjónir almennings en með sýningum í kvikmyndahúsum. Sony-hakkið Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að það hafi verið mistök hjá Sony að hætta við dreifingu kvikmyndarinnar the Interview og Bandaríkjamenn geti ekki látið einræðisherra út í heimi ritskoða bandarísku þjóðina. Sony leitar nýrra leiða til að dreifa kvikmyndinni. Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa verið sökuð um að hafa hakkað tölvukerfi Sony kvikmyndafyrirtækisins og stolið þaðan nánast öllum tölvugögnum þar með persónulegum upplýsingum um starfsmenn fyrirtækisins. Sky fréttastofan greindi frá því í morgun að stjórnvöld í Norður Kóreu segðust geta sannað að þau hafi ekki staðið að töluárásinni á Sony og legðu til að bandarísk og norður kóresk stjórnvöld ynnu saman að því að upplýsa málið. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi að Sony hefði orðið fyrir miklum skaða af tölvuárásinni þegar hann var spurður hvort fyrirtækið hefði gert mistök með því að stöðva dreifingu myndarinnar the Interview. En um grínmynd er að ræða þar sem Kim il Un forseti Norður Kóreu er tekinn af lífi. Obama sagði starfsmönnum Sony hafa verið ógnað. Forsetinn sagðist hafa samúð með fyrirtækinu og starfsmönnum þess en að því sögðu teldi hann Sony hafa gert mistök með því að hætta við dreifingu myndarinnar. Hins vegar neituðu margar kvikmyndahúsakeðjur í Bandaríkjunum að sýna myndina af ótta við hefndaraðgerðir. Obama sagði Bandaríkjamenn ekki geta búið í samfélagi þar sem einhver einræðisherra út í heimi ritskoðaði grínmynd í Bandaríkjunum. Og bað forsetinn menn að íhuga ef gefið yrði eftir vegna gagnrýni á grínmynd hvað þessir sömu aðilar muni gera vegna heimildarmynda og frétta sem þeim líkaði ekki við.Yfirmenn Sony segjast ekki hættir við að dreifa kvikmyndinni og fyrirtækið sé að leita nýrra eða annarra leiða til að koma henni fyrir sjónir almennings en með sýningum í kvikmyndahúsum.
Sony-hakkið Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira