Færri flugslys á árinu en margfalt fleiri látnir Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2014 13:51 Ekki hafa fleiri látist í flugslysum á einu ári síðan 2005. Vísir/Getty Árið hefur reynst ýmsum flugfélögum erfitt enda hafa fréttir af mannskæðum flugslysum verið áberandi í fjölmiðlum á árinu. Heildarfjöldi flugslysa er þó lægri en síðustu ár, en fjöldi látinna í slysunum er margfalt hærri en á síðasta ári.Í samantekt CNN kemur fram að flugslys á árinu hafi í sögulegu tilliti verið áberandi fá, en dauðsföllin þeim mun meiri. Samkvæmt talningu B3A, stofnunar í Genf sem rannsakar flugslys hafa 111 flugvélar hrapað á árinu. Er þetta lægsti fjöldi flugslysa frá árinu 1927 þegar margfalt færri vélar voru í notkun borið saman við nú. Um er að ræða flugvélar með leyfi til að flytja að lágmarki sex farþega. Sé litið til fjölda látinna í þessum flugslysum má sjá að heildarfjöldi látinna sé 1.320. Þetta er mesti fjöldi frá árinu 2005 og í raun frávik, sé litið til þess að fórnarlömbum flugslysa hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Þannig fórust 265 manns í flugslysum á síðasta ári, samkvæmt Aviation Safety Network.Erfitt ár fyrri asísk flugfélögVélin sem fannst loks í morgun var vél indónesísks undirfélags hins malasíska AirAsia, en vélar félagsins höfðu fram til þessa aldrei lent í slysi áður svo heitið getur. Hið sama átti við um Malaysia Airlines í upphafi árs, en í mars hvarf vél þeirra MH370 á leið frá Kuala Lumpur til Peking einhvers staðar í Indlandshafi. Vélin er enn ófundin og eru allir 239 sem voru um borð taldir af. Í júlímánuði var svo vél Malaysia Airlines, MH17, skotin niður í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð sem allir létust. 48 manns fórust í flugslysi fyrir utan Taiwan í júlí þegar vél 222 Transasia Airways brotlenti þegar hún bjóst til lendingar. Þá fórust 116 manns þegar vél Air Algerie hrapaði í Malí þegar hún var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar.Mynd/CNNMynd/CNN Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Árið hefur reynst ýmsum flugfélögum erfitt enda hafa fréttir af mannskæðum flugslysum verið áberandi í fjölmiðlum á árinu. Heildarfjöldi flugslysa er þó lægri en síðustu ár, en fjöldi látinna í slysunum er margfalt hærri en á síðasta ári.Í samantekt CNN kemur fram að flugslys á árinu hafi í sögulegu tilliti verið áberandi fá, en dauðsföllin þeim mun meiri. Samkvæmt talningu B3A, stofnunar í Genf sem rannsakar flugslys hafa 111 flugvélar hrapað á árinu. Er þetta lægsti fjöldi flugslysa frá árinu 1927 þegar margfalt færri vélar voru í notkun borið saman við nú. Um er að ræða flugvélar með leyfi til að flytja að lágmarki sex farþega. Sé litið til fjölda látinna í þessum flugslysum má sjá að heildarfjöldi látinna sé 1.320. Þetta er mesti fjöldi frá árinu 2005 og í raun frávik, sé litið til þess að fórnarlömbum flugslysa hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Þannig fórust 265 manns í flugslysum á síðasta ári, samkvæmt Aviation Safety Network.Erfitt ár fyrri asísk flugfélögVélin sem fannst loks í morgun var vél indónesísks undirfélags hins malasíska AirAsia, en vélar félagsins höfðu fram til þessa aldrei lent í slysi áður svo heitið getur. Hið sama átti við um Malaysia Airlines í upphafi árs, en í mars hvarf vél þeirra MH370 á leið frá Kuala Lumpur til Peking einhvers staðar í Indlandshafi. Vélin er enn ófundin og eru allir 239 sem voru um borð taldir af. Í júlímánuði var svo vél Malaysia Airlines, MH17, skotin niður í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð sem allir létust. 48 manns fórust í flugslysi fyrir utan Taiwan í júlí þegar vél 222 Transasia Airways brotlenti þegar hún bjóst til lendingar. Þá fórust 116 manns þegar vél Air Algerie hrapaði í Malí þegar hún var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar.Mynd/CNNMynd/CNN
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira