Norrænt popp á netinu Eygló Harðardóttir skrifar 3. janúar 2014 06:00 Flestir hafa gaman af tónlist og eiga sér uppáhaldslag. Bráðlega munu allir eiga þess kost að skemmta sér við að hlusta á norræna tónlist á einfaldan og aðgengilegan hátt á netinu. Hví segi ég þetta? Jú, núna um áramótin tókum við Íslendingar við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni til eins árs. Sú nýbreytni er viðhöfð í norrænu fjárlögunum að settur hefur verið á laggirnar myndarlegur sjóður sem ráðstafað er að frumkvæði formennskulandsins. Fyrsta verkefnið sem lítur dagsins ljós vegna frumkvæðis Íslands er Norræni spilunarlistinn. Listinn verður kynntur 6. janúar þegar slóð hans fer á veraldarvefinn. Um er að ræða menningarverkefni þar sem skapandi greinum er gert hátt undir höfði. Samstarf við tónlistarveitur Norræni spilunarlistinn hefur verið í mótun undanfarið ár, en það er útflutningsmiðstöð norrænnar tónlistar, NOMEX eða Nordic Music Export, sem stýrir verkefninu og sér um framkvæmd þess. Að baki NOMEX eru útflutningsmiðstöðvar tónlistar á Norðurlöndum og er Útón fulltrúi Íslands. Markmiðið með verkefninu er að nýta nútíma tækni í fjölmiðlun; samfélagsmiðla og netmiðla til þess að koma norrænni tónlist á framfæri innan og utan Norðurlandanna og auka þar með útflutningsmöguleika hennar á Norðurlöndunum og alþjóðlega. Undirbúningur verkefnisins hefur gengið vel – búið er að hanna vefsíðu þar sem það besta og efnilegasta í norrænni popptónlist verður aðgengilegt á einum stað – samstarf er hafið við stórar tónlistarveitur á borð við spotify, wimp og deezer og viðræður eru í gangi við bandarískar veitur. Verkefnið mun stuðla að betri og markvissari kynningu á norrænni tónlist. Tónlistarmenningin dafnar Við höfum tröllatrú á þessu verkefni. Það er vel kynnt á Norðurlöndum, nýtur mikils velvilja, er til þess fallið að höfða til ungra Norðurlandabúa og ætti að efla tiltrú þeirra á norrænt samstarf. Árið 2014 verður varið rúmum 40 milljónum króna til Norræna spilunarlistans, en markmiðið er að sjálfsögðu að hann verði sjálfbær þegar norrænum stuðningi við hann lýkur að þremur árum loknum. Það er von mín að spilunarlistinn fái fljúgandi start og að norræn tónlist verði aðgengileg sem flestum á veraldarvefjunum. Þannig mun tónlistarmenning okkar dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa gaman af tónlist og eiga sér uppáhaldslag. Bráðlega munu allir eiga þess kost að skemmta sér við að hlusta á norræna tónlist á einfaldan og aðgengilegan hátt á netinu. Hví segi ég þetta? Jú, núna um áramótin tókum við Íslendingar við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni til eins árs. Sú nýbreytni er viðhöfð í norrænu fjárlögunum að settur hefur verið á laggirnar myndarlegur sjóður sem ráðstafað er að frumkvæði formennskulandsins. Fyrsta verkefnið sem lítur dagsins ljós vegna frumkvæðis Íslands er Norræni spilunarlistinn. Listinn verður kynntur 6. janúar þegar slóð hans fer á veraldarvefinn. Um er að ræða menningarverkefni þar sem skapandi greinum er gert hátt undir höfði. Samstarf við tónlistarveitur Norræni spilunarlistinn hefur verið í mótun undanfarið ár, en það er útflutningsmiðstöð norrænnar tónlistar, NOMEX eða Nordic Music Export, sem stýrir verkefninu og sér um framkvæmd þess. Að baki NOMEX eru útflutningsmiðstöðvar tónlistar á Norðurlöndum og er Útón fulltrúi Íslands. Markmiðið með verkefninu er að nýta nútíma tækni í fjölmiðlun; samfélagsmiðla og netmiðla til þess að koma norrænni tónlist á framfæri innan og utan Norðurlandanna og auka þar með útflutningsmöguleika hennar á Norðurlöndunum og alþjóðlega. Undirbúningur verkefnisins hefur gengið vel – búið er að hanna vefsíðu þar sem það besta og efnilegasta í norrænni popptónlist verður aðgengilegt á einum stað – samstarf er hafið við stórar tónlistarveitur á borð við spotify, wimp og deezer og viðræður eru í gangi við bandarískar veitur. Verkefnið mun stuðla að betri og markvissari kynningu á norrænni tónlist. Tónlistarmenningin dafnar Við höfum tröllatrú á þessu verkefni. Það er vel kynnt á Norðurlöndum, nýtur mikils velvilja, er til þess fallið að höfða til ungra Norðurlandabúa og ætti að efla tiltrú þeirra á norrænt samstarf. Árið 2014 verður varið rúmum 40 milljónum króna til Norræna spilunarlistans, en markmiðið er að sjálfsögðu að hann verði sjálfbær þegar norrænum stuðningi við hann lýkur að þremur árum loknum. Það er von mín að spilunarlistinn fái fljúgandi start og að norræn tónlist verði aðgengileg sem flestum á veraldarvefjunum. Þannig mun tónlistarmenning okkar dafna.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun