Einlæg saga í eftirvinnslusúpu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2014 13:00 Ég ber nýfundna virðingu fyrir Ben okkar Stiller. The Secret Life of Walter Mitty Leikstjóri: Ben Stiller Aðalhlutverk: Ben Stiller, Kristen Wiig, Sean Penn, Adam Scott og Shirley MacLaine. Þessi mynd kom mér vægast sagt hressilega á óvart. Í myndinni flakkar aðalsöguhetjan Walter Mitty, sem leikin er af Ben Stiller, milli dagdrauma og veruleika með tilheyrandi flóði af tæknibrellum. Það hefði verið mjög auðvelt að drekkja myndinni svo í eftirvinnslukaosi að hversdagslegu, einlægu stundirnar hefðu gjörsamlega týnst en það gerist þó ekki hér. Mér leið á tímabili pínulítið eins og þegar ég sá Tom Cruise fara á kostum í kvikmyndinni Magnolia og ég uppgötvaði að hann væri þrusugóður leikari í raun. Þannig líður mér með Ben Stiller eftir þessa mynd. Hann er afar trúverðugur sem einfarinn Walter Mitty sem hefur unnið á sama staðnum í sextán ár og ekki verið við konu kenndur. Hér tekur hann stórt skref fram á við, ekki bara í leik heldur ferst honum leikstjórnarhlutverkið vel úr hendi. Leikkonan Kristen Wiig stelur oft á tíðum senunni sem Cheryl Melhoff, konan sem Walter er skotinn í. Lágstemmdur sjarmi hennar er óviðjafnanlegur og er erfitt að taka augun af henni þegar hún birtist á hvíta tjaldinu. Hún er hárrétta manneskjan í þetta hlutverk og heilt yfir virðist leikaravalið vera nánast upp á tíu. Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson ber af íslenska leikaraliðinu, að öllum ólöstuðum, og sýnir og sannar að hann gefur stærstu Hollywood-stjörnum nútímans ekkert eftir. Ég fylltist alls konar tilfinningum þegar ég horfði á þessa mynd og ekki bara gríðarlegri þjóðrembu enda Ísland í miklu aðalhlutverki í gegnum alla myndina. Ég hló, ég táraðist og umfram allt hafði ég mikla samúð með hetjunni okkar honum Walter. Ég hélt með honum allan tímann.Niðurstaða: Listilegt samspil drauma og raunveruleika sem hefði vel getað klikkað en svínvirkar. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
The Secret Life of Walter Mitty Leikstjóri: Ben Stiller Aðalhlutverk: Ben Stiller, Kristen Wiig, Sean Penn, Adam Scott og Shirley MacLaine. Þessi mynd kom mér vægast sagt hressilega á óvart. Í myndinni flakkar aðalsöguhetjan Walter Mitty, sem leikin er af Ben Stiller, milli dagdrauma og veruleika með tilheyrandi flóði af tæknibrellum. Það hefði verið mjög auðvelt að drekkja myndinni svo í eftirvinnslukaosi að hversdagslegu, einlægu stundirnar hefðu gjörsamlega týnst en það gerist þó ekki hér. Mér leið á tímabili pínulítið eins og þegar ég sá Tom Cruise fara á kostum í kvikmyndinni Magnolia og ég uppgötvaði að hann væri þrusugóður leikari í raun. Þannig líður mér með Ben Stiller eftir þessa mynd. Hann er afar trúverðugur sem einfarinn Walter Mitty sem hefur unnið á sama staðnum í sextán ár og ekki verið við konu kenndur. Hér tekur hann stórt skref fram á við, ekki bara í leik heldur ferst honum leikstjórnarhlutverkið vel úr hendi. Leikkonan Kristen Wiig stelur oft á tíðum senunni sem Cheryl Melhoff, konan sem Walter er skotinn í. Lágstemmdur sjarmi hennar er óviðjafnanlegur og er erfitt að taka augun af henni þegar hún birtist á hvíta tjaldinu. Hún er hárrétta manneskjan í þetta hlutverk og heilt yfir virðist leikaravalið vera nánast upp á tíu. Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson ber af íslenska leikaraliðinu, að öllum ólöstuðum, og sýnir og sannar að hann gefur stærstu Hollywood-stjörnum nútímans ekkert eftir. Ég fylltist alls konar tilfinningum þegar ég horfði á þessa mynd og ekki bara gríðarlegri þjóðrembu enda Ísland í miklu aðalhlutverki í gegnum alla myndina. Ég hló, ég táraðist og umfram allt hafði ég mikla samúð með hetjunni okkar honum Walter. Ég hélt með honum allan tímann.Niðurstaða: Listilegt samspil drauma og raunveruleika sem hefði vel getað klikkað en svínvirkar.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira