Utan vallar: Hvaða kröfur er hægt að gera til íslenska liðsins á EM? Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 11. janúar 2014 08:00 Aron Pálmarsson. Mynd/NordicPhotos/Getty Það er erfitt að gera miklar kröfur til íslenska landsliðsins á EM sem hefst á morgun. Lykilmenn vantar í liðið, fleiri lykilmenn eru tæpir vegna meiðsla og enn fleiri leikmenn spila lítið með sínum félagsliðum. Staðan er ekkert sérstaklega góð í dag. Það verður að viðurkennast. Þeir tímar að Ísland dreymi um verðlaun á stórmóti eru búnir. Í bili að minnsta kosti. Varnarleikurinn er stóri hausverkurinn. Það hægist á Sverre með hverju árinu og hann mun ekki hafa Ingimund við hlið sér. Vignir er að glíma við meiðsli og því gæti hinn óreyndi Bjarki Már Gunnarsson þurft að taka á sig stórt hlutverk í vörninni á mótinu. Það er erfitt verk að smíða saman nýja vörn korteri fyrir stórmót. Við sáum á æfingamótinu um síðustu helgi að þar var talsvert verk enn eftir óunnið. Þrátt fyrir það er enn talsverð reynsla í liðinu og nóg af hæfileikamönnum. Á milli stanganna er einn besti markvörður þýsku deildarinnar í vetur, Björgvin Páll. Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims og leikstjórnandinn Snorri Steinn er í flottu formi og spilar mikið. Margir af ungu mönnunum lofa síðan góðu og núna þurfa þeir að sýna og sanna að þeir hafi það sem til þarf. Svo eigum við gæðamenn í hornum og inni á línu. Íslenska liðið fer því nokkuð pressulaust á mótið. Það er nefnilega frekar auðvelt að afsaka slakt gengi ef allt fer til fjandans í Álaborg. Ég veit samt að slíkur hugsanagangur er ekki til staðar hjá strákunum okkar. Þeir ætla að selja sig dýrt í Danmörku. Þeir verða brjálaðir ef þeir komast ekki upp úr riðlinum og munu ekki vilja afsaka sig. Það er þessi þankagangur sem er styrkleiki liðsins meðal annars. Menn munu berjast eins og grenjandi ljón fyrir hverjum bolta. Það vilja allir sýna hvað þeir geta og við höfum áður séð löskuð íslensk lið koma skemmtilega á óvart. Þó svo að ekki sé hægt að gera miklar kröfur að þessu sinni er lágmarkskrafa að mínu mati að komast upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. Ísland á góða möguleika gegn bæði Noregi og Ungverjalandi og það gæti dugað að vinna annan hvorn leikinn. Bæði lið eru að glíma við erfiðleika rétt eins og íslenska liðið. Ísland hefur ekkert í Spánverja að gera eins og staðan er í dag. Það lið er einfaldlega í allt öðrum gæðaflokki. Eins og það er erfitt að komast í milliriðil þá blasir við ný staða ef liðið kemst þangað. Þá mætir það liðum sem það á einnig möguleika gegn, að Dönum undanskildum. Þá væri hægt að berjast um að komast í leikinn um fimmta eða sjöunda sætið. Að enda í topp átta væri flottur árangur. Vonandi ná strákarnir okkar að gleðja landsmenn eins og svo oft áður í janúar. EM 2014 karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira
Það er erfitt að gera miklar kröfur til íslenska landsliðsins á EM sem hefst á morgun. Lykilmenn vantar í liðið, fleiri lykilmenn eru tæpir vegna meiðsla og enn fleiri leikmenn spila lítið með sínum félagsliðum. Staðan er ekkert sérstaklega góð í dag. Það verður að viðurkennast. Þeir tímar að Ísland dreymi um verðlaun á stórmóti eru búnir. Í bili að minnsta kosti. Varnarleikurinn er stóri hausverkurinn. Það hægist á Sverre með hverju árinu og hann mun ekki hafa Ingimund við hlið sér. Vignir er að glíma við meiðsli og því gæti hinn óreyndi Bjarki Már Gunnarsson þurft að taka á sig stórt hlutverk í vörninni á mótinu. Það er erfitt verk að smíða saman nýja vörn korteri fyrir stórmót. Við sáum á æfingamótinu um síðustu helgi að þar var talsvert verk enn eftir óunnið. Þrátt fyrir það er enn talsverð reynsla í liðinu og nóg af hæfileikamönnum. Á milli stanganna er einn besti markvörður þýsku deildarinnar í vetur, Björgvin Páll. Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims og leikstjórnandinn Snorri Steinn er í flottu formi og spilar mikið. Margir af ungu mönnunum lofa síðan góðu og núna þurfa þeir að sýna og sanna að þeir hafi það sem til þarf. Svo eigum við gæðamenn í hornum og inni á línu. Íslenska liðið fer því nokkuð pressulaust á mótið. Það er nefnilega frekar auðvelt að afsaka slakt gengi ef allt fer til fjandans í Álaborg. Ég veit samt að slíkur hugsanagangur er ekki til staðar hjá strákunum okkar. Þeir ætla að selja sig dýrt í Danmörku. Þeir verða brjálaðir ef þeir komast ekki upp úr riðlinum og munu ekki vilja afsaka sig. Það er þessi þankagangur sem er styrkleiki liðsins meðal annars. Menn munu berjast eins og grenjandi ljón fyrir hverjum bolta. Það vilja allir sýna hvað þeir geta og við höfum áður séð löskuð íslensk lið koma skemmtilega á óvart. Þó svo að ekki sé hægt að gera miklar kröfur að þessu sinni er lágmarkskrafa að mínu mati að komast upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. Ísland á góða möguleika gegn bæði Noregi og Ungverjalandi og það gæti dugað að vinna annan hvorn leikinn. Bæði lið eru að glíma við erfiðleika rétt eins og íslenska liðið. Ísland hefur ekkert í Spánverja að gera eins og staðan er í dag. Það lið er einfaldlega í allt öðrum gæðaflokki. Eins og það er erfitt að komast í milliriðil þá blasir við ný staða ef liðið kemst þangað. Þá mætir það liðum sem það á einnig möguleika gegn, að Dönum undanskildum. Þá væri hægt að berjast um að komast í leikinn um fimmta eða sjöunda sætið. Að enda í topp átta væri flottur árangur. Vonandi ná strákarnir okkar að gleðja landsmenn eins og svo oft áður í janúar.
EM 2014 karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira