Ekkert verði úr siðferðismati í framhaldsskólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 08:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir hugmyndir um að skólastjórnendum verði falið að leggja siðferðilegt mat á þá sem ljúka framhaldsskólaprófi ónothæfar. „Þessar hugmyndir verða ekki teknar upp á minni vakt. Þær eru gjörsamlega ónothæfar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Þar vísar ráðherra til hugmynda sem mennta- og menningarráðuneytið sendi frá sér í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og lúta að því að stjórnendur framhaldsskóla eigi að fara að rita sérstakt umsagnarbréf með nemendum sem ljúka framhaldsskólaprófi. Hugmyndirnar eiga rætur að rekja til námsskrár framhaldsskólanna frá 2011. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær. Atli Harðarson skólameistari hefur gagnrýnt tillögurnar harðlega og telur það siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Illugi kveðst taka undir gagnrýni Atla og vera sammála honum. Hann segir að ekki standi til að fara að meta nemendur með þessum hætti. „Það verður aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur á meðan ég er menntamálaráðherra,“ segir Illugi. Hann segir þó að það geti verið af hinu góða að kennarar gefi skriflegar umsagnir um nemendur. „Það er ekkert að því að gefa skriflegt mat og getur í raun verið æskilegt. Það skiptir hins vegar miklu máli að vandað sé til verka, það sé skýrt á hverju slíkt mat er byggt og hvernig eigi að framkvæma það.“ Illugi segir að þetta sé hluti af stærra máli sem er hvernig einkunnir séu gefnar. „Það er búið að gera töluverðar breytingar á námsskránni sem kalla á endurmat á því hvernig við mælum árangur skólastarfsins,“ segir ráðherra. Það sé verið að horfa á framhaldsskólaprófið og hvernig það geti gefið mynd af stöðu nemandans á þeim tímapunkti. „Þær breytingar sem við gerum á námsmati þurfa að vera skynsamlegar og vel hugsaðar,“ segir Illugi og ítrekar að þær hugmyndir sem búið er að senda út séu algerlega ónothæfar. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
„Þessar hugmyndir verða ekki teknar upp á minni vakt. Þær eru gjörsamlega ónothæfar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Þar vísar ráðherra til hugmynda sem mennta- og menningarráðuneytið sendi frá sér í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og lúta að því að stjórnendur framhaldsskóla eigi að fara að rita sérstakt umsagnarbréf með nemendum sem ljúka framhaldsskólaprófi. Hugmyndirnar eiga rætur að rekja til námsskrár framhaldsskólanna frá 2011. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær. Atli Harðarson skólameistari hefur gagnrýnt tillögurnar harðlega og telur það siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Illugi kveðst taka undir gagnrýni Atla og vera sammála honum. Hann segir að ekki standi til að fara að meta nemendur með þessum hætti. „Það verður aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur á meðan ég er menntamálaráðherra,“ segir Illugi. Hann segir þó að það geti verið af hinu góða að kennarar gefi skriflegar umsagnir um nemendur. „Það er ekkert að því að gefa skriflegt mat og getur í raun verið æskilegt. Það skiptir hins vegar miklu máli að vandað sé til verka, það sé skýrt á hverju slíkt mat er byggt og hvernig eigi að framkvæma það.“ Illugi segir að þetta sé hluti af stærra máli sem er hvernig einkunnir séu gefnar. „Það er búið að gera töluverðar breytingar á námsskránni sem kalla á endurmat á því hvernig við mælum árangur skólastarfsins,“ segir ráðherra. Það sé verið að horfa á framhaldsskólaprófið og hvernig það geti gefið mynd af stöðu nemandans á þeim tímapunkti. „Þær breytingar sem við gerum á námsmati þurfa að vera skynsamlegar og vel hugsaðar,“ segir Illugi og ítrekar að þær hugmyndir sem búið er að senda út séu algerlega ónothæfar.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira