Eitt barn er einu barni of mikið – fátæk börn Þóra Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2014 06:00 Öll börn eiga alþjóðlega viðurkenndan rétt á því að þeim sé gert kleift að búa við viðunandi lífsskilyrði sem hafa jákvæð áhrif á þroska þeirra. Með því að samþykkja alþjóðlega mannréttindasamninga á borð við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur lagagildi á Íslandi, hefur ríkið undirgengist skyldur gagnvart öllum börnum hér á landi. Íslenska ríkið þarf því að finna leiðir til að öll börn geti lifað með reisn og hlýtur að hafa að markmiði að útrýma barnafátækt á Íslandi. Eitt fátækt barn á Íslandi er einu fátæku barni of mikið. Á Íslandi á að vera nóg fyrir alla. Við þurfum að breyta aðferðum okkar við að vinna bug á fátækt, því þær hafa ekki virkað sem skyldi. Aðferðirnar hafa einkennst af, og tekið mið af mælingum á skorti, en ekki mælingum á gæðum, eins og fjallað er um í skýrslunni Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi sem Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík gáfu út árið 2012. Þar er meðal annars mælt með að unnið verði með mat á virkni fólks í stað mats á skerðingu. Þetta sjónarmið styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi og telja að ekki eigi að nálgast verkefnið út frá skorti, því með því styrkjum við þá hugmynd fólks að það sé fast í þeirri stöðu að búa við fátækt. Þannig einblínum við einnig um of á þá hugsun að eitthvað skorti.Ekki náttúrulögmál Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað og mun heppilegra væri að nálgast verkefnið út frá því hvernig sé mögulegt að auka lífsgæði þeirra sem búa við fátækt. Með því móti er mögulega hægt að opna augu fólks fyrir því að það getur haft áhrif á stöðu sína, mismikil en þó einhver. Fátækt er ekki náttúrulögmál. Með nægum stuðningi umhverfisins, félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum, sem og vilja einstaklingsins er hægt að brjótast út úr langvarandi fátækt. Það er auðvitað ekki eingöngu í verkahring og á ábyrgð ríkisins að útrýma slíkum vanda sem fátækt er, þó að ábyrgð þess sé rík. Við sem samfélag getum breytt miklu og ættum að líta á það jákvæðum augum að styðja með beinum og virkum hætti við þá sem þarfnast stuðnings. Börn sem búa við fátækt á Íslandi eiga mörg hver foreldra eða forsjáraðila sem þarfnast vináttu og hvatningar frá samfélaginu öllu til að öðlast þá trú að þeir geti breytt stöðu sinni, þannig að af hljótist betri líðan og aukin velferð. Til að mynda getur skólakerfið eða aðrar stofnanir samfélagsins nýst okkur sem vettvangur til að sýna stuðning í verki. Sameinumst um að búa börnum á Íslandi uppbyggjandi og vinsamlegt umhverfi með því að gefa kost á að vera þeim og fjölskyldum þeirra virkur stuðningur. Það kostar ekkert að gefa sér tíma í samtal, hvort sem er við barn eða hinn fullorðna, en getur breytt lífi barns til betri vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eiga alþjóðlega viðurkenndan rétt á því að þeim sé gert kleift að búa við viðunandi lífsskilyrði sem hafa jákvæð áhrif á þroska þeirra. Með því að samþykkja alþjóðlega mannréttindasamninga á borð við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur lagagildi á Íslandi, hefur ríkið undirgengist skyldur gagnvart öllum börnum hér á landi. Íslenska ríkið þarf því að finna leiðir til að öll börn geti lifað með reisn og hlýtur að hafa að markmiði að útrýma barnafátækt á Íslandi. Eitt fátækt barn á Íslandi er einu fátæku barni of mikið. Á Íslandi á að vera nóg fyrir alla. Við þurfum að breyta aðferðum okkar við að vinna bug á fátækt, því þær hafa ekki virkað sem skyldi. Aðferðirnar hafa einkennst af, og tekið mið af mælingum á skorti, en ekki mælingum á gæðum, eins og fjallað er um í skýrslunni Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi sem Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík gáfu út árið 2012. Þar er meðal annars mælt með að unnið verði með mat á virkni fólks í stað mats á skerðingu. Þetta sjónarmið styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi og telja að ekki eigi að nálgast verkefnið út frá skorti, því með því styrkjum við þá hugmynd fólks að það sé fast í þeirri stöðu að búa við fátækt. Þannig einblínum við einnig um of á þá hugsun að eitthvað skorti.Ekki náttúrulögmál Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað og mun heppilegra væri að nálgast verkefnið út frá því hvernig sé mögulegt að auka lífsgæði þeirra sem búa við fátækt. Með því móti er mögulega hægt að opna augu fólks fyrir því að það getur haft áhrif á stöðu sína, mismikil en þó einhver. Fátækt er ekki náttúrulögmál. Með nægum stuðningi umhverfisins, félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum, sem og vilja einstaklingsins er hægt að brjótast út úr langvarandi fátækt. Það er auðvitað ekki eingöngu í verkahring og á ábyrgð ríkisins að útrýma slíkum vanda sem fátækt er, þó að ábyrgð þess sé rík. Við sem samfélag getum breytt miklu og ættum að líta á það jákvæðum augum að styðja með beinum og virkum hætti við þá sem þarfnast stuðnings. Börn sem búa við fátækt á Íslandi eiga mörg hver foreldra eða forsjáraðila sem þarfnast vináttu og hvatningar frá samfélaginu öllu til að öðlast þá trú að þeir geti breytt stöðu sinni, þannig að af hljótist betri líðan og aukin velferð. Til að mynda getur skólakerfið eða aðrar stofnanir samfélagsins nýst okkur sem vettvangur til að sýna stuðning í verki. Sameinumst um að búa börnum á Íslandi uppbyggjandi og vinsamlegt umhverfi með því að gefa kost á að vera þeim og fjölskyldum þeirra virkur stuðningur. Það kostar ekkert að gefa sér tíma í samtal, hvort sem er við barn eða hinn fullorðna, en getur breytt lífi barns til betri vegar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun