Vaxtabætur skornar niður við trog! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 28. janúar 2014 11:00 Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða stöðu þeirra sem bera byrðar vegna íbúðaskulda á Íslandi. Einn er þó sá þáttur þeirra mála sem furðu litla athygli hefur fengið og það er beinn stuðningur ríkisins við tekjulágar fjölskyldur í þessari stöðu gegnum vaxtabótakerfið. Til að skilja þetta mál betur er rétt að gefa stutt yfirlit um þróun undangenginna ára og núverandi stöðu mála. Ein af fyrstu ráðstöfunum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar 1. febrúar 2009, var að stórhækka vaxtabætur strax á því ári. Var það gert þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs. Þessi hækkun vaxtabóta var ein hin fyrsta af viðamiklum aðgerðum, bæði almennum og sértækum, til stuðnings þeim fjölmörgu fjölskyldum sem lentu í erfiðleikum og áttu um sárt að binda vegna hrunsins. Vaxtabætur eru ein skilvirkasta leiðin til að aðstoða tekjulægra fólk með þunga greiðslubyrði af íbúðarlánum. Eftir því sem leið á kjörtímabilið var aukið verulega við þennan stuðning og náði hann hámarki á árunum 2011 og 2012 m.a. með tilkomu sérstakra vaxtaniðurgreiðslna. Staðreyndirnar tala sínu máli, samanber meðfylgjandi töflu.Stuðningur við fjölskyldur lækkar Eins og sést á þessum tölum þá vex stuðningurinn verulega strax á árinu 2009, eða um rúma 3 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Þá er varið tæplega 12,5 milljörðum króna til greiðslu vaxtabóta eða 4 milljörðum meira en gert var árin 2006 og 2007 á sambærilegu verðlagi. Með tilkomu sérstöku vaxtaniðurgreiðslunnar árin 2011 og 2012 verða þetta svo mjög háar fjárhæðir eða 20,7 milljarðar króna þegar best lét. Þá lét nærri að þriðjungur vaxtakostnaðar heimilanna vegna íbúðarlána væri endurgreiddur. Árin 2012 og 2013 dró svo nokkuð úr kostnaði vegna almennra vaxtabóta þrátt fyrir óbreyttar reglur sem skýrist af lækkun skulda. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi að árið 2013 var sett í forgang að hækka barnabætur umtalsvert eða um 2,5 milljarða króna. En nú ber svo við að ríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðismanna fer með vaxtabæturnar sérstaklega undir niðurskurðarhnífinn. Til greiðslu vaxtabóta í heild verður samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum ársins 2014 varið 8.925 milljónum króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 500 milljónir til greiðslu sérstakra vaxtabóta vegna lánsveða sem fyrri ríkisstjórn ákvað en koma til útgreiðslu nú. Þá standa eftir 8.425 milljónir á verðlagi fjárlaga ársins 2014. Sé það gert samanburðarhæft við verðlag ársins 2013 og þar með töfluna hér að ofan lætur nærri að talan sé 8.150 milljónir króna. Sem sagt lægsta fjárhæð að raungildi sem runnið hefur til greiðslu vaxtabóta í 9 ár. Bíddu nú við; átti ekki að standa með heimilunum sem aldrei fyrr í aðdraganda kosninga og ekki vantaði að fallega var talað til lágtekjufólks um áramótin? Samt er þetta svona með vaxtabæturnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða stöðu þeirra sem bera byrðar vegna íbúðaskulda á Íslandi. Einn er þó sá þáttur þeirra mála sem furðu litla athygli hefur fengið og það er beinn stuðningur ríkisins við tekjulágar fjölskyldur í þessari stöðu gegnum vaxtabótakerfið. Til að skilja þetta mál betur er rétt að gefa stutt yfirlit um þróun undangenginna ára og núverandi stöðu mála. Ein af fyrstu ráðstöfunum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar 1. febrúar 2009, var að stórhækka vaxtabætur strax á því ári. Var það gert þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs. Þessi hækkun vaxtabóta var ein hin fyrsta af viðamiklum aðgerðum, bæði almennum og sértækum, til stuðnings þeim fjölmörgu fjölskyldum sem lentu í erfiðleikum og áttu um sárt að binda vegna hrunsins. Vaxtabætur eru ein skilvirkasta leiðin til að aðstoða tekjulægra fólk með þunga greiðslubyrði af íbúðarlánum. Eftir því sem leið á kjörtímabilið var aukið verulega við þennan stuðning og náði hann hámarki á árunum 2011 og 2012 m.a. með tilkomu sérstakra vaxtaniðurgreiðslna. Staðreyndirnar tala sínu máli, samanber meðfylgjandi töflu.Stuðningur við fjölskyldur lækkar Eins og sést á þessum tölum þá vex stuðningurinn verulega strax á árinu 2009, eða um rúma 3 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Þá er varið tæplega 12,5 milljörðum króna til greiðslu vaxtabóta eða 4 milljörðum meira en gert var árin 2006 og 2007 á sambærilegu verðlagi. Með tilkomu sérstöku vaxtaniðurgreiðslunnar árin 2011 og 2012 verða þetta svo mjög háar fjárhæðir eða 20,7 milljarðar króna þegar best lét. Þá lét nærri að þriðjungur vaxtakostnaðar heimilanna vegna íbúðarlána væri endurgreiddur. Árin 2012 og 2013 dró svo nokkuð úr kostnaði vegna almennra vaxtabóta þrátt fyrir óbreyttar reglur sem skýrist af lækkun skulda. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi að árið 2013 var sett í forgang að hækka barnabætur umtalsvert eða um 2,5 milljarða króna. En nú ber svo við að ríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðismanna fer með vaxtabæturnar sérstaklega undir niðurskurðarhnífinn. Til greiðslu vaxtabóta í heild verður samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum ársins 2014 varið 8.925 milljónum króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 500 milljónir til greiðslu sérstakra vaxtabóta vegna lánsveða sem fyrri ríkisstjórn ákvað en koma til útgreiðslu nú. Þá standa eftir 8.425 milljónir á verðlagi fjárlaga ársins 2014. Sé það gert samanburðarhæft við verðlag ársins 2013 og þar með töfluna hér að ofan lætur nærri að talan sé 8.150 milljónir króna. Sem sagt lægsta fjárhæð að raungildi sem runnið hefur til greiðslu vaxtabóta í 9 ár. Bíddu nú við; átti ekki að standa með heimilunum sem aldrei fyrr í aðdraganda kosninga og ekki vantaði að fallega var talað til lágtekjufólks um áramótin? Samt er þetta svona með vaxtabæturnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar