Frikki Stefáns: Stoltur af mörgu sem ég hef gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2014 07:00 Friðrik Stefánsson gaf aldrei neitt eftir í vörninni og þekktar eru viðureignir hans við miklu stærri menn. Hér er hann í leik með Njarðvík. Vísir/Valli Njarðvíkingar heimsóttu nágranna sína í Keflavík í Dominos-deild karla í gærkvöldi en án reynsluboltans Friðriks Stefánssonar. Hann gaf það út í aðdraganda leiksins að skórnir væru komnir upp í hillu. „Ég ætlaði að klára þetta tímabil en bensínið er búið. Þegar maður er farinn að skakklappast í vinnunni þá þarf maður að taka stórar ákvarðanir,“ segir Friðrik. „Ég skil ótrúlega sáttur við þetta og er stoltur af mörgu sem ég hef gert. Það er fínt miðað við það að hafa eiginlega aldrei spilað í yngri flokkum,“ segir Friðrik en hann kom seint inn í körfuboltann. „Titlarnir eru hápunktarnir og svo flottir sigrar með landsliðinu. Ég man eftir þeim. Ég hafði alltaf gaman af því að glíma við stærri menn í leikjum með landsliðinu. Manni gekk oft vel með þessa gæja en oft var manni líka alveg pakkað saman,“ segir Friðrik. Menn hafa farið fögrum orðum um Friðrik á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu. Logi Gunnarsson, einn reyndasti atvinnumaður Íslands, átti ein eftirminnileg á fésbókinni: „Besti varnarmiðherji sem ég hef spilað með, þó ég hafi spilað með fjöldanum öllum af liðum í Evrópu,“ skrifaði Logi. „Þetta er svolítið eins og minningargreinar og það eru því oft blendnar tilfinningar í þessu sérstaklega af því að þetta er í annað skiptið sem ég hætti. Ég var alveg góður að vera hættur í fyrra skiptið en félagarnir gátu verið ansi sannfærandi þegar þeir voru að reyna að fá mig inn aftur.“ Friðrik segist alltaf hafa verið fínn varnarmaður og var aldrei frekur á skotin í sókninni. „Það er bara einn bolti inn á vellinum í einu og ég þarf ekki að skora til að mér líði vel,“ segir Friðrik og bætir við: „Það voru ótrúleg forréttindi þegar ég kom fyrst til Njarðvíkur að vera í liði með Teiti (Örlygssyni), Brenton (Birmingham), Frikka (Friðriki Ragnarssyni) og Palla (Páli Kristinssyni). Þetta eru allt strákar sem voru frábærir varnarmenn. Maður var því fljótt skólaður til í þessu,“ segir Friðrik. Friðrik segist vera orðinn grænn í gegn þótt hann hafi ekki komið í Njarðvík fyrr en hann var 22 ára. En af hverju fór Friðrik í Njarðvík? „Við Palli (Páll Kristinsson) erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum í drengjalandsliðinu. Ég ætlaði að fara í háskóla úti en svo klikkaði það. Það var því eiginlega gefið að ég myndi fara í Njarðvík. Ég hafði alltaf haldið með Njarðvík síðan ég var polli,“ segir Friðrik. Hann og Páll Kristinsson voru báðir hættir á sínum tíma. „Við hættum saman. Svo ákvað hann að taka miðherjastöðuna eitt tímabil og síðan ákvað ég að leysa hann af í þessu. Það var svona smá uppklapp hjá okkur í lokin,“ segir Friðrik. Dominos-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Njarðvíkingar heimsóttu nágranna sína í Keflavík í Dominos-deild karla í gærkvöldi en án reynsluboltans Friðriks Stefánssonar. Hann gaf það út í aðdraganda leiksins að skórnir væru komnir upp í hillu. „Ég ætlaði að klára þetta tímabil en bensínið er búið. Þegar maður er farinn að skakklappast í vinnunni þá þarf maður að taka stórar ákvarðanir,“ segir Friðrik. „Ég skil ótrúlega sáttur við þetta og er stoltur af mörgu sem ég hef gert. Það er fínt miðað við það að hafa eiginlega aldrei spilað í yngri flokkum,“ segir Friðrik en hann kom seint inn í körfuboltann. „Titlarnir eru hápunktarnir og svo flottir sigrar með landsliðinu. Ég man eftir þeim. Ég hafði alltaf gaman af því að glíma við stærri menn í leikjum með landsliðinu. Manni gekk oft vel með þessa gæja en oft var manni líka alveg pakkað saman,“ segir Friðrik. Menn hafa farið fögrum orðum um Friðrik á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu. Logi Gunnarsson, einn reyndasti atvinnumaður Íslands, átti ein eftirminnileg á fésbókinni: „Besti varnarmiðherji sem ég hef spilað með, þó ég hafi spilað með fjöldanum öllum af liðum í Evrópu,“ skrifaði Logi. „Þetta er svolítið eins og minningargreinar og það eru því oft blendnar tilfinningar í þessu sérstaklega af því að þetta er í annað skiptið sem ég hætti. Ég var alveg góður að vera hættur í fyrra skiptið en félagarnir gátu verið ansi sannfærandi þegar þeir voru að reyna að fá mig inn aftur.“ Friðrik segist alltaf hafa verið fínn varnarmaður og var aldrei frekur á skotin í sókninni. „Það er bara einn bolti inn á vellinum í einu og ég þarf ekki að skora til að mér líði vel,“ segir Friðrik og bætir við: „Það voru ótrúleg forréttindi þegar ég kom fyrst til Njarðvíkur að vera í liði með Teiti (Örlygssyni), Brenton (Birmingham), Frikka (Friðriki Ragnarssyni) og Palla (Páli Kristinssyni). Þetta eru allt strákar sem voru frábærir varnarmenn. Maður var því fljótt skólaður til í þessu,“ segir Friðrik. Friðrik segist vera orðinn grænn í gegn þótt hann hafi ekki komið í Njarðvík fyrr en hann var 22 ára. En af hverju fór Friðrik í Njarðvík? „Við Palli (Páll Kristinsson) erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum í drengjalandsliðinu. Ég ætlaði að fara í háskóla úti en svo klikkaði það. Það var því eiginlega gefið að ég myndi fara í Njarðvík. Ég hafði alltaf haldið með Njarðvík síðan ég var polli,“ segir Friðrik. Hann og Páll Kristinsson voru báðir hættir á sínum tíma. „Við hættum saman. Svo ákvað hann að taka miðherjastöðuna eitt tímabil og síðan ákvað ég að leysa hann af í þessu. Það var svona smá uppklapp hjá okkur í lokin,“ segir Friðrik.
Dominos-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira