Hinir eitruðu kokkteilar Sighvatur Björgvinsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum hefur skilað áliti. Í áliti sínu kemst nefndin svo að orði – í endursögn fjölmiðla – að innleiðing 40 ára verðtryggðra húsnæðislána hafi verið „eitraður kokkteill“. Rannsóknarnefnd Alþingis sem falið var að rannsaka hrunið og leita uppi hvað einna verst hafi verið gert í aðdraganda þess komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að innleiðing 90% húsnæðislána hafi verið alvarleg mistök sem valdið hafi innistæðulausri verðhækkun íbúðarhúsnæðis og orðið til þess að fjölmargir hafi skuldsett sig langt umfram greiðslugetu – 16 þúsund fjölskyldur fyrir hrun! Ekki síður „eitraður kokkteill“ það. Framsóknarflokkurinn taldi fyrir kosningar – og telur enn – verðtrygginguna ein alvarlegustu mistök sem gerð hafi verið í meðferð efnahagsmála á Íslandi – mistök, sem átt hafi drjúgan þátt í linnulitlum verðbólguskotum, forsendubresti og hruni fjármála fjölmargra fjölskyldna. Enn einn „eitraður kokkteillinn“.Hver blandaði? Nú skulum við skoða aðeins tilurð allra þessara göróttu drykkja sem að sögn nýja Framsóknarflokksins hefur verið neytt ofan í þjóðina. Hverjir voru barþjónarnir, sem eitruðu kokkteilana blönduðu?Steingrímur Steinþórsson Verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar voru fyrst í lög leidd árið 1955. Það gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framóknarflokksins, Steingrímur Steinþórson. Þó óverðtryggð lán hafi jafnframt verið í boði urðu verðtryggðu húsnæðislánin ráðandi allt frá árinu 1955. Fólk taldi það hagstæðara. Þessa gjörð telur nýi Framsóknarflokkurinn að tafarlaust beri nú að afnema. Þetta var sem sé „eitraður kokkteill“.Ólafur Jóhannesson Lög um almenna verðtryggingu fjárskuldbindinga voru sett árið 1979. Það eru einu lögin í öllu lagasafninu sem kennd eru við forsætisráðherrann, sem beitti sér fyrir setningu þeirra. Lögin hétu – og heita enn – Ólafslög. Forsætisráðherrann sem hafði frumkvæði að setningu þeirra laga hét Ólafur Jóhannesson. Hann var formaður Framsóknarflokksins. Nú segir arftaki hans í sæti flokksformannsins að þessi verknaður forverans sé skaðvænleg mistök sem verði að afnema hið fyrsta. Einu lögin, sem skírð hafa verið eftir forvera hans, verði að hverfa úr íslenska lagasafninu. Svo „eitraður kokkteill“ séu þau.Alexander Stefánsson Að tilhlutan Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, voru verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar lengd úr 31 ári í 40 ár með lögum nr. 54 þann 7. maí 1986. Það gerði Alexander sannfærður um að með því væri hann að ganga til móts við þá, sem erfiðast áttu á húsnæðismarkaðnum; Sigtúnshópinn svonefnda; sem þá upplifði það, sem síðar var endurskírt af þeim Framsóknarfrostum og kallað „forsendubrestur“. Nú segir sami flokkur, nýi Framsóknarflokkurinn, að þar hafi fólki verið byrlaður „eitraður kokkteill“.Árni Magnússon 90% lánin sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi bera einna mesta sökina á húsnæðisbólunni og skelfilegum afleiðingum hennar á fjárhag íslenskra fjölskyldna og á efnahag þjóðarheildarinnar voru sett af félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins eftir kosningaloforð hans og stutt af Sjálfstæðisflokknum „gegn betri vitund“ að sögn þáverandi formanns þess flokks, Geirs Haarde. Sá eitraði kokkteill var sum sé líka blandaður af barþjóni sama flokks og eftir uppskrift sem hann hafði einkarétt á.Páll Pétursson 40 ára verðtryggðu húsnæðislánin voru ítrekuð í lögum árið 1998 jafnframt því sem lögin um Verkamannabústaði voru afnumin. Þetta gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, Páll Pétursson. Nú telur Eygló Harðardóttir, arftaki Páls, að nauðsynlegt sé að endurvekja kerfi til aðstoðar við tekjulágt fólk – kerfið, sem Páll lagði niður. Þann 19. maí árið 1998 sagði Páll: „Ég hef engar áhyggjur af því að þetta komi í hausinn á mér í næstu kosningum.“ Enda fór ekki svo. Þetta kemur bara í hausinn á konunni hans, formanni þingflokks nýrra Framsóknarmanna, núna – 16 árum seinna.Hvílík örlög! Hvílík örlög eins flokks að helstu viðfangsefni hans séu að reyna að hella niður öllum þeim „eitruðu kokkteilum”, sem sami flokkur ýmist að eigin sögn eða að sögn ráðgjafa hans á að hafa byrlað þjóðinni í fersku minni arftakanna. Og hvað um þá kokkteila sem flokkurinn er að blanda núna. Er óhætt að bergja þar af? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn aftur að gerast ábyrgur fyrir gæðunum – eins og þegar síðasti „eitraði kokkteill“ var blandaður. Og þá aftur gegn betri vitund!?! Hvílík örlög! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum hefur skilað áliti. Í áliti sínu kemst nefndin svo að orði – í endursögn fjölmiðla – að innleiðing 40 ára verðtryggðra húsnæðislána hafi verið „eitraður kokkteill“. Rannsóknarnefnd Alþingis sem falið var að rannsaka hrunið og leita uppi hvað einna verst hafi verið gert í aðdraganda þess komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að innleiðing 90% húsnæðislána hafi verið alvarleg mistök sem valdið hafi innistæðulausri verðhækkun íbúðarhúsnæðis og orðið til þess að fjölmargir hafi skuldsett sig langt umfram greiðslugetu – 16 þúsund fjölskyldur fyrir hrun! Ekki síður „eitraður kokkteill“ það. Framsóknarflokkurinn taldi fyrir kosningar – og telur enn – verðtrygginguna ein alvarlegustu mistök sem gerð hafi verið í meðferð efnahagsmála á Íslandi – mistök, sem átt hafi drjúgan þátt í linnulitlum verðbólguskotum, forsendubresti og hruni fjármála fjölmargra fjölskyldna. Enn einn „eitraður kokkteillinn“.Hver blandaði? Nú skulum við skoða aðeins tilurð allra þessara göróttu drykkja sem að sögn nýja Framsóknarflokksins hefur verið neytt ofan í þjóðina. Hverjir voru barþjónarnir, sem eitruðu kokkteilana blönduðu?Steingrímur Steinþórsson Verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar voru fyrst í lög leidd árið 1955. Það gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framóknarflokksins, Steingrímur Steinþórson. Þó óverðtryggð lán hafi jafnframt verið í boði urðu verðtryggðu húsnæðislánin ráðandi allt frá árinu 1955. Fólk taldi það hagstæðara. Þessa gjörð telur nýi Framsóknarflokkurinn að tafarlaust beri nú að afnema. Þetta var sem sé „eitraður kokkteill“.Ólafur Jóhannesson Lög um almenna verðtryggingu fjárskuldbindinga voru sett árið 1979. Það eru einu lögin í öllu lagasafninu sem kennd eru við forsætisráðherrann, sem beitti sér fyrir setningu þeirra. Lögin hétu – og heita enn – Ólafslög. Forsætisráðherrann sem hafði frumkvæði að setningu þeirra laga hét Ólafur Jóhannesson. Hann var formaður Framsóknarflokksins. Nú segir arftaki hans í sæti flokksformannsins að þessi verknaður forverans sé skaðvænleg mistök sem verði að afnema hið fyrsta. Einu lögin, sem skírð hafa verið eftir forvera hans, verði að hverfa úr íslenska lagasafninu. Svo „eitraður kokkteill“ séu þau.Alexander Stefánsson Að tilhlutan Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, voru verðtryggð opinber lán til húsnæðisöflunar lengd úr 31 ári í 40 ár með lögum nr. 54 þann 7. maí 1986. Það gerði Alexander sannfærður um að með því væri hann að ganga til móts við þá, sem erfiðast áttu á húsnæðismarkaðnum; Sigtúnshópinn svonefnda; sem þá upplifði það, sem síðar var endurskírt af þeim Framsóknarfrostum og kallað „forsendubrestur“. Nú segir sami flokkur, nýi Framsóknarflokkurinn, að þar hafi fólki verið byrlaður „eitraður kokkteill“.Árni Magnússon 90% lánin sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi bera einna mesta sökina á húsnæðisbólunni og skelfilegum afleiðingum hennar á fjárhag íslenskra fjölskyldna og á efnahag þjóðarheildarinnar voru sett af félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins eftir kosningaloforð hans og stutt af Sjálfstæðisflokknum „gegn betri vitund“ að sögn þáverandi formanns þess flokks, Geirs Haarde. Sá eitraði kokkteill var sum sé líka blandaður af barþjóni sama flokks og eftir uppskrift sem hann hafði einkarétt á.Páll Pétursson 40 ára verðtryggðu húsnæðislánin voru ítrekuð í lögum árið 1998 jafnframt því sem lögin um Verkamannabústaði voru afnumin. Þetta gerði þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, Páll Pétursson. Nú telur Eygló Harðardóttir, arftaki Páls, að nauðsynlegt sé að endurvekja kerfi til aðstoðar við tekjulágt fólk – kerfið, sem Páll lagði niður. Þann 19. maí árið 1998 sagði Páll: „Ég hef engar áhyggjur af því að þetta komi í hausinn á mér í næstu kosningum.“ Enda fór ekki svo. Þetta kemur bara í hausinn á konunni hans, formanni þingflokks nýrra Framsóknarmanna, núna – 16 árum seinna.Hvílík örlög! Hvílík örlög eins flokks að helstu viðfangsefni hans séu að reyna að hella niður öllum þeim „eitruðu kokkteilum”, sem sami flokkur ýmist að eigin sögn eða að sögn ráðgjafa hans á að hafa byrlað þjóðinni í fersku minni arftakanna. Og hvað um þá kokkteila sem flokkurinn er að blanda núna. Er óhætt að bergja þar af? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn aftur að gerast ábyrgur fyrir gæðunum – eins og þegar síðasti „eitraði kokkteill“ var blandaður. Og þá aftur gegn betri vitund!?! Hvílík örlög!
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun