Sóun í húsnæðismálum Logi Már Einarsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð. Öllum er ljóst að við þetta verður ekki unað mikið lengur. Fjölmargir hafa því bent á leiðir til úrbóta. Allt frá afnámi stimpilgjalda og afsláttar af lóðarverði til glænýrrar húsnæðisstefnu. Af einhverjum ástæðum heyrist minnst um þá leið sem er fljótvirkust, auðveldust og árangursríkust: Heimila fólki að byggja minni og ódýrari íbúðir. Alþingi samþykkti veturinn 2010 ný mannvirkjalög þar sem kveðið er á um að algild hönnun eigi að liggja til grundvallar við byggingu húsnæðis. Með algildri hönnun íbúða er átt við að þær nýtist sem flestum, einnig þeim sem búa við fötlun af einhverju tagi. Reglugerðin sem samin var á grundvelli þessara laga gengur furðu langt í kröfum um hjólastólaaðgengi. Nú skal almennt byggja allar íbúðir með þarfir hjólastólanotenda í huga. Reyndar eru tvær undantekningar á þessari reglu: íbúðir efri hæða í tveggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða einbýlishúsum þar sem meginrými eru ekki á aðkomuhæð. (Þessar tvær íbúðagerðir eru undanþegnar kröfunni um algilda hönnun. Skrítið réttlæti það!)Umhverfissóðaskapur Það er að sjálfsögðu mikilvægt að byggðar séu íbúðir sem henta þörfum sem flestra og geri jafnframt eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér utan stofnana. Slíkt eykur ekki einungis lífsgæði heldur sparar samfélaginu gríðarlega fjármuni. Að byggja umfram þörf er hins vegar sóun. Nær væri að tryggja nægilegan fjölda íbúða fyrir hreyfihamlaða og aðra sem þurfa sérlausnir en að þvinga alla til að fjárfesta í umframfermetrum. Ný byggingarreglugerð leiðir nefnilega af sér umtalsvert fleiri byggða fermetra en þörf er á. Í ljósi þess að hver byggður fermetri kostar í dag ríflega 300.000 krónur er örugglega verið að rýra möguleika fjölda fólks á að eignast eða leigja húsnæði. Það fellur því örlítið á þann fallega hug sem eflaust fylgdi þeim áformum að tryggja fólki í hjólastól aðgengi að næstum sérhverri íbúð í landinu þegar hann samtímis gerir öðrum, s.s. geðfötluðum, ungu fólki, einstæðum foreldrum eða fátækum erfiðara um vik. Hér er því ekki aðeins um að ræða vanhugsaða reglugerð sem torveldar lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli heldur birtist einnig í henni fordæmalítill umhverfissóðaskapur! Neikvæð loftslagsáhrif samfara byggingarframkvæmdum eru almennt veruleg. Í ljósi þess að hver Íslendingur býr að meðaltali í tvöfalt stærra húsnæði en t.d. nágrannar okkar Finnar, hefði kannski verið nær að við settum okkur markmið um að byggja smærri íbúðir en við gerum í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð. Öllum er ljóst að við þetta verður ekki unað mikið lengur. Fjölmargir hafa því bent á leiðir til úrbóta. Allt frá afnámi stimpilgjalda og afsláttar af lóðarverði til glænýrrar húsnæðisstefnu. Af einhverjum ástæðum heyrist minnst um þá leið sem er fljótvirkust, auðveldust og árangursríkust: Heimila fólki að byggja minni og ódýrari íbúðir. Alþingi samþykkti veturinn 2010 ný mannvirkjalög þar sem kveðið er á um að algild hönnun eigi að liggja til grundvallar við byggingu húsnæðis. Með algildri hönnun íbúða er átt við að þær nýtist sem flestum, einnig þeim sem búa við fötlun af einhverju tagi. Reglugerðin sem samin var á grundvelli þessara laga gengur furðu langt í kröfum um hjólastólaaðgengi. Nú skal almennt byggja allar íbúðir með þarfir hjólastólanotenda í huga. Reyndar eru tvær undantekningar á þessari reglu: íbúðir efri hæða í tveggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða einbýlishúsum þar sem meginrými eru ekki á aðkomuhæð. (Þessar tvær íbúðagerðir eru undanþegnar kröfunni um algilda hönnun. Skrítið réttlæti það!)Umhverfissóðaskapur Það er að sjálfsögðu mikilvægt að byggðar séu íbúðir sem henta þörfum sem flestra og geri jafnframt eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér utan stofnana. Slíkt eykur ekki einungis lífsgæði heldur sparar samfélaginu gríðarlega fjármuni. Að byggja umfram þörf er hins vegar sóun. Nær væri að tryggja nægilegan fjölda íbúða fyrir hreyfihamlaða og aðra sem þurfa sérlausnir en að þvinga alla til að fjárfesta í umframfermetrum. Ný byggingarreglugerð leiðir nefnilega af sér umtalsvert fleiri byggða fermetra en þörf er á. Í ljósi þess að hver byggður fermetri kostar í dag ríflega 300.000 krónur er örugglega verið að rýra möguleika fjölda fólks á að eignast eða leigja húsnæði. Það fellur því örlítið á þann fallega hug sem eflaust fylgdi þeim áformum að tryggja fólki í hjólastól aðgengi að næstum sérhverri íbúð í landinu þegar hann samtímis gerir öðrum, s.s. geðfötluðum, ungu fólki, einstæðum foreldrum eða fátækum erfiðara um vik. Hér er því ekki aðeins um að ræða vanhugsaða reglugerð sem torveldar lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli heldur birtist einnig í henni fordæmalítill umhverfissóðaskapur! Neikvæð loftslagsáhrif samfara byggingarframkvæmdum eru almennt veruleg. Í ljósi þess að hver Íslendingur býr að meðaltali í tvöfalt stærra húsnæði en t.d. nágrannar okkar Finnar, hefði kannski verið nær að við settum okkur markmið um að byggja smærri íbúðir en við gerum í dag.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun