Sóun í húsnæðismálum Logi Már Einarsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð. Öllum er ljóst að við þetta verður ekki unað mikið lengur. Fjölmargir hafa því bent á leiðir til úrbóta. Allt frá afnámi stimpilgjalda og afsláttar af lóðarverði til glænýrrar húsnæðisstefnu. Af einhverjum ástæðum heyrist minnst um þá leið sem er fljótvirkust, auðveldust og árangursríkust: Heimila fólki að byggja minni og ódýrari íbúðir. Alþingi samþykkti veturinn 2010 ný mannvirkjalög þar sem kveðið er á um að algild hönnun eigi að liggja til grundvallar við byggingu húsnæðis. Með algildri hönnun íbúða er átt við að þær nýtist sem flestum, einnig þeim sem búa við fötlun af einhverju tagi. Reglugerðin sem samin var á grundvelli þessara laga gengur furðu langt í kröfum um hjólastólaaðgengi. Nú skal almennt byggja allar íbúðir með þarfir hjólastólanotenda í huga. Reyndar eru tvær undantekningar á þessari reglu: íbúðir efri hæða í tveggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða einbýlishúsum þar sem meginrými eru ekki á aðkomuhæð. (Þessar tvær íbúðagerðir eru undanþegnar kröfunni um algilda hönnun. Skrítið réttlæti það!)Umhverfissóðaskapur Það er að sjálfsögðu mikilvægt að byggðar séu íbúðir sem henta þörfum sem flestra og geri jafnframt eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér utan stofnana. Slíkt eykur ekki einungis lífsgæði heldur sparar samfélaginu gríðarlega fjármuni. Að byggja umfram þörf er hins vegar sóun. Nær væri að tryggja nægilegan fjölda íbúða fyrir hreyfihamlaða og aðra sem þurfa sérlausnir en að þvinga alla til að fjárfesta í umframfermetrum. Ný byggingarreglugerð leiðir nefnilega af sér umtalsvert fleiri byggða fermetra en þörf er á. Í ljósi þess að hver byggður fermetri kostar í dag ríflega 300.000 krónur er örugglega verið að rýra möguleika fjölda fólks á að eignast eða leigja húsnæði. Það fellur því örlítið á þann fallega hug sem eflaust fylgdi þeim áformum að tryggja fólki í hjólastól aðgengi að næstum sérhverri íbúð í landinu þegar hann samtímis gerir öðrum, s.s. geðfötluðum, ungu fólki, einstæðum foreldrum eða fátækum erfiðara um vik. Hér er því ekki aðeins um að ræða vanhugsaða reglugerð sem torveldar lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli heldur birtist einnig í henni fordæmalítill umhverfissóðaskapur! Neikvæð loftslagsáhrif samfara byggingarframkvæmdum eru almennt veruleg. Í ljósi þess að hver Íslendingur býr að meðaltali í tvöfalt stærra húsnæði en t.d. nágrannar okkar Finnar, hefði kannski verið nær að við settum okkur markmið um að byggja smærri íbúðir en við gerum í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð. Öllum er ljóst að við þetta verður ekki unað mikið lengur. Fjölmargir hafa því bent á leiðir til úrbóta. Allt frá afnámi stimpilgjalda og afsláttar af lóðarverði til glænýrrar húsnæðisstefnu. Af einhverjum ástæðum heyrist minnst um þá leið sem er fljótvirkust, auðveldust og árangursríkust: Heimila fólki að byggja minni og ódýrari íbúðir. Alþingi samþykkti veturinn 2010 ný mannvirkjalög þar sem kveðið er á um að algild hönnun eigi að liggja til grundvallar við byggingu húsnæðis. Með algildri hönnun íbúða er átt við að þær nýtist sem flestum, einnig þeim sem búa við fötlun af einhverju tagi. Reglugerðin sem samin var á grundvelli þessara laga gengur furðu langt í kröfum um hjólastólaaðgengi. Nú skal almennt byggja allar íbúðir með þarfir hjólastólanotenda í huga. Reyndar eru tvær undantekningar á þessari reglu: íbúðir efri hæða í tveggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða einbýlishúsum þar sem meginrými eru ekki á aðkomuhæð. (Þessar tvær íbúðagerðir eru undanþegnar kröfunni um algilda hönnun. Skrítið réttlæti það!)Umhverfissóðaskapur Það er að sjálfsögðu mikilvægt að byggðar séu íbúðir sem henta þörfum sem flestra og geri jafnframt eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér utan stofnana. Slíkt eykur ekki einungis lífsgæði heldur sparar samfélaginu gríðarlega fjármuni. Að byggja umfram þörf er hins vegar sóun. Nær væri að tryggja nægilegan fjölda íbúða fyrir hreyfihamlaða og aðra sem þurfa sérlausnir en að þvinga alla til að fjárfesta í umframfermetrum. Ný byggingarreglugerð leiðir nefnilega af sér umtalsvert fleiri byggða fermetra en þörf er á. Í ljósi þess að hver byggður fermetri kostar í dag ríflega 300.000 krónur er örugglega verið að rýra möguleika fjölda fólks á að eignast eða leigja húsnæði. Það fellur því örlítið á þann fallega hug sem eflaust fylgdi þeim áformum að tryggja fólki í hjólastól aðgengi að næstum sérhverri íbúð í landinu þegar hann samtímis gerir öðrum, s.s. geðfötluðum, ungu fólki, einstæðum foreldrum eða fátækum erfiðara um vik. Hér er því ekki aðeins um að ræða vanhugsaða reglugerð sem torveldar lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli heldur birtist einnig í henni fordæmalítill umhverfissóðaskapur! Neikvæð loftslagsáhrif samfara byggingarframkvæmdum eru almennt veruleg. Í ljósi þess að hver Íslendingur býr að meðaltali í tvöfalt stærra húsnæði en t.d. nágrannar okkar Finnar, hefði kannski verið nær að við settum okkur markmið um að byggja smærri íbúðir en við gerum í dag.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun