Virðing forseta Alþingis! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt. Hitt er mér umhugsunarefni að hann sem sitjandi forseti Alþingis skuli gefa meirihluta réttkjörinna þingmanna á síðasta kjörtímabili þá einkunn sem hann gerir. „Þarna var verið að reyna að ganga milli bols og höfuðs, ekki bara á Geir H. Haarde, heldur var markmiðið að berja niður pólitískan andstæðing með þessum leiðum“ er haft eftir Einari í viðtalinu. Síðan talar hann um „þetta landsdómshneyksli“ og les það í hjörtu þeirra þingmanna sem voru á öndverðri skoðun við hann í málinu að þeir hljóti að telja sig hafa gert „gríðarleg mistök“. Mér er misboðið við þessi orð forseta Alþingis! Mér er málið skylt. Ég er ein úr hópi þess meirihluta þingmanna sem greiddi í tvígang atkvæði samkvæmt sannfæringu minni og bestu samvisku á annan hátt en Einar K. Guðfinnsson. Það var þegar þingsályktunartillagan um ákærur var endanlega afgreidd og síðar þegar tillögu um að fella málið niður, sem þá var í höndum Landsdóms, var vísað frá. Í endanlegri atkvæðagreiðslu um ákærutillöguna greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 30 voru á móti. Tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var vísað frá með 31 atkvæði en 29 voru því fylgjandi. Sem sagt; skýr niðurstaða fékkst í báðum tilvikum og það var meirihluti réttkjörinna alþingismanna sem réði niðurstöðu málsins. Ég geri þá kröfu til forseta Alþingis að hann beri virðingu fyrir þessum staðreyndum. Þingforseti hverju sinni gegnir því veigamikla hlutverki að vera forseti allra þingmanna en má ekki falla í þá gryfju að ráðast ómaklega að pólitískum andstæðingum sínum fyrir þingstörf þeirra og skoðanir.Sérnefnd Alþingis Mér er málið líka skylt sem einn níu þingmanna í sérnefnd Alþingis um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin var kosin til að undirbúa umfjöllun þingsins um skýrsluna þegar hún bærist og gera tillögur um meðferð hennar. Við vorum flest nýliðar á þingi sem völdumst í nefndina og við tókum þetta erfiða verkefni sem okkur var falið mjög alvarlega. Nefndin undirbjó sig vel fyrir móttöku skýrslunnar, bæði áður en hún kom og eins við úrvinnslu hennar nutum við aðstoðar fjölda færustu sérfræðinga. Eins og allir ættu að muna komst Rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í skilningi þeirra laga sem um nefndina giltu. Úr þeirri niðurstöðu urðum við sem nefnd og síðan Alþingi allt að vinna. Mikill meirihluti nefndarinnar, eða 7 af 9, komst eftir mikla vinnu að þeirri niðurstöðu að ákæra bæri ráðherrana þrjá. Fimm nefndarmenn af níu komust að þeirri niðurstöðu að bæta ætti þeim fjórða við. Framhaldið þekkja allir. Ég vil fullvissa Einar K. Guðfinnsson sem og aðra um að ég vann að þessu erfiða máli af samviskusemi og greiddi um það atkvæði samkvæmt samvisku minni og sannfæringu, sjálfri mér samkvæm allt til enda. Ég veit ekki betur en að þetta mál hafi verið leitt til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög, með atkvæðagreiðslum á þingi og fyrir dómi eins og allt stjórnskipunar- og lagaumhverfi okkar er. Mér finnst langt gengið þegar forseti Alþingis notar það orðbragð sem hann gerir um þá sem komust að annarri niðurstöðu en hann sjálfur þegar horft er til þessara staðreynda. Höfum það hugfast að í þeim hópi sem forseti Alþingis talar svona til eru fjölmargir núverandi þingmenn sem eiga að lúta forsetavaldi hans. Þar eru meðal annars tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sem forseti væntanlega treystir og styður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt. Hitt er mér umhugsunarefni að hann sem sitjandi forseti Alþingis skuli gefa meirihluta réttkjörinna þingmanna á síðasta kjörtímabili þá einkunn sem hann gerir. „Þarna var verið að reyna að ganga milli bols og höfuðs, ekki bara á Geir H. Haarde, heldur var markmiðið að berja niður pólitískan andstæðing með þessum leiðum“ er haft eftir Einari í viðtalinu. Síðan talar hann um „þetta landsdómshneyksli“ og les það í hjörtu þeirra þingmanna sem voru á öndverðri skoðun við hann í málinu að þeir hljóti að telja sig hafa gert „gríðarleg mistök“. Mér er misboðið við þessi orð forseta Alþingis! Mér er málið skylt. Ég er ein úr hópi þess meirihluta þingmanna sem greiddi í tvígang atkvæði samkvæmt sannfæringu minni og bestu samvisku á annan hátt en Einar K. Guðfinnsson. Það var þegar þingsályktunartillagan um ákærur var endanlega afgreidd og síðar þegar tillögu um að fella málið niður, sem þá var í höndum Landsdóms, var vísað frá. Í endanlegri atkvæðagreiðslu um ákærutillöguna greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni en 30 voru á móti. Tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var vísað frá með 31 atkvæði en 29 voru því fylgjandi. Sem sagt; skýr niðurstaða fékkst í báðum tilvikum og það var meirihluti réttkjörinna alþingismanna sem réði niðurstöðu málsins. Ég geri þá kröfu til forseta Alþingis að hann beri virðingu fyrir þessum staðreyndum. Þingforseti hverju sinni gegnir því veigamikla hlutverki að vera forseti allra þingmanna en má ekki falla í þá gryfju að ráðast ómaklega að pólitískum andstæðingum sínum fyrir þingstörf þeirra og skoðanir.Sérnefnd Alþingis Mér er málið líka skylt sem einn níu þingmanna í sérnefnd Alþingis um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin var kosin til að undirbúa umfjöllun þingsins um skýrsluna þegar hún bærist og gera tillögur um meðferð hennar. Við vorum flest nýliðar á þingi sem völdumst í nefndina og við tókum þetta erfiða verkefni sem okkur var falið mjög alvarlega. Nefndin undirbjó sig vel fyrir móttöku skýrslunnar, bæði áður en hún kom og eins við úrvinnslu hennar nutum við aðstoðar fjölda færustu sérfræðinga. Eins og allir ættu að muna komst Rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í skilningi þeirra laga sem um nefndina giltu. Úr þeirri niðurstöðu urðum við sem nefnd og síðan Alþingi allt að vinna. Mikill meirihluti nefndarinnar, eða 7 af 9, komst eftir mikla vinnu að þeirri niðurstöðu að ákæra bæri ráðherrana þrjá. Fimm nefndarmenn af níu komust að þeirri niðurstöðu að bæta ætti þeim fjórða við. Framhaldið þekkja allir. Ég vil fullvissa Einar K. Guðfinnsson sem og aðra um að ég vann að þessu erfiða máli af samviskusemi og greiddi um það atkvæði samkvæmt samvisku minni og sannfæringu, sjálfri mér samkvæm allt til enda. Ég veit ekki betur en að þetta mál hafi verið leitt til lykta í samræmi við stjórnarskrá og landslög, með atkvæðagreiðslum á þingi og fyrir dómi eins og allt stjórnskipunar- og lagaumhverfi okkar er. Mér finnst langt gengið þegar forseti Alþingis notar það orðbragð sem hann gerir um þá sem komust að annarri niðurstöðu en hann sjálfur þegar horft er til þessara staðreynda. Höfum það hugfast að í þeim hópi sem forseti Alþingis talar svona til eru fjölmargir núverandi þingmenn sem eiga að lúta forsetavaldi hans. Þar eru meðal annars tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn sem forseti væntanlega treystir og styður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun