Minning um nótt á hráum teknóstað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 11:00 "Við Ingólfur lögðum grunninn að þessu verki í fyrravor þegar ég dvaldi hjá honum nokkrar vikur í Berlín,“ segir hann um klarinettukonsertinn Sisyfos. Fréttablaðið/Valli „Við Ingólfur lögðum grunninn að þessu verki í fyrravor þegar ég dvaldi hjá honum nokkrar vikur í Berlín,“ segir Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld um klarinettukonsertinn Sisyfos sem frumfluttur var af Ingólfi Vilhjálmssyni og Kammersveit Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu í gærkvöldi klukkan 21. Gunnar segir leiðir þeirra Ingólfs oft hafa legið saman á tónlistarbrautinni og tekur fram að verkið Sisyfos tengi þá saman á þrennan hátt. „Við vorum saman í heimspekitímum í MH þar sem við kynntumst fyrst goðsögninni um Sisyfos, sem Albert Camus fjallar um í þekktri heimspekiritgerð. Einnig vorum við saman á námskeiði í indverskum ryþmum við Konservatoríið í Amsterdam fyrir átta árum. Um miðbik konsertsins beiti ég tækninni sem við lærðum þar og gef þannig Ingólfi tækifæri til að rifja upp þessa tíma. Undir lokin dettur verkið svo inn í þrástefjaríkt algleymi og minningin um nótt á hráum teknóstað í gamalli raforkustöð í Berlín – E-Werk, árið 1994, nær að lauma sér inn í verkið á þessum tímapunkti.“ Þessar útskýringar kalla á enn frekari upplýsingar. „Eftir nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og MH fórum við Ingólfur báðir til Hollands, ég til Haag og hann til Amsterdam. Hann heimsótti mig og spilaði verk eftir mig á tónleikum í konunglega tónlistarskólanum í Haag. Svo var hann líka í kammersveitinni Seul og spilaði þar annað verk eftir mig,“ lýsir Gunnar og rifjar líka upp Interrail-ferðalag sem þeir félagar fóru í eftir kórferð með Hamrahlíðarkórnum til Danmerkur 1994. „Við tókum Austur-Evrópu og komum við í Berlín á áhugaverðum tíma, því aðeins nokkur ár voru liðin frá falli múrsins.“ Áður en að flutningi Sisyfosar kom, eða klukkan fimm í gær, var annað verk eftir Gunnar frumflutt. Það nefnist Regradeation og hljómaði líka í Norðurljósasal Hörpu, leikið af Stockholm saxofon kvartett. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við Ingólfur lögðum grunninn að þessu verki í fyrravor þegar ég dvaldi hjá honum nokkrar vikur í Berlín,“ segir Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld um klarinettukonsertinn Sisyfos sem frumfluttur var af Ingólfi Vilhjálmssyni og Kammersveit Reykjavíkur í Norðurljósasal Hörpu í gærkvöldi klukkan 21. Gunnar segir leiðir þeirra Ingólfs oft hafa legið saman á tónlistarbrautinni og tekur fram að verkið Sisyfos tengi þá saman á þrennan hátt. „Við vorum saman í heimspekitímum í MH þar sem við kynntumst fyrst goðsögninni um Sisyfos, sem Albert Camus fjallar um í þekktri heimspekiritgerð. Einnig vorum við saman á námskeiði í indverskum ryþmum við Konservatoríið í Amsterdam fyrir átta árum. Um miðbik konsertsins beiti ég tækninni sem við lærðum þar og gef þannig Ingólfi tækifæri til að rifja upp þessa tíma. Undir lokin dettur verkið svo inn í þrástefjaríkt algleymi og minningin um nótt á hráum teknóstað í gamalli raforkustöð í Berlín – E-Werk, árið 1994, nær að lauma sér inn í verkið á þessum tímapunkti.“ Þessar útskýringar kalla á enn frekari upplýsingar. „Eftir nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og MH fórum við Ingólfur báðir til Hollands, ég til Haag og hann til Amsterdam. Hann heimsótti mig og spilaði verk eftir mig á tónleikum í konunglega tónlistarskólanum í Haag. Svo var hann líka í kammersveitinni Seul og spilaði þar annað verk eftir mig,“ lýsir Gunnar og rifjar líka upp Interrail-ferðalag sem þeir félagar fóru í eftir kórferð með Hamrahlíðarkórnum til Danmerkur 1994. „Við tókum Austur-Evrópu og komum við í Berlín á áhugaverðum tíma, því aðeins nokkur ár voru liðin frá falli múrsins.“ Áður en að flutningi Sisyfosar kom, eða klukkan fimm í gær, var annað verk eftir Gunnar frumflutt. Það nefnist Regradeation og hljómaði líka í Norðurljósasal Hörpu, leikið af Stockholm saxofon kvartett.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira