Er ekkert smeyk í brekkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Helga María Vilhjálmsdóttir er bjartsýn fyrir keppnina í Sotsjí. Mynd/Skíðasamband Íslands Það er nóg að gera hjá hinni 18 ára gömlu Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á næstunni. Hún er á leiðinni á sína fyrstu Ólympíuleika þar sem hún keppir í flestum greinum af íslensku keppendunum og strax í kjölfarið bíður hennar HM unglinga í Jasná í Slóvakíu þar sem hún keppir í öllum fjórum alpagreinunum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir sem stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Noregi. Helga María stóð sig vel í fyrra og þá sá hún Ólympíudrauminn sinn fæðast. „Ég var alltaf að bæta mig og þá fór ég að sjá að þetta væri möguleiki,“ segir Helga María. Hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á leikunum í Sotsjí. „Ég myndi segja að stórsvigið væri mín grein,“ segir Helga og til marks um það hefur nú náð 2. sæti á tveimur stórsvigsmótum að undanförnu, þar á meðal í Norefjell um síðustu helgi. Helga María segir að þessir leikir gætu orðið mikill skóli fyrir hana. „Vonandi verða þetta ekki einu Ólympíuleikarnir mínir,“ segir Helga. Hún hefur fengið lítils háttar kynni af Ólympíuleikum þegar hún fór á Ólympíuleika ungmenna 2012 „Það er sett upp svipað en þessir leikar eru svona fimmfalt stærri,“ segir Helga hlæjandi. Helga María er ekkert smeyk í brekkunum, „Mér finnst mjög gaman í hraðari greinunum og finnst eiginlega skemmtilegast að keyra risasvigið og brunið,“ segir Helga María og bætir við: „Ef ég væri eitthvað smeyk í brekkunni þá væri ég nú ekki að keyra brun eða risasvig.“ Helga María situr ekki við sama borð og þær bestu. „Allir þeir sem eiga möguleika á því að vinna eru búnir að fara út og skíða í þessum brekkum. Það er pínu ósanngjarnt en ég hefði kannski ekki átt möguleika hvort sem er,“ segir Helga María í léttum tón. Hún fær fyrst að renna sér í brautinni daginn fyrir keppni. Helga María missti af kynningunni á íslenska Ólympíuhópnum og verður heldur ekki viðstödd þegar Ólympíuleikarnir verða settir á morgun. „Auðvitað er leiðinlegt að missa af setningarhátíðinni og þetta var mjög erfið ákvörðun. Það er mót eftir Ólympíuleikana og maður getur ekki eytt öllum þessum tíma í ekki neitt í rauninni. Ég er hérna úti í Noregi að æfa hraðagreinar og ég hefði misst af þeim öllum hefði ég farið strax út. Ég ákvað að velja það að æfa í staðinn,“ segir Helga og framundan eru tvö mót hjá henni á þremur vikum. „Ég er ekki síður að búa mig undir HM unglinga þar sem ég er að fara að keppa í öllum greinum. Ég þurfti hraðaæfingar fyrir það. Ég hef aldrei verið betri en núna og ég er mjög bjartsýn,“ segir Helga að lokum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira
Það er nóg að gera hjá hinni 18 ára gömlu Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á næstunni. Hún er á leiðinni á sína fyrstu Ólympíuleika þar sem hún keppir í flestum greinum af íslensku keppendunum og strax í kjölfarið bíður hennar HM unglinga í Jasná í Slóvakíu þar sem hún keppir í öllum fjórum alpagreinunum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir sem stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Noregi. Helga María stóð sig vel í fyrra og þá sá hún Ólympíudrauminn sinn fæðast. „Ég var alltaf að bæta mig og þá fór ég að sjá að þetta væri möguleiki,“ segir Helga María. Hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á leikunum í Sotsjí. „Ég myndi segja að stórsvigið væri mín grein,“ segir Helga og til marks um það hefur nú náð 2. sæti á tveimur stórsvigsmótum að undanförnu, þar á meðal í Norefjell um síðustu helgi. Helga María segir að þessir leikir gætu orðið mikill skóli fyrir hana. „Vonandi verða þetta ekki einu Ólympíuleikarnir mínir,“ segir Helga. Hún hefur fengið lítils háttar kynni af Ólympíuleikum þegar hún fór á Ólympíuleika ungmenna 2012 „Það er sett upp svipað en þessir leikar eru svona fimmfalt stærri,“ segir Helga hlæjandi. Helga María er ekkert smeyk í brekkunum, „Mér finnst mjög gaman í hraðari greinunum og finnst eiginlega skemmtilegast að keyra risasvigið og brunið,“ segir Helga María og bætir við: „Ef ég væri eitthvað smeyk í brekkunni þá væri ég nú ekki að keyra brun eða risasvig.“ Helga María situr ekki við sama borð og þær bestu. „Allir þeir sem eiga möguleika á því að vinna eru búnir að fara út og skíða í þessum brekkum. Það er pínu ósanngjarnt en ég hefði kannski ekki átt möguleika hvort sem er,“ segir Helga María í léttum tón. Hún fær fyrst að renna sér í brautinni daginn fyrir keppni. Helga María missti af kynningunni á íslenska Ólympíuhópnum og verður heldur ekki viðstödd þegar Ólympíuleikarnir verða settir á morgun. „Auðvitað er leiðinlegt að missa af setningarhátíðinni og þetta var mjög erfið ákvörðun. Það er mót eftir Ólympíuleikana og maður getur ekki eytt öllum þessum tíma í ekki neitt í rauninni. Ég er hérna úti í Noregi að æfa hraðagreinar og ég hefði misst af þeim öllum hefði ég farið strax út. Ég ákvað að velja það að æfa í staðinn,“ segir Helga og framundan eru tvö mót hjá henni á þremur vikum. „Ég er ekki síður að búa mig undir HM unglinga þar sem ég er að fara að keppa í öllum greinum. Ég þurfti hraðaæfingar fyrir það. Ég hef aldrei verið betri en núna og ég er mjög bjartsýn,“ segir Helga að lokum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira