Er mjólkurverð til bænda 20% of hátt? Þórólfur Matthíasson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Bændur í ESB fá greiddar að meðaltali 65 krónur á lítra af mjólk sem tappað er á mjólkurbíl heima á búi. Bændur sem búa við erfiðar aðstæður fá hærra verð, finnskir bændur fá 75 krónur á lítrann, bændur á Kýpur fá 94 krónur á lítrann (sjá heimasíðu DairyCo í Bretlandi, dairyco.org.uk). Verð sem verðlagsnefnd búvara ákvarðar íslenskum bændum er 83 krónur á lítrann. Þetta verð er lægra en verðið sem kýpverskir bændur fá, 10% hærra en verðið sem finnskir bændur fá og um 30% hærra en meðalverðið í ESB. Íslenskir mjólkurbændur fá svo verulega hærri peningastyrki en kollegar þeirra á meginlandinu.Of hátt skilaverð? Skilaverð til bænda er ákvarðað af opinberri nefnd, verðlagsnefnd búvara. Svo virðist sem sú nefnd fylgist ekki vel með skýrsluhaldi bænda því verðlagsgrundvöllur hennar gengur út frá því að svokölluð árskýr mjólki 4.700 lítra á ári en skv. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mjólkar árskýrin nú 5.600 lítra eða sem svarar 20% meira en verðlagsnefnd búvara gerir ráð fyrir! Væru framleiðslutölurnar leiðréttar myndi verð til bænda lækka niður í 67 krónur sem er meðalskilaverð í Evrópusambandinu! Því má segja að verðlagsnefnd búvara sjái nú til þess að halda lífi í óhagkvæmum og úreltum mjólkurbýlum.Of margar vinnustundir Í skjóli ofurtolla hafa úrvinnslustöðvar landbúnaðarins einkasölustöðu á úrvinnsluvörum mjólkur. Framþróun í mjólkuriðnaði hefur verið hröð undangengna áratugi. Svo hröð að brúttóálagning í töppun mjólkur á neyslufernur hefur lækkað um heil 20% á nokkrum árum í Bretlandi. Lækkandi framleiðslukostnaður erlendis byggist að miklu leyti á að mjólkurbúin eru að nýta sér hagkvæmni stórrekstrar. Stefna íslenskra afurðastöðva hefur verið að reyna að framleiða allan kúamjólkurost sem Íslendingar neyta úr innlendri mjólk. Þessi stefna þýðir að afurðastöðvarnar hafa ákveðið að nýta ekki mögulegan ávinning stórrekstrar í framleiðslu osta. Sem þýðir aftur að hvert kíló af íslenskum kúamjólkurosti inniheldur hlutfallslega meira og meira af vinnustundum en hvert kíló af sams konar osti framleiddum á Írlandi, Bretlandi eða meginlandi Evrópu.Allt of hátt verð til bænda Bændur og samtök þeirra hafa markað þá stefnu að taka ekki þátt í alþjóðlegri verkaskiptingu við úrvinnslu mjólkurvara. Fyrir bragðið tekur enginn eftir því að verðlagsgrundvöllur verðlagsnefndar búvara er skakkur. Fyrir bragðið sitja bændur með dýrt, úrelt og óhagkvæmt vinnslukerfi. Til skamms tíma, í krafti ofurtolla, er hægt að velta kostnaði af dýrum og úreltum vinnslukerfum yfir á neytendur. Til lengri tíma litið munu neytendur sniðganga það sem dýrt er og auka neyslu sína af því sem ódýrara er. Núverandi stefna bænda gagnvart innflutningi mjólkurafurða kann því að koma þeim í koll síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Bændur í ESB fá greiddar að meðaltali 65 krónur á lítra af mjólk sem tappað er á mjólkurbíl heima á búi. Bændur sem búa við erfiðar aðstæður fá hærra verð, finnskir bændur fá 75 krónur á lítrann, bændur á Kýpur fá 94 krónur á lítrann (sjá heimasíðu DairyCo í Bretlandi, dairyco.org.uk). Verð sem verðlagsnefnd búvara ákvarðar íslenskum bændum er 83 krónur á lítrann. Þetta verð er lægra en verðið sem kýpverskir bændur fá, 10% hærra en verðið sem finnskir bændur fá og um 30% hærra en meðalverðið í ESB. Íslenskir mjólkurbændur fá svo verulega hærri peningastyrki en kollegar þeirra á meginlandinu.Of hátt skilaverð? Skilaverð til bænda er ákvarðað af opinberri nefnd, verðlagsnefnd búvara. Svo virðist sem sú nefnd fylgist ekki vel með skýrsluhaldi bænda því verðlagsgrundvöllur hennar gengur út frá því að svokölluð árskýr mjólki 4.700 lítra á ári en skv. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mjólkar árskýrin nú 5.600 lítra eða sem svarar 20% meira en verðlagsnefnd búvara gerir ráð fyrir! Væru framleiðslutölurnar leiðréttar myndi verð til bænda lækka niður í 67 krónur sem er meðalskilaverð í Evrópusambandinu! Því má segja að verðlagsnefnd búvara sjái nú til þess að halda lífi í óhagkvæmum og úreltum mjólkurbýlum.Of margar vinnustundir Í skjóli ofurtolla hafa úrvinnslustöðvar landbúnaðarins einkasölustöðu á úrvinnsluvörum mjólkur. Framþróun í mjólkuriðnaði hefur verið hröð undangengna áratugi. Svo hröð að brúttóálagning í töppun mjólkur á neyslufernur hefur lækkað um heil 20% á nokkrum árum í Bretlandi. Lækkandi framleiðslukostnaður erlendis byggist að miklu leyti á að mjólkurbúin eru að nýta sér hagkvæmni stórrekstrar. Stefna íslenskra afurðastöðva hefur verið að reyna að framleiða allan kúamjólkurost sem Íslendingar neyta úr innlendri mjólk. Þessi stefna þýðir að afurðastöðvarnar hafa ákveðið að nýta ekki mögulegan ávinning stórrekstrar í framleiðslu osta. Sem þýðir aftur að hvert kíló af íslenskum kúamjólkurosti inniheldur hlutfallslega meira og meira af vinnustundum en hvert kíló af sams konar osti framleiddum á Írlandi, Bretlandi eða meginlandi Evrópu.Allt of hátt verð til bænda Bændur og samtök þeirra hafa markað þá stefnu að taka ekki þátt í alþjóðlegri verkaskiptingu við úrvinnslu mjólkurvara. Fyrir bragðið tekur enginn eftir því að verðlagsgrundvöllur verðlagsnefndar búvara er skakkur. Fyrir bragðið sitja bændur með dýrt, úrelt og óhagkvæmt vinnslukerfi. Til skamms tíma, í krafti ofurtolla, er hægt að velta kostnaði af dýrum og úreltum vinnslukerfum yfir á neytendur. Til lengri tíma litið munu neytendur sniðganga það sem dýrt er og auka neyslu sína af því sem ódýrara er. Núverandi stefna bænda gagnvart innflutningi mjólkurafurða kann því að koma þeim í koll síðar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun