Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. september 2025 08:00 Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Þessi uppbygging hefur sýnt að það er svo sannarlega hægt að byggja húsnæði víðsvegar um landið og einnig á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðan hátt. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir samfélagið og fjöldi fólks nýtur þess nú að geta fengið öruggt leiguhúsnæði fyrir sig og sína á hagstæðum kjörum. Því miður búa ekki allir sem eru á leigumarkaði svo vel, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem lagt er upp með að bæta stöðu leigjenda hér á landi. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun sú skylda ná til allra leigusamninga á markaði í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), enda skiptir það miklu máli að samningar sem þessir séu skráðir hjá opinberum aðilum. Í dag nær þessi skráningarskylda einungis til þeirra aðila sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út húsnæði, en ekki til einstaklinga. Hækkun leiguverðs í tímabundnum samningum Samhliða þessum breytingum eru skilgreindar forsendur fyrir því með hvaða hætti megi hækka leiguverð á tímabundnum samningum. Ef við víkjum aftur að þroska leigumarkaðarins hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar, þá er æði algengt hérlendis að gerðir séu stuttir leigusamningar. Þessu fylgir meiri breytingar á leiguverði, meiri óstöðugleiki og eykur á sama tíma verðbólguþrýsting. Stuttir leigusamningar gera það að verkum að húsnæðisöryggi leigjenda er takmarkað, með öllum þeim áhrifum sem því fylgir. Þau eru verulega neikvæð og þá sérstaklega fyrir börn. Þegar lögunum um þetta efni var síðast breytt var sett skilyrði um ef leigusamningar væru til 12 mánaða eða skemmri tíma mætti ekki hækka leiguverð innan samningstímans. Í kjölfarið hefur 13 mánaða leigusamningum fjölgað verulega, samkvæmt HMS. Íbúðir fyrir fólk, ekki fjárfesta Verkefni okkar í stjórnmálunum á næstunni verður að fjölga þeim íbúðum hér á landi sem notaðar eru til langtímabúsetu, en ekki til atvinnustarfsemi með skammtímaleigu til ferðamanna sem hingað til lands koma. Það er óásættanlegt að einstaklingar á leigumarkaði keppi við ferðamenn um íbúðir yfir sumartímann, þar sem leiguverð hækkar oft verulega. Frumvarp sem felur í sér að skammtímaleiga í þéttbýli takmarkist við að þar eigi sá sem leigir út íbúðina með lögheimili liggur á ný fyrir Alþingi og nú ætlum við að klára málið. Við í Samfylkingunni boðuðum fyrir kosningar að við ætluðum að bæta stöðuna á fasteignamarkaði fyrir fólkið og tryggja fleirum öruggt húsnæði til lengri tíma. Að þessu erum við að vinna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Samfylkingin Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Þessi uppbygging hefur sýnt að það er svo sannarlega hægt að byggja húsnæði víðsvegar um landið og einnig á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðan hátt. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir samfélagið og fjöldi fólks nýtur þess nú að geta fengið öruggt leiguhúsnæði fyrir sig og sína á hagstæðum kjörum. Því miður búa ekki allir sem eru á leigumarkaði svo vel, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem lagt er upp með að bæta stöðu leigjenda hér á landi. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun sú skylda ná til allra leigusamninga á markaði í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), enda skiptir það miklu máli að samningar sem þessir séu skráðir hjá opinberum aðilum. Í dag nær þessi skráningarskylda einungis til þeirra aðila sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út húsnæði, en ekki til einstaklinga. Hækkun leiguverðs í tímabundnum samningum Samhliða þessum breytingum eru skilgreindar forsendur fyrir því með hvaða hætti megi hækka leiguverð á tímabundnum samningum. Ef við víkjum aftur að þroska leigumarkaðarins hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar, þá er æði algengt hérlendis að gerðir séu stuttir leigusamningar. Þessu fylgir meiri breytingar á leiguverði, meiri óstöðugleiki og eykur á sama tíma verðbólguþrýsting. Stuttir leigusamningar gera það að verkum að húsnæðisöryggi leigjenda er takmarkað, með öllum þeim áhrifum sem því fylgir. Þau eru verulega neikvæð og þá sérstaklega fyrir börn. Þegar lögunum um þetta efni var síðast breytt var sett skilyrði um ef leigusamningar væru til 12 mánaða eða skemmri tíma mætti ekki hækka leiguverð innan samningstímans. Í kjölfarið hefur 13 mánaða leigusamningum fjölgað verulega, samkvæmt HMS. Íbúðir fyrir fólk, ekki fjárfesta Verkefni okkar í stjórnmálunum á næstunni verður að fjölga þeim íbúðum hér á landi sem notaðar eru til langtímabúsetu, en ekki til atvinnustarfsemi með skammtímaleigu til ferðamanna sem hingað til lands koma. Það er óásættanlegt að einstaklingar á leigumarkaði keppi við ferðamenn um íbúðir yfir sumartímann, þar sem leiguverð hækkar oft verulega. Frumvarp sem felur í sér að skammtímaleiga í þéttbýli takmarkist við að þar eigi sá sem leigir út íbúðina með lögheimili liggur á ný fyrir Alþingi og nú ætlum við að klára málið. Við í Samfylkingunni boðuðum fyrir kosningar að við ætluðum að bæta stöðuna á fasteignamarkaði fyrir fólkið og tryggja fleirum öruggt húsnæði til lengri tíma. Að þessu erum við að vinna. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun