Áskoranir í menntamálum Skúli Helgason skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Menntamál eru afdrifaríkasti málaflokkur stjórnmálanna. Skólarnir ráða miklu um framtíð barnanna okkar og því er ekki hægt að ofmeta þýðingu þeirra fyrir velferð einstaklingsins og þjóðarhag. Menntun er almannagæði sem við þurfum öll að standa vörð um. Engu að síður eru kennarar láglaunastétt í samfélaginu og mikið skortir á viðurkenningu á störfum þeirra. Nýlegar fréttir um ofbeldi einstakra nemenda gagnvart kennurum sýna að við höfum verk að vinna.Fyrirmyndir Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð í menntamálum eiga það sammerkt að búa vel að sínum kennurum, byrjunarlaun eru sómasamleg, mikil áhersla er lögð á að velja hæft fólk til kennarastarfa, vel er staðið að starfsþróun kennara og þeim er treyst til að útfæra meginmarkmið skólastefnu á grundvelli fagmennsku sinnar. Nefna má Kanada, Finnland og einstök fylki Bandaríkjanna í þessu sambandi. Mikilvægt er að við lærum af reynslu þeirra í því umbótaferli sem fram undan er. Nýleg PISA-könnun sýnir að bæta þarf árangur, sérstaklega í lestri og náttúrufræði og nýta innlendar og erlendar fyrirmyndir í kennsluháttum. Ljóst er að efla þarf lesskilning með markvissum aðgerðum, enda er hann grundvallarfærni varðandi frekara nám og vinnu.Brottfall Hættumerki birtast m.a. í háu brottfalli framhaldsskólanema og ofuráherslu á bóknám á kostnað verk- og tæknináms. Ég beitti mér fyrir því að lagt yrði mat á þjóðhagsleg áhrif brottfallsins á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og verða niðurstöður kynntar á næstu vikum. Ljóst er að milljarðar króna fara forgörðum vegna þess að nærri 30% nemenda hætta námi í framhaldsskólum áður en kemur að útskrift. Það er mikil einföldun að hægt sé að leysa brottfallsvandann með því að stytta nám í framhaldsskólum. Brottfallið á sér skýringar m.a. í náms- eða hegðunarerfiðleikum, félagslegum eða heilsufarslegum aðstæðum, námsleiða og öðru sem er þegar ljóst í grunnskóla og verður vandinn ekki leystur nema með nánu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem leitast er við að greina snemma áhættuþætti og beina nemendum á rétta braut þar sem áhugasvið og styrkleikar fá að njóta sín.Menntun í fremstu röð Við mætum ekki áskorunum í menntamálum með einföldum töfralausnum. Leiðin til árangurs er að stjórnvöld myndi bandalag með fagfólki í skólum um sameiginlega stefnu í skólamálum með það að markmiði að öll börn hafi aðgang að menntun í fremstu röð. Reykjavík hefur burði til að gegna þar forystuhlutverki í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ég er tilbúinn að leiða þá mikilvægu vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamál eru afdrifaríkasti málaflokkur stjórnmálanna. Skólarnir ráða miklu um framtíð barnanna okkar og því er ekki hægt að ofmeta þýðingu þeirra fyrir velferð einstaklingsins og þjóðarhag. Menntun er almannagæði sem við þurfum öll að standa vörð um. Engu að síður eru kennarar láglaunastétt í samfélaginu og mikið skortir á viðurkenningu á störfum þeirra. Nýlegar fréttir um ofbeldi einstakra nemenda gagnvart kennurum sýna að við höfum verk að vinna.Fyrirmyndir Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð í menntamálum eiga það sammerkt að búa vel að sínum kennurum, byrjunarlaun eru sómasamleg, mikil áhersla er lögð á að velja hæft fólk til kennarastarfa, vel er staðið að starfsþróun kennara og þeim er treyst til að útfæra meginmarkmið skólastefnu á grundvelli fagmennsku sinnar. Nefna má Kanada, Finnland og einstök fylki Bandaríkjanna í þessu sambandi. Mikilvægt er að við lærum af reynslu þeirra í því umbótaferli sem fram undan er. Nýleg PISA-könnun sýnir að bæta þarf árangur, sérstaklega í lestri og náttúrufræði og nýta innlendar og erlendar fyrirmyndir í kennsluháttum. Ljóst er að efla þarf lesskilning með markvissum aðgerðum, enda er hann grundvallarfærni varðandi frekara nám og vinnu.Brottfall Hættumerki birtast m.a. í háu brottfalli framhaldsskólanema og ofuráherslu á bóknám á kostnað verk- og tæknináms. Ég beitti mér fyrir því að lagt yrði mat á þjóðhagsleg áhrif brottfallsins á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og verða niðurstöður kynntar á næstu vikum. Ljóst er að milljarðar króna fara forgörðum vegna þess að nærri 30% nemenda hætta námi í framhaldsskólum áður en kemur að útskrift. Það er mikil einföldun að hægt sé að leysa brottfallsvandann með því að stytta nám í framhaldsskólum. Brottfallið á sér skýringar m.a. í náms- eða hegðunarerfiðleikum, félagslegum eða heilsufarslegum aðstæðum, námsleiða og öðru sem er þegar ljóst í grunnskóla og verður vandinn ekki leystur nema með nánu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem leitast er við að greina snemma áhættuþætti og beina nemendum á rétta braut þar sem áhugasvið og styrkleikar fá að njóta sín.Menntun í fremstu röð Við mætum ekki áskorunum í menntamálum með einföldum töfralausnum. Leiðin til árangurs er að stjórnvöld myndi bandalag með fagfólki í skólum um sameiginlega stefnu í skólamálum með það að markmiði að öll börn hafi aðgang að menntun í fremstu röð. Reykjavík hefur burði til að gegna þar forystuhlutverki í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ég er tilbúinn að leiða þá mikilvægu vinnu.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun