Verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af viti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2014 06:00 íslenski hópurinn. Tekið var á móti íslenska hópnum með formlegum hætti í Ólympíuþorpinu í Sotsjí í vikunni. Brynjar Jökull er þriðji frá vinstri af þeim sem krjúpa. mynd/ísí „Ég byrjaði hjá KR en flutti mig yfir í Víking þegar ég var ellefu ára. Þá var þetta orðið meira fjölskyldusport en ég vildi meiri keppni,“ segir Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson. Vesturbæingurinn er mættur til Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru settir í gær. Hann viðurkennir að draumur sé að verða að veruleika. „Dreymir ekki flesta í einstaklingsíþróttum um að komast á svona stað? Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill,“ segir Brynjar sem mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum. Skíðakappinn hávaxni hefur verið í landsliði Íslands undanfarin fjögur ár og verið undir Ólympíuviðmiðinu síðan á leikunum í Vancouver 2010. „Þetta er náttúrulega frábært og þvílíkt ævintýri.“Einn mánuður á Íslandi frá ágúst Brynjar hefur líkt og félagar hans í landsliðinu dvalið erlendis stóran hluta ársins undanfarin misseri. Þá sérstaklega síðastliðin þrjú ár. „Þá flutti ég til Svíþjóðar og fór í skíðaháskóla þar sem þáverandi landsliðsþjálfari í alpagreinum þjálfaði,“ segir Brynjar sem er á 25. aldursári. Háskólinn var í samstarfi við sænska skíðasambandið og æfði Brynjar með bestu skíðaköppum Svíþjóðar í sínum aldursflokki. Frá því í ágúst hefur hann svo verið á ferð og flugi í Austurríki og Noregi. „Ætli ég hafi ekki verið samanlagt einn mánuð á Íslandi síðan í ágúst,“ segir Brynjar Jökull sem keppti á nokkrum mótum á Norðurlöndunum í desember. Þá vildi hann bæta árangur sinn í aðdraganda Sotsjí til að bæta stöðu sína. „Það styrkti stöðu mína gífurlega. Ég fékk stig á tveimur mótum sem hjálpaði mikið til,“ segir Brynjar Jökull. Svigið er sérgrein Víkingsins sem ætlar þó líka að fara af fullum krafti í stórsvigið. „Hugurinn er samt í sviginu.“ Brynjar er langelstur af þeim fjórum sem keppa fyrir Íslands hönd í alpagreinum. Hann segir það synd hvernig þróunin hafi verið undanfarin ár. Jafnaldrar hans hafi gefist upp á íþróttinni. „Það er samt ekkert skrýtið því það er svo lítill snjór á Íslandi og erfitt að stunda þetta sport. Maður verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af einhverju viti.“ Hann horfir bjartsýnum augum fram á veginn og rifjar upp góðan árangur á heimsmeistaramótinu í Schladming fyrir ári. Þá var hann 34. í rásröð í undankeppninni en komst í úrslitin. Þar var hann 73. í rásröðinni en lauk leik í 39. sæti. „Að hafna í topp fjörutíu með öllum þessum bestu þykir nokkuð fínt,“ segir Brynjar Jökull. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir leikana í Rússlandi. „Sjálfstraustið er gott og þetta verður æðislegt.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Sjá meira
„Ég byrjaði hjá KR en flutti mig yfir í Víking þegar ég var ellefu ára. Þá var þetta orðið meira fjölskyldusport en ég vildi meiri keppni,“ segir Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson. Vesturbæingurinn er mættur til Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru settir í gær. Hann viðurkennir að draumur sé að verða að veruleika. „Dreymir ekki flesta í einstaklingsíþróttum um að komast á svona stað? Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill,“ segir Brynjar sem mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum. Skíðakappinn hávaxni hefur verið í landsliði Íslands undanfarin fjögur ár og verið undir Ólympíuviðmiðinu síðan á leikunum í Vancouver 2010. „Þetta er náttúrulega frábært og þvílíkt ævintýri.“Einn mánuður á Íslandi frá ágúst Brynjar hefur líkt og félagar hans í landsliðinu dvalið erlendis stóran hluta ársins undanfarin misseri. Þá sérstaklega síðastliðin þrjú ár. „Þá flutti ég til Svíþjóðar og fór í skíðaháskóla þar sem þáverandi landsliðsþjálfari í alpagreinum þjálfaði,“ segir Brynjar sem er á 25. aldursári. Háskólinn var í samstarfi við sænska skíðasambandið og æfði Brynjar með bestu skíðaköppum Svíþjóðar í sínum aldursflokki. Frá því í ágúst hefur hann svo verið á ferð og flugi í Austurríki og Noregi. „Ætli ég hafi ekki verið samanlagt einn mánuð á Íslandi síðan í ágúst,“ segir Brynjar Jökull sem keppti á nokkrum mótum á Norðurlöndunum í desember. Þá vildi hann bæta árangur sinn í aðdraganda Sotsjí til að bæta stöðu sína. „Það styrkti stöðu mína gífurlega. Ég fékk stig á tveimur mótum sem hjálpaði mikið til,“ segir Brynjar Jökull. Svigið er sérgrein Víkingsins sem ætlar þó líka að fara af fullum krafti í stórsvigið. „Hugurinn er samt í sviginu.“ Brynjar er langelstur af þeim fjórum sem keppa fyrir Íslands hönd í alpagreinum. Hann segir það synd hvernig þróunin hafi verið undanfarin ár. Jafnaldrar hans hafi gefist upp á íþróttinni. „Það er samt ekkert skrýtið því það er svo lítill snjór á Íslandi og erfitt að stunda þetta sport. Maður verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af einhverju viti.“ Hann horfir bjartsýnum augum fram á veginn og rifjar upp góðan árangur á heimsmeistaramótinu í Schladming fyrir ári. Þá var hann 34. í rásröð í undankeppninni en komst í úrslitin. Þar var hann 73. í rásröðinni en lauk leik í 39. sæti. „Að hafna í topp fjörutíu með öllum þessum bestu þykir nokkuð fínt,“ segir Brynjar Jökull. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir leikana í Rússlandi. „Sjálfstraustið er gott og þetta verður æðislegt.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Sjá meira