Ungur Austurríkismaður að nafni Matthias Mayer kom mörgum á óvart með því að vinna sigur í brunkeppni karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í gær.
Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal þóttu sigurstranglegastir en gerðu báðir mistök á miskunnarlausri keppnisbrautinni sem var sú lengsta í sögu Ólympíuleikanna. Hvorugur þeirra komst á verðlaunapall.
Mayer náði að slá við föður sínum, Helmut, sem vann silfur í risasvigi á leikunum í Calgary árið 1988. Risasvig er reyndar sterkasta grein en hann hefur tvívegis komist á pall í greininni í heimsbikarkeppninni – aldrei í bruni.
„Ég hef svo oft komist nálægt því að ná verðlaunasæti í heimsbikarnum að ég taldi möguleika mína ágæta ef ég næði að komast klakklaust í gegnum brautina. Pabbi minn sagði mér bara að láta vaða,“ sagði hinn 23 ára gamli Mayer sigurrefur við fjölmiðlamenn í gær.
Ítalinn Christof Innerhofer varð annar í bruninu í gær og var aðeins sex hundraðshlutum úr sekúndu hægari en Mayer. Kjetil Jansrud frá Noregi fékk svo brons.
„Pabbi sagði mér að láta vaða“

Tengdar fréttir

Óvæntur sigur Mayer í bruninu | Myndband
Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.