Besta ÓL-frumraunin í 38 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 05:30 Vísir/Getty Hin 18 ára gamla Helga María Vilhjálmsdóttir náði mjög athyglisverðum árangri í frumraun sinni á Vetrarólympíuleikum um helgina þegar hún náði 29. sæti í keppni í risasvigi á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. „Hún stóð sig mjög vel þrátt fyrir að brautin hafi verið erfið. Hún fór vel í gegnum krefjandi braut,“ sagði Egill Ingi Jónsson annar þjálfara íslenska liðsins. Það fylgir því oft mikið stress að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum en Helga María faldi það vel og náði öðrum besta árangri íslenskar konu í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikum. „Þetta er stærra en þær eru vanar og þær eru síðan innan um öll þessi stóru nöfn í þessum heimi. Það getur vissulega verið truflandi fyrir einbeitinguna að vera í slíkum andstæðum í fyrsta sinn en Helga réð mjög vel við þetta. Hún er hörku nagli,“ sagði Egill Ingi. Það þarf að fara alla leið aftur til Ólympíuleikanna í Innsbruck árið 1976 til að finna íslenska konu sem byrjaði betur í sinni fyrstu grein á Vetrarólympíuleikunum.Steinunn Sæmundsdóttir náði 16. sæti í svigi á leikunum í Innsbruck en hún var þá aðeins fimmtán ára gömul. Það er ennþá besti árangur íslenskrar konu á Vetrarólympíuleikum. Hér fyrir ofan eru bestu frumraunir íslenskra kvenna. Helga María keppir aftur í dag og þá í sinni bestu grein, stórsvigi, ásamt Erlu Ásgeirsdóttur. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 11 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en ellefti keppnisdagur leikanna er í dag. 18. febrúar 2014 05:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Hin 18 ára gamla Helga María Vilhjálmsdóttir náði mjög athyglisverðum árangri í frumraun sinni á Vetrarólympíuleikum um helgina þegar hún náði 29. sæti í keppni í risasvigi á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. „Hún stóð sig mjög vel þrátt fyrir að brautin hafi verið erfið. Hún fór vel í gegnum krefjandi braut,“ sagði Egill Ingi Jónsson annar þjálfara íslenska liðsins. Það fylgir því oft mikið stress að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum en Helga María faldi það vel og náði öðrum besta árangri íslenskar konu í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikum. „Þetta er stærra en þær eru vanar og þær eru síðan innan um öll þessi stóru nöfn í þessum heimi. Það getur vissulega verið truflandi fyrir einbeitinguna að vera í slíkum andstæðum í fyrsta sinn en Helga réð mjög vel við þetta. Hún er hörku nagli,“ sagði Egill Ingi. Það þarf að fara alla leið aftur til Ólympíuleikanna í Innsbruck árið 1976 til að finna íslenska konu sem byrjaði betur í sinni fyrstu grein á Vetrarólympíuleikunum.Steinunn Sæmundsdóttir náði 16. sæti í svigi á leikunum í Innsbruck en hún var þá aðeins fimmtán ára gömul. Það er ennþá besti árangur íslenskrar konu á Vetrarólympíuleikum. Hér fyrir ofan eru bestu frumraunir íslenskra kvenna. Helga María keppir aftur í dag og þá í sinni bestu grein, stórsvigi, ásamt Erlu Ásgeirsdóttur.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 11 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en ellefti keppnisdagur leikanna er í dag. 18. febrúar 2014 05:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 11 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en ellefti keppnisdagur leikanna er í dag. 18. febrúar 2014 05:00