Ofurtollaðar mjólkurvörur á ofurverði Þórólfur Matthíasson skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólkuriðnaðinum, hafa einkasölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnislögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undanrennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðvarnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það.Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla!Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsamanburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana. Tilviljun? Varla!Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undanrennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshitastig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreytingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verðlagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurðum er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla!Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla!Verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heildsöluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tímann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og innlendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluðum innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna. Stór samtök launþega eiga fulltrúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í mjólkuriðnaðinum, hafa einkasölustöðu í skjóli ofurtolla. Verðlagning mjólkurvöru er undanþegin samkeppnislögum. Verð á neyslumjólk, smjöri, ostum og undanrennudufti er sett undir svokallaða verðlagsnefnd búvara. Væntanlega er þeirri nefnd ætlað að koma í veg fyrir að vinnslustöðvarnar misbeiti stöðu sinni á mjólkurmarkaðnum. Skoðum það.Verðlagning undanrennudufts Undanrennuduft er mikilvægt hráefni í matvæla- og sælgætisiðnaði. Þann 18. september 2013 ákvað verðlagsnefnd búvara verð á undanrennudufti. Litlir aðilar á mjólkurmarkaði, sem framleiða vörur sem eru í samkeppni við risana, þurfa að borga 758 krónur á kílóið. Sælgætisframleiðendur og aðrir matvælaframleiðendur sem ekki eru í beinni samkeppni við risana á markaðnum borga aðeins 645 krónur á kílóið. Undanrennuduft flutt frá Evrópu til Íslands myndi kosta um 520 krónur á kílóið á hafnarbakkanum áður en það yrði tollað. Með ofurtollum kostar kílóið af undanrennuduftinu 754 krónur, eða nákvæmlega nógu mikið til að það borgi sig ekki fyrir aðila í samkeppni við mjólkurrisana að flytja það inn! Tilviljun? Varla!Verðlagning osta Ostur er ekki jafn stöðluð vara og undanrennuduft. Því er verðsamanburður erfiður. Kúabændur bera gjarnan saman verð á 45% osti og á Cheddar-osti, en auðvelt er að nálgast uppboðsmarkaðsverð fyrir þann ost. Gildandi heildsöluverð verðlagsnefndarinnar á 45% osti er 1.146 krónur á kílóið. Innfluttur Cheddar frá Evrópu myndi kosta 622 krónur kílóið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Eftir tollafgreiðslu væri kílóverðið hins vegar orðið 100% hærra, eða um 1.238 krónur, eða akkúrat nógu hátt til að það borgi sig alls ekki fyrir innflutningsaðila að fara í samkeppni við mjólkurrisana. Tilviljun? Varla!Verðlagning smjörs Smjör hefur langt geymsluþol og er stöðluð vara rétt eins og undanrennuduft. Sem neysluvara hefur smjör óheppilega eiginleika vegna efnasamsetningar og vegna þess hversu hart það er við ísskápshitastig. Margir nota þess vegna feiti unna úr jurtaolíum í stað smjörs. Eftirspurn eftir smjöri er þess vegna mjög næm fyrir verðbreytingum. Þetta setur sitt mark á verðlagninguna! Verðlagsnefndin hefur ákveðið að smjör skuli kosta 624 krónur kílóið. Það er talsvert lægra verð en ótollað innflutt smjör myndi kosta nú. Með tollum væri verð á innfluttu smjöri 1.514 krónur kílóið, eða 140% hærra en ótollað smjör! Við verðlagningu á smjöri hefur verðlagsnefndin væntanlega í huga að heildsöluverð á viðbiti úr sojaafurðum er 300-500 krónur kílóið. Tilviljun? Varla!Verðlagning rjóma Í grein í Fréttablaðinu 15.1. 2014 sýndi ég að rjómalítrinn ætti að kosta 250-300 krónur sé miðað við heildsöluverð smjörs. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð rjóma skuli vera 624 krónur. Tilviljun? Varla!Verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara Verðlagsnefnd búvara virðist fylgja þeirri reglu við ákvörðun heildsöluverðs mjólkurvöru að halda verði hverrar afurðar eins háu og markaðurinn leyfir hverju sinni. Og ofurtollafyrirkomulagið gefur býsna mikið svigrúm fyrir vörur á borð við undanrennuduft, rjóma og ost, en minna fyrir smjör! Séu tölur skoðaðar aftur í tímann helst þetta mynstur. Verð á innlendu undanrennudufti og innlendum ostum er nálægt því verði sem væri á samskonar ofurtolluðum innfluttum varningi. Verð á smjöri er 10-25% hærra en verð á viðbiti úr jurtaolíum. Verð á rjóma er í hæstu hæðum. Ekki verður með nokkru móti séð að verðlagningarregla verðlagsnefndar búvara sé frábrugðin þeirri verðlagningu sem risarnir á mjólkurmarkaðnum myndu beita væru þeir einráðir um verðlagninguna. Stór samtök launþega eiga fulltrúa í verðlagsnefndinni. Þessir fulltrúar sitja stundum hjá þegar verð mjólkurvöru er hækkað. En sú hjáseta stök markar ekki stefnu! Mjólkurrisarnir hafa sýnilega haft sitt fram og hafa þvingað verð á mjólkurvöru í hæstu hæðir.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun