Systurnar fá ekki að slást Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2014 06:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, 23 ára bakvörður í Haukum. Foreldrar og fjölskylda Gunnhildar og Berglindar Gunnarsdætra er í sérstakri stöðu á laugardaginn þegar lið systranna mætast í bikarúrslitum kvenna í körfubolta. Báðar eru þær úr Stykkishólmi en Gunnhildur stundar nám í Reykjavík og spilar með Haukum. Það fer þó ekki þannig að systurnar mætist í leiknum á laugardaginn því Berglind er nýkomin úr aðgerð á hné og missir af bikarúrslitaleiknum. „Þetta er sama gamla góða hnéð,“ segir Berglind sem var að fara í sína þriðju aðgerð á hægra hnénu. „Ég er samt í liðinu þó að ég sé bara vatnsberi en við munum ekki berja hvor á annarri inni á vellinum eins og maður hefði viljað,“ segir Berglind en þær hafa aldrei gefið neitt eftir þegar þær hafa mæst á körfuboltavellinum. Berglind missti af fyrri hluta tímabilsins þar sem hún var að ná sér af axlaraðgerð eftir að hafa hrokkið ítrekað úr lið síðasta vetur. Það er hins vegar eins og óheppnin elti hana því hún meiddist á hné í einum af fyrstu leikjunum eftir að hún kom til baka. Hún tekur öllum meiðslunum með jafnaðargeði enda orðin vön því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni.Berglind Gunnarsdóttir, 21 árs framherji í Snæfelli.„Það verður spennandi að fylgjast með en ég vildi óska að ég gæti spilað með þessu frábæra liði núna. Maður er alveg jafnmikill hluti af þessu liði hvort sem maður spilar í 40 mínútur eða engar,“ segir Berglind. Hún var í Hveragerði á sunnudag þegar Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Berglind er á því að þetta verði ekki eins erfitt fyrir mömmu og pabba og margir halda. „Ég held að þetta verði auðveldasti leikurinn sem þau horfa á í vetur vegna þess að þau verða alltaf í sigurliðinu hvort sem það verður Snæfell eða Haukar sem vinnur. Ég held að fjölskyldan sé eitthvað að sauma búninga með Snæfellsmerkinu öðrum megin og Haukamerkinu hinum megin til að styðja bæði liðin. Ætli það verði samt ekki bara systkinin sem mæta í þeim,“ segir Berglind en faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells. Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira
Foreldrar og fjölskylda Gunnhildar og Berglindar Gunnarsdætra er í sérstakri stöðu á laugardaginn þegar lið systranna mætast í bikarúrslitum kvenna í körfubolta. Báðar eru þær úr Stykkishólmi en Gunnhildur stundar nám í Reykjavík og spilar með Haukum. Það fer þó ekki þannig að systurnar mætist í leiknum á laugardaginn því Berglind er nýkomin úr aðgerð á hné og missir af bikarúrslitaleiknum. „Þetta er sama gamla góða hnéð,“ segir Berglind sem var að fara í sína þriðju aðgerð á hægra hnénu. „Ég er samt í liðinu þó að ég sé bara vatnsberi en við munum ekki berja hvor á annarri inni á vellinum eins og maður hefði viljað,“ segir Berglind en þær hafa aldrei gefið neitt eftir þegar þær hafa mæst á körfuboltavellinum. Berglind missti af fyrri hluta tímabilsins þar sem hún var að ná sér af axlaraðgerð eftir að hafa hrokkið ítrekað úr lið síðasta vetur. Það er hins vegar eins og óheppnin elti hana því hún meiddist á hné í einum af fyrstu leikjunum eftir að hún kom til baka. Hún tekur öllum meiðslunum með jafnaðargeði enda orðin vön því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni.Berglind Gunnarsdóttir, 21 árs framherji í Snæfelli.„Það verður spennandi að fylgjast með en ég vildi óska að ég gæti spilað með þessu frábæra liði núna. Maður er alveg jafnmikill hluti af þessu liði hvort sem maður spilar í 40 mínútur eða engar,“ segir Berglind. Hún var í Hveragerði á sunnudag þegar Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Berglind er á því að þetta verði ekki eins erfitt fyrir mömmu og pabba og margir halda. „Ég held að þetta verði auðveldasti leikurinn sem þau horfa á í vetur vegna þess að þau verða alltaf í sigurliðinu hvort sem það verður Snæfell eða Haukar sem vinnur. Ég held að fjölskyldan sé eitthvað að sauma búninga með Snæfellsmerkinu öðrum megin og Haukamerkinu hinum megin til að styðja bæði liðin. Ætli það verði samt ekki bara systkinin sem mæta í þeim,“ segir Berglind en faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira