Verklaus ríkisstjórn – sagan endurtekur sig Helgi Magnússon skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var gjarnan talað um „Verklausa vinstristjórn“. Ekki veit ég hver byrjaði með þetta slagorð, hvort það var einhver úr stjórnarandstöðunni eða þá hvatvís fjölmiðlamaður af ÍNN, Morgunblaðinu eða DV. Það skiptir ekki meginmáli en þeir sem héldu þessu á lofti bentu á fjölmörg mál sem þáverandi ríkisstjórn hafði ætlað að koma í framkvæmd en kom ekki í framkvæmd. Svo kom til stjórnarskipta í maí á síðasta ári og þá trúðu margir því að veður myndu skjótt skipast í lofti og að nú tækju menn til hendi og færu að hrinda hratt og örugglega ýmsu í framkvæmd sem almenningur og atvinnulífið höfðu beðið eftir. Ég er einn af þeim sem trúðu á hraðar breytingar til hins betra. Í þeim anda birti ég grein í Fréttablaðinu þann 8. júní sl. undir fyrirsögninni ENDURREISNARSTJÓRNIN ER KOMIN Á SLYSSTAÐ. Þar hélt ég því fram að ferill síðustu ríkisstjórnar hefði verið slys og að nú væri björgunarliðið komið á slysstað og myndi láta hendur standa fram úr ermum.Hvernig hefur tíminn nýst? Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því nýja stjórnin tók við. Ef hún megnar að sitja til loka kjörtímabilsins – sem gæti gerst en er hreint ekki víst – þá er hún búin með fimmtung af tíma sínum. Og þá er óhætt að spyrja: Hvernig hefur þessi tími nýst, hverju hefur hún komið í verk – eru breytt og rösklegri vinnubrögð að birtast landsmönnum? Stutta svarið er: Tíminn hefur ekki nýst vel og ríkisstjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það er sorgleg staðreynd eftir allt sem á undan var gengið. Skoðum nokkur mikilvæg mál sem stjórnarflokkarnir lofuðu úrlausnum á í kosningabaráttunni sl. vor: - Hefur ríkisstjórnin lækkað skatta að ráði? NEI, ekki þannig að teljandi sé. T.d. var tryggingagjaldið lækkað um 0,1% sem er brot af því sem lofað var. - Hefur hún hrint í framkvæmd aukinni nýtingu orkuauðlindanna? Nei. - Hefur hún hoggið á hnútinn sem hefur hamlað gegn fjárfestingum og uppbyggingu álvers í Helguvík? NEI. - Hefur hún ýtt af stað myndarlegu átaki á sviði samgönguframkvæmda? NEI. - Hefur hún afnumið gjaldeyrishöft? NEI. - Hefur hún komið með lausnir á málefnum þrotabúa föllnu bankanna? NEI. - Hefur hún leiðrétt skuldir heimilanna, sem var stóra kosningaloforðið hjá öðrum flokkanna. NEI – en hún hefur sett í gang vinnu við útfærslu málsins, komið því í nefnd. - Hefur hún afnumið verðtrygginguna sem var annað af helstu loforðum sama flokks. NEI. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur í reynd slegið þá hugmynd út af borðinu. - Hefur hún beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum að yrði á fyrri hluta núverandi kjörtímabilsins? NEI – Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, þrátt fyrir ótvíræð kosningaloforð. - Hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisfjármálunum? Hún heldur því fram vegna lítilsháttar afgangs á fjárlögum. En reynslan sýnir að niðurstaðan verður yfirleitt mun lakari og ætla má að halli verði á fjárlögum þessa árs þegar raunveruleikinn lítur dagsins ljós. - Hefur ríkisstjórnin lækkað veiðileyfagjald og létt þannig álögum af útgerðinni? JÁ. Það gerði hún strax á sumarþingi 2013 enda þótti mikið liggja við að bæta hag útgerðarmanna á meðan hagsmunir annarra atvinnugreina og almennings máttu bíða! Niðurstaðan af þessu er því miður sú að núverandi ríkisstjórn er eftir 20% af kjörtímabilinu engu betri en sú fyrri: VERKLAUS RÍKISSTJÓRN þegar kemur að meginhagsmunamálum almennings og atvinnulífs, með þeirri undantekningu að litið hefur verið til með sjávarútveginum. Við sem gagnrýndum fyrri ríkisstjórn og kusum þá flokka sem mynda núverandi ríkisstjórn út á kosningaloforð sem nú hafa verið svikin, hljótum að spyrja: Til hvers var barist?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var gjarnan talað um „Verklausa vinstristjórn“. Ekki veit ég hver byrjaði með þetta slagorð, hvort það var einhver úr stjórnarandstöðunni eða þá hvatvís fjölmiðlamaður af ÍNN, Morgunblaðinu eða DV. Það skiptir ekki meginmáli en þeir sem héldu þessu á lofti bentu á fjölmörg mál sem þáverandi ríkisstjórn hafði ætlað að koma í framkvæmd en kom ekki í framkvæmd. Svo kom til stjórnarskipta í maí á síðasta ári og þá trúðu margir því að veður myndu skjótt skipast í lofti og að nú tækju menn til hendi og færu að hrinda hratt og örugglega ýmsu í framkvæmd sem almenningur og atvinnulífið höfðu beðið eftir. Ég er einn af þeim sem trúðu á hraðar breytingar til hins betra. Í þeim anda birti ég grein í Fréttablaðinu þann 8. júní sl. undir fyrirsögninni ENDURREISNARSTJÓRNIN ER KOMIN Á SLYSSTAÐ. Þar hélt ég því fram að ferill síðustu ríkisstjórnar hefði verið slys og að nú væri björgunarliðið komið á slysstað og myndi láta hendur standa fram úr ermum.Hvernig hefur tíminn nýst? Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því nýja stjórnin tók við. Ef hún megnar að sitja til loka kjörtímabilsins – sem gæti gerst en er hreint ekki víst – þá er hún búin með fimmtung af tíma sínum. Og þá er óhætt að spyrja: Hvernig hefur þessi tími nýst, hverju hefur hún komið í verk – eru breytt og rösklegri vinnubrögð að birtast landsmönnum? Stutta svarið er: Tíminn hefur ekki nýst vel og ríkisstjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það er sorgleg staðreynd eftir allt sem á undan var gengið. Skoðum nokkur mikilvæg mál sem stjórnarflokkarnir lofuðu úrlausnum á í kosningabaráttunni sl. vor: - Hefur ríkisstjórnin lækkað skatta að ráði? NEI, ekki þannig að teljandi sé. T.d. var tryggingagjaldið lækkað um 0,1% sem er brot af því sem lofað var. - Hefur hún hrint í framkvæmd aukinni nýtingu orkuauðlindanna? Nei. - Hefur hún hoggið á hnútinn sem hefur hamlað gegn fjárfestingum og uppbyggingu álvers í Helguvík? NEI. - Hefur hún ýtt af stað myndarlegu átaki á sviði samgönguframkvæmda? NEI. - Hefur hún afnumið gjaldeyrishöft? NEI. - Hefur hún komið með lausnir á málefnum þrotabúa föllnu bankanna? NEI. - Hefur hún leiðrétt skuldir heimilanna, sem var stóra kosningaloforðið hjá öðrum flokkanna. NEI – en hún hefur sett í gang vinnu við útfærslu málsins, komið því í nefnd. - Hefur hún afnumið verðtrygginguna sem var annað af helstu loforðum sama flokks. NEI. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur í reynd slegið þá hugmynd út af borðinu. - Hefur hún beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum að yrði á fyrri hluta núverandi kjörtímabilsins? NEI – Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, þrátt fyrir ótvíræð kosningaloforð. - Hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisfjármálunum? Hún heldur því fram vegna lítilsháttar afgangs á fjárlögum. En reynslan sýnir að niðurstaðan verður yfirleitt mun lakari og ætla má að halli verði á fjárlögum þessa árs þegar raunveruleikinn lítur dagsins ljós. - Hefur ríkisstjórnin lækkað veiðileyfagjald og létt þannig álögum af útgerðinni? JÁ. Það gerði hún strax á sumarþingi 2013 enda þótti mikið liggja við að bæta hag útgerðarmanna á meðan hagsmunir annarra atvinnugreina og almennings máttu bíða! Niðurstaðan af þessu er því miður sú að núverandi ríkisstjórn er eftir 20% af kjörtímabilinu engu betri en sú fyrri: VERKLAUS RÍKISSTJÓRN þegar kemur að meginhagsmunamálum almennings og atvinnulífs, með þeirri undantekningu að litið hefur verið til með sjávarútveginum. Við sem gagnrýndum fyrri ríkisstjórn og kusum þá flokka sem mynda núverandi ríkisstjórn út á kosningaloforð sem nú hafa verið svikin, hljótum að spyrja: Til hvers var barist?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun