Verklaus ríkisstjórn – sagan endurtekur sig Helgi Magnússon skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var gjarnan talað um „Verklausa vinstristjórn“. Ekki veit ég hver byrjaði með þetta slagorð, hvort það var einhver úr stjórnarandstöðunni eða þá hvatvís fjölmiðlamaður af ÍNN, Morgunblaðinu eða DV. Það skiptir ekki meginmáli en þeir sem héldu þessu á lofti bentu á fjölmörg mál sem þáverandi ríkisstjórn hafði ætlað að koma í framkvæmd en kom ekki í framkvæmd. Svo kom til stjórnarskipta í maí á síðasta ári og þá trúðu margir því að veður myndu skjótt skipast í lofti og að nú tækju menn til hendi og færu að hrinda hratt og örugglega ýmsu í framkvæmd sem almenningur og atvinnulífið höfðu beðið eftir. Ég er einn af þeim sem trúðu á hraðar breytingar til hins betra. Í þeim anda birti ég grein í Fréttablaðinu þann 8. júní sl. undir fyrirsögninni ENDURREISNARSTJÓRNIN ER KOMIN Á SLYSSTAÐ. Þar hélt ég því fram að ferill síðustu ríkisstjórnar hefði verið slys og að nú væri björgunarliðið komið á slysstað og myndi láta hendur standa fram úr ermum.Hvernig hefur tíminn nýst? Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því nýja stjórnin tók við. Ef hún megnar að sitja til loka kjörtímabilsins – sem gæti gerst en er hreint ekki víst – þá er hún búin með fimmtung af tíma sínum. Og þá er óhætt að spyrja: Hvernig hefur þessi tími nýst, hverju hefur hún komið í verk – eru breytt og rösklegri vinnubrögð að birtast landsmönnum? Stutta svarið er: Tíminn hefur ekki nýst vel og ríkisstjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það er sorgleg staðreynd eftir allt sem á undan var gengið. Skoðum nokkur mikilvæg mál sem stjórnarflokkarnir lofuðu úrlausnum á í kosningabaráttunni sl. vor: - Hefur ríkisstjórnin lækkað skatta að ráði? NEI, ekki þannig að teljandi sé. T.d. var tryggingagjaldið lækkað um 0,1% sem er brot af því sem lofað var. - Hefur hún hrint í framkvæmd aukinni nýtingu orkuauðlindanna? Nei. - Hefur hún hoggið á hnútinn sem hefur hamlað gegn fjárfestingum og uppbyggingu álvers í Helguvík? NEI. - Hefur hún ýtt af stað myndarlegu átaki á sviði samgönguframkvæmda? NEI. - Hefur hún afnumið gjaldeyrishöft? NEI. - Hefur hún komið með lausnir á málefnum þrotabúa föllnu bankanna? NEI. - Hefur hún leiðrétt skuldir heimilanna, sem var stóra kosningaloforðið hjá öðrum flokkanna. NEI – en hún hefur sett í gang vinnu við útfærslu málsins, komið því í nefnd. - Hefur hún afnumið verðtrygginguna sem var annað af helstu loforðum sama flokks. NEI. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur í reynd slegið þá hugmynd út af borðinu. - Hefur hún beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum að yrði á fyrri hluta núverandi kjörtímabilsins? NEI – Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, þrátt fyrir ótvíræð kosningaloforð. - Hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisfjármálunum? Hún heldur því fram vegna lítilsháttar afgangs á fjárlögum. En reynslan sýnir að niðurstaðan verður yfirleitt mun lakari og ætla má að halli verði á fjárlögum þessa árs þegar raunveruleikinn lítur dagsins ljós. - Hefur ríkisstjórnin lækkað veiðileyfagjald og létt þannig álögum af útgerðinni? JÁ. Það gerði hún strax á sumarþingi 2013 enda þótti mikið liggja við að bæta hag útgerðarmanna á meðan hagsmunir annarra atvinnugreina og almennings máttu bíða! Niðurstaðan af þessu er því miður sú að núverandi ríkisstjórn er eftir 20% af kjörtímabilinu engu betri en sú fyrri: VERKLAUS RÍKISSTJÓRN þegar kemur að meginhagsmunamálum almennings og atvinnulífs, með þeirri undantekningu að litið hefur verið til með sjávarútveginum. Við sem gagnrýndum fyrri ríkisstjórn og kusum þá flokka sem mynda núverandi ríkisstjórn út á kosningaloforð sem nú hafa verið svikin, hljótum að spyrja: Til hvers var barist?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var gjarnan talað um „Verklausa vinstristjórn“. Ekki veit ég hver byrjaði með þetta slagorð, hvort það var einhver úr stjórnarandstöðunni eða þá hvatvís fjölmiðlamaður af ÍNN, Morgunblaðinu eða DV. Það skiptir ekki meginmáli en þeir sem héldu þessu á lofti bentu á fjölmörg mál sem þáverandi ríkisstjórn hafði ætlað að koma í framkvæmd en kom ekki í framkvæmd. Svo kom til stjórnarskipta í maí á síðasta ári og þá trúðu margir því að veður myndu skjótt skipast í lofti og að nú tækju menn til hendi og færu að hrinda hratt og örugglega ýmsu í framkvæmd sem almenningur og atvinnulífið höfðu beðið eftir. Ég er einn af þeim sem trúðu á hraðar breytingar til hins betra. Í þeim anda birti ég grein í Fréttablaðinu þann 8. júní sl. undir fyrirsögninni ENDURREISNARSTJÓRNIN ER KOMIN Á SLYSSTAÐ. Þar hélt ég því fram að ferill síðustu ríkisstjórnar hefði verið slys og að nú væri björgunarliðið komið á slysstað og myndi láta hendur standa fram úr ermum.Hvernig hefur tíminn nýst? Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því nýja stjórnin tók við. Ef hún megnar að sitja til loka kjörtímabilsins – sem gæti gerst en er hreint ekki víst – þá er hún búin með fimmtung af tíma sínum. Og þá er óhætt að spyrja: Hvernig hefur þessi tími nýst, hverju hefur hún komið í verk – eru breytt og rösklegri vinnubrögð að birtast landsmönnum? Stutta svarið er: Tíminn hefur ekki nýst vel og ríkisstjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það er sorgleg staðreynd eftir allt sem á undan var gengið. Skoðum nokkur mikilvæg mál sem stjórnarflokkarnir lofuðu úrlausnum á í kosningabaráttunni sl. vor: - Hefur ríkisstjórnin lækkað skatta að ráði? NEI, ekki þannig að teljandi sé. T.d. var tryggingagjaldið lækkað um 0,1% sem er brot af því sem lofað var. - Hefur hún hrint í framkvæmd aukinni nýtingu orkuauðlindanna? Nei. - Hefur hún hoggið á hnútinn sem hefur hamlað gegn fjárfestingum og uppbyggingu álvers í Helguvík? NEI. - Hefur hún ýtt af stað myndarlegu átaki á sviði samgönguframkvæmda? NEI. - Hefur hún afnumið gjaldeyrishöft? NEI. - Hefur hún komið með lausnir á málefnum þrotabúa föllnu bankanna? NEI. - Hefur hún leiðrétt skuldir heimilanna, sem var stóra kosningaloforðið hjá öðrum flokkanna. NEI – en hún hefur sett í gang vinnu við útfærslu málsins, komið því í nefnd. - Hefur hún afnumið verðtrygginguna sem var annað af helstu loforðum sama flokks. NEI. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur í reynd slegið þá hugmynd út af borðinu. - Hefur hún beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum að yrði á fyrri hluta núverandi kjörtímabilsins? NEI – Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, þrátt fyrir ótvíræð kosningaloforð. - Hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisfjármálunum? Hún heldur því fram vegna lítilsháttar afgangs á fjárlögum. En reynslan sýnir að niðurstaðan verður yfirleitt mun lakari og ætla má að halli verði á fjárlögum þessa árs þegar raunveruleikinn lítur dagsins ljós. - Hefur ríkisstjórnin lækkað veiðileyfagjald og létt þannig álögum af útgerðinni? JÁ. Það gerði hún strax á sumarþingi 2013 enda þótti mikið liggja við að bæta hag útgerðarmanna á meðan hagsmunir annarra atvinnugreina og almennings máttu bíða! Niðurstaðan af þessu er því miður sú að núverandi ríkisstjórn er eftir 20% af kjörtímabilinu engu betri en sú fyrri: VERKLAUS RÍKISSTJÓRN þegar kemur að meginhagsmunamálum almennings og atvinnulífs, með þeirri undantekningu að litið hefur verið til með sjávarútveginum. Við sem gagnrýndum fyrri ríkisstjórn og kusum þá flokka sem mynda núverandi ríkisstjórn út á kosningaloforð sem nú hafa verið svikin, hljótum að spyrja: Til hvers var barist?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar