Túrtsjínov tekur við til bráðabirgða Freyr Bjarnason skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Oleksandr Túrtsjínov, til hægri, er orðinn bráðabirgðaforseti Úkraínu. vísir/AFP Oleksandr Túrtsjínov hefur tekið við sem bráðabirgðaforseti Úkraínu eftir að forsetinn Viktor Janúkovítsj hrökklaðist úr embætti. Úkraínska löggjafarþinginu hefur verið falið að mynda þjóðstjórn í landinu og Túrtsjínov, forseta þingsins, falið forsetavald þar til gengið verður til kosninga í lok maí á þessu ári. Túrtsjínov sagði úkraínskum þingmönnum í gær að þeir hefðu tíma til þriðjudags til að mynda nýja ríkisstjórn. Júlía Tímosjenko, sem var látin laus úr fangelsi á laugardag, hefur útilokað að taka við embætti forsætisráðherra á nýjan leik. Ekki hefur fengist staðfest hvar Janúkovitsj er staddur eftir að hann yfirgaf höfuðborgina og hélt til annarra bækistöðva sinna í austurhluta Úkraínu. Hann telur að ákvarðanir þingsins undanfarna daga hafi verið ólöglegar. Aðstoðarmaður forsetans sagði við AP-fréttastofuna að hann ætli að halda áfram að sinna forsetaskyldum sínum. Úkraínu er skipt í tvo hluta sem deila hart. Annars vegar austurhluta Úkraínu þar sem íbúar eru að mestu fylgjandi rússneskum áhrifum og hins vegar vesturhluta þar sem íbúar hafa mikla andúð á Janúkovitsj og vilja samstarf við Evrópusambandið. Susan Rice, öryggisráðgjafi Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sagði í viðtali á NBC að Rússar myndu gera mikil mistök ef þeir beittu hervaldi í Úkraínu. Hún bætti við að á næstu vikum myndu Bandaríkin, í samstarfi við Evrópuríki og alþjóðlegar stofnanir, veita Úkraínu sameiginlega fjárhagsaðstoð. Fjármálaráðherra Rússlands hvatti Úkraínu í gær til að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Úkraína Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Oleksandr Túrtsjínov hefur tekið við sem bráðabirgðaforseti Úkraínu eftir að forsetinn Viktor Janúkovítsj hrökklaðist úr embætti. Úkraínska löggjafarþinginu hefur verið falið að mynda þjóðstjórn í landinu og Túrtsjínov, forseta þingsins, falið forsetavald þar til gengið verður til kosninga í lok maí á þessu ári. Túrtsjínov sagði úkraínskum þingmönnum í gær að þeir hefðu tíma til þriðjudags til að mynda nýja ríkisstjórn. Júlía Tímosjenko, sem var látin laus úr fangelsi á laugardag, hefur útilokað að taka við embætti forsætisráðherra á nýjan leik. Ekki hefur fengist staðfest hvar Janúkovitsj er staddur eftir að hann yfirgaf höfuðborgina og hélt til annarra bækistöðva sinna í austurhluta Úkraínu. Hann telur að ákvarðanir þingsins undanfarna daga hafi verið ólöglegar. Aðstoðarmaður forsetans sagði við AP-fréttastofuna að hann ætli að halda áfram að sinna forsetaskyldum sínum. Úkraínu er skipt í tvo hluta sem deila hart. Annars vegar austurhluta Úkraínu þar sem íbúar eru að mestu fylgjandi rússneskum áhrifum og hins vegar vesturhluta þar sem íbúar hafa mikla andúð á Janúkovitsj og vilja samstarf við Evrópusambandið. Susan Rice, öryggisráðgjafi Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sagði í viðtali á NBC að Rússar myndu gera mikil mistök ef þeir beittu hervaldi í Úkraínu. Hún bætti við að á næstu vikum myndu Bandaríkin, í samstarfi við Evrópuríki og alþjóðlegar stofnanir, veita Úkraínu sameiginlega fjárhagsaðstoð. Fjármálaráðherra Rússlands hvatti Úkraínu í gær til að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Úkraína Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira