Stjórnarflokkarnir með 41% stuðning Brjánn Jónasson skrifar 3. mars 2014 08:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa horft á bak talsverðu fylgi frá kosningum. Fréttablaðið/GVA Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur minnkað úr 30,5 prósentum í 26,8 prósent á síðasta mánuði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 13,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Samanlagt styðja því 40,7 prósent kjósenda stjórnarflokkana tvo. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þetta fengju þeir samtals 26 þingmenn, en eru með 38 þingmenn í dag. Til að halda þingmeirihluta þyrftu þeir að hafa 32 þingmenn af 63, sex fleiri en þeir fengju yrði gengið til kosninga nú.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stýra jafn stórum flokkum samkvæmt könnuninni.Fréttablaðið/DaníelBjört framtíð og Samfylkingin mælast nú með nær sama fylgi á landsvísu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Báðir flokkarnir mælast með stuðning um 18 prósenta kjósenda, en stuðningur við Bjarta framtíð mælist á uppleið á meðan fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað undanfarið. Alls myndu 18,4 prósent kjósenda merkja við A fyrir Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú samkvæmt könnuninni. Stuðningur við flokkinn hefur tekið kipp frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en hann mældist 13,5 prósent í lok janúar. Kjörfylgi Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum var 8,2 prósent og hefur fylgið því meira en tvöfaldast síðan. Kæmi þetta fylgi upp úr kjörkössunum tvöfaldaðist fjöldi þingmanna Bjartrar framtíðar og færi í 12, en flokkurinn er með sex þingmenn í dag. Samfylkingin er á sama róli þegar kemur að fylgi, en sækir ekki í sig veðrið nema síður sé. Flokkurinn mælist með um 18 prósenta stuðning í könnuninni, en 20,2 prósent í lok janúar. Fylgið er engu að síður vel yfir 12,9 prósenta kjörfylginu, og myndi skila flokknum 12 þingmönnum, en samfylkingarþingmennirnir eru níu í dag.Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn, með 26,8 prósenta fylgi, nær sama fylgi og kom upp úr kjörkössunum í síðustu kosningum. Fylgi flokksins hefur minnkað talsvert á síðasta mánuði, en 30,5 prósent sögðust styðja flokkinn í lok janúar. Flokkurinn myndi tapa tveimur þingsætum yrði þetta niðurstaða kosninga, og fá 17 þingmenn kjörna. Fylgi hins stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, er komið á kunnuglegar slóðir. Um 13,9 prósent styðja flokkinn nú, og hefur hann tapað meira en tíu prósentustigum frá kosningum, þegar 24,4 prósent greiddu honum atkvæði sitt. Fylgi Framsóknar er nú nærri því sem það var í frá árinu 2009 út árið 2012. Framsókn myndi tapa meira en helmingi þingmanna sinna ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni, fengi níu menn kjörna en er með 19 í dag. Litlar breytingar mælast á fylgi Vinstri grænna. Um 11,3 prósent myndu kjósa flokkinn í dag samkvæmt könnuninni, heldur fleiri en í síðasta mánuði, en fylgið er aðeins örlitlu hærra en kjörfylgið eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn. Flokkurinn er með sjö þingmenn og myndi halda þeim í kosningum í dag samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Pírata mælist nú í fyrsta skipti með tveggja stafa tölu. Alls segjast 10,2 prósent myndu kjósa Pírata yrði gengið til kosninga nú, en 9,2 prósent voru sömu skoðunar í síðasta mánuði. Píratar hafa samkvæmt þessu tvöfaldað 5,1 prósents kjörfylgi sitt og fengju sex þingmenn í stað þriggja nú yrði gengið til kosninga í dag.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 65,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur minnkað úr 30,5 prósentum í 26,8 prósent á síðasta mánuði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 13,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Samanlagt styðja því 40,7 prósent kjósenda stjórnarflokkana tvo. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þetta fengju þeir samtals 26 þingmenn, en eru með 38 þingmenn í dag. Til að halda þingmeirihluta þyrftu þeir að hafa 32 þingmenn af 63, sex fleiri en þeir fengju yrði gengið til kosninga nú.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stýra jafn stórum flokkum samkvæmt könnuninni.Fréttablaðið/DaníelBjört framtíð og Samfylkingin mælast nú með nær sama fylgi á landsvísu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Báðir flokkarnir mælast með stuðning um 18 prósenta kjósenda, en stuðningur við Bjarta framtíð mælist á uppleið á meðan fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað undanfarið. Alls myndu 18,4 prósent kjósenda merkja við A fyrir Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú samkvæmt könnuninni. Stuðningur við flokkinn hefur tekið kipp frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en hann mældist 13,5 prósent í lok janúar. Kjörfylgi Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum var 8,2 prósent og hefur fylgið því meira en tvöfaldast síðan. Kæmi þetta fylgi upp úr kjörkössunum tvöfaldaðist fjöldi þingmanna Bjartrar framtíðar og færi í 12, en flokkurinn er með sex þingmenn í dag. Samfylkingin er á sama róli þegar kemur að fylgi, en sækir ekki í sig veðrið nema síður sé. Flokkurinn mælist með um 18 prósenta stuðning í könnuninni, en 20,2 prósent í lok janúar. Fylgið er engu að síður vel yfir 12,9 prósenta kjörfylginu, og myndi skila flokknum 12 þingmönnum, en samfylkingarþingmennirnir eru níu í dag.Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn, með 26,8 prósenta fylgi, nær sama fylgi og kom upp úr kjörkössunum í síðustu kosningum. Fylgi flokksins hefur minnkað talsvert á síðasta mánuði, en 30,5 prósent sögðust styðja flokkinn í lok janúar. Flokkurinn myndi tapa tveimur þingsætum yrði þetta niðurstaða kosninga, og fá 17 þingmenn kjörna. Fylgi hins stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, er komið á kunnuglegar slóðir. Um 13,9 prósent styðja flokkinn nú, og hefur hann tapað meira en tíu prósentustigum frá kosningum, þegar 24,4 prósent greiddu honum atkvæði sitt. Fylgi Framsóknar er nú nærri því sem það var í frá árinu 2009 út árið 2012. Framsókn myndi tapa meira en helmingi þingmanna sinna ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni, fengi níu menn kjörna en er með 19 í dag. Litlar breytingar mælast á fylgi Vinstri grænna. Um 11,3 prósent myndu kjósa flokkinn í dag samkvæmt könnuninni, heldur fleiri en í síðasta mánuði, en fylgið er aðeins örlitlu hærra en kjörfylgið eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn. Flokkurinn er með sjö þingmenn og myndi halda þeim í kosningum í dag samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Pírata mælist nú í fyrsta skipti með tveggja stafa tölu. Alls segjast 10,2 prósent myndu kjósa Pírata yrði gengið til kosninga nú, en 9,2 prósent voru sömu skoðunar í síðasta mánuði. Píratar hafa samkvæmt þessu tvöfaldað 5,1 prósents kjörfylgi sitt og fengju sex þingmenn í stað þriggja nú yrði gengið til kosninga í dag.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 65,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira