Bændur vildu síma 1905, „þeir vildu gemsann“ Guðni Ágústsson skrifar 3. mars 2014 08:00 Aftur og aftur hendir það hálærða menn að fara með sömu lygatugguna um að bændur hafi riðið til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla símanum, já símanum. Hið sanna er að þeir vildu loftskeytasamand við Ísland í stað ritsímasambands um sæstreng. Gemsinn er nú nefndur til gamans sem skilgetið afkvæmi þess þráðlausa. En um ritsímann og sæstrenginn og hins vegar loftskeytasambandið stóðu pólitískar deilur og snerust þær um hvort ekki bæri fremur að fara í þráðlaust samband eða loftskeytasamband. Fyrir þessum pólitísku hreyfingum fóru tveir af glæsilegustu mönnum Íslandssögunnar, annars vegar Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Hann var sæstrengsmaður. Hins vegar Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður. Hann vildi loftskeytasamband og var sjálfur með umboð og einkaleyfi Marconifélagsins á Norðurlöndunum.Um hvað var deilt 1905? Nú hendir þetta slys Bolla Héðinsson, ágætan mann, að tengja símadeiluna 1905 inn í þá umræðu að núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að koma hreint fram við Brussel og draga aðlögunina að ESB til baka og fylgja þar með eftir hálfnuðu verki fyrri ríkisstjórnar sem hafði lagt viðræðurnar í frost af því að þær voru að stranda á stóru málunum um landbúnað og sjávarútveg, ekki síst landhelginni. Spyrjið bara þá Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson um staðreyndir málsins. Bolli verður að lesa betur heima, hann getur farið í bæði ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson eða Öldina okkar eða Söguþræði Símans og Sögu Símans í 100 ár. En þar segir frá Reykjavíkurreið bænda 1905 og virðist hún vera liður í mjög pólitískum átökum á Íslandi þá. Tillögur bændafundarins snerust um tvö stór pólitísk mál. Í fyrsta lagi ályktaði fundurinn um þann „stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar íslensku þjóðar stafar af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf Íslandsráðherra“. Í öðru lagi skorar „Bændafundurinn á Alþingi mjög alvarlega að hafna algerlega ritsímasamningi þeim, er ráðherra Íslands gerði sl. haust við stóra norræna símafélagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að sinna tilboðum loftskeytafélaga um loftskeytasamband milli Íslands og útlanda og innan lands eða fresta málinu að öðrum kosti“.Hverjir voru í liði bænda? Þessir bændur voru ekki að mótmæla síma, þeir voru að mæla með nýjustu tækni og töluðu fyrir loftskeytasambandi við útlönd. Í hópi þessara bænda voru fyrirliðarnir ekki neinir afturhaldsmenn, þar fór sjálfur Einar Benediktsson, skáld og sýslumaður Rangæinga fyrir liði. Nú spyr ég þig Bolli og alla þá sem þekkja sögu Einars Benediktssonar en hann stóð að þessari hópreið: Hver trúir þeirri vitleysu að hann, framsæknasti Íslendingurinn í upphafi síðustu aldar, heimsborgari og mestur framfaramaður landsins, hafi barist gegn símanum, ég spyr? Einar var langt á undan samtímanum, búinn að hanna rafvæðingu landsins fyrir fyrri heimsstyrjöld, sá alls staðar tækifæri, vildi selja norðurljósin sem gert er nú eitt hundrað árum síðar. Hver trúir að hann hafi barist gegn símasambandi eða samskiptum við umheiminn? En Einar var á heimavelli hvar sem hann kom á mannfagnaði erlendis, viðskiftajöfur Íslands. Það voru heldur engir aukvisar í hans liði. Þar má nefna þá Björn Jónsson, síðar ráðherra, Valtý Guðmundsson, alþingismann og ritstjóra, og Eyjólf Guðmundsson, landshöfðingja í Hvammi, Gest Einarsson á Hæli, Þorstein Thorarensen á Móeiðarhvoli og séra Jens Pálsson í Görðum.Frumburður landsins Að lokum þakkaði Guðmundur Finnbogason, mestur menntamaður þá, bændum skörungsskapinn að sýna, að þeir vildu ekki selja frumburðarrétt sinn eins og Esaú forðum. Bændurnir 1905 voru í sömu hugleiðingum og fólkið sem nú stendur á Austurvelli. Þeir komu til að mótmæla stjórnvöldum. Deilan nú snýst kannski enn frekar um frumburðarrétt okkar og landsins. Og hverjir ráði lífi og lögum, auðlindum og ákvörðunum Íslendinga í framtíðinni. En í þeim efnum voru þeir samherjar, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. Þeir vildu frelsi landsins, fjárfestingu og framfarir. Eins og ég trúi reyndar að allir Íslendingar vilji hvar sem þeir standa í Evrópusambandsmálinu. Bændurnir 1905 voru á undan í hugsuninni en ekki afturhaldsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Aftur og aftur hendir það hálærða menn að fara með sömu lygatugguna um að bændur hafi riðið til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla símanum, já símanum. Hið sanna er að þeir vildu loftskeytasamand við Ísland í stað ritsímasambands um sæstreng. Gemsinn er nú nefndur til gamans sem skilgetið afkvæmi þess þráðlausa. En um ritsímann og sæstrenginn og hins vegar loftskeytasambandið stóðu pólitískar deilur og snerust þær um hvort ekki bæri fremur að fara í þráðlaust samband eða loftskeytasamband. Fyrir þessum pólitísku hreyfingum fóru tveir af glæsilegustu mönnum Íslandssögunnar, annars vegar Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Hann var sæstrengsmaður. Hins vegar Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður. Hann vildi loftskeytasamband og var sjálfur með umboð og einkaleyfi Marconifélagsins á Norðurlöndunum.Um hvað var deilt 1905? Nú hendir þetta slys Bolla Héðinsson, ágætan mann, að tengja símadeiluna 1905 inn í þá umræðu að núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að koma hreint fram við Brussel og draga aðlögunina að ESB til baka og fylgja þar með eftir hálfnuðu verki fyrri ríkisstjórnar sem hafði lagt viðræðurnar í frost af því að þær voru að stranda á stóru málunum um landbúnað og sjávarútveg, ekki síst landhelginni. Spyrjið bara þá Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson um staðreyndir málsins. Bolli verður að lesa betur heima, hann getur farið í bæði ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson eða Öldina okkar eða Söguþræði Símans og Sögu Símans í 100 ár. En þar segir frá Reykjavíkurreið bænda 1905 og virðist hún vera liður í mjög pólitískum átökum á Íslandi þá. Tillögur bændafundarins snerust um tvö stór pólitísk mál. Í fyrsta lagi ályktaði fundurinn um þann „stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar íslensku þjóðar stafar af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf Íslandsráðherra“. Í öðru lagi skorar „Bændafundurinn á Alþingi mjög alvarlega að hafna algerlega ritsímasamningi þeim, er ráðherra Íslands gerði sl. haust við stóra norræna símafélagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að sinna tilboðum loftskeytafélaga um loftskeytasamband milli Íslands og útlanda og innan lands eða fresta málinu að öðrum kosti“.Hverjir voru í liði bænda? Þessir bændur voru ekki að mótmæla síma, þeir voru að mæla með nýjustu tækni og töluðu fyrir loftskeytasambandi við útlönd. Í hópi þessara bænda voru fyrirliðarnir ekki neinir afturhaldsmenn, þar fór sjálfur Einar Benediktsson, skáld og sýslumaður Rangæinga fyrir liði. Nú spyr ég þig Bolli og alla þá sem þekkja sögu Einars Benediktssonar en hann stóð að þessari hópreið: Hver trúir þeirri vitleysu að hann, framsæknasti Íslendingurinn í upphafi síðustu aldar, heimsborgari og mestur framfaramaður landsins, hafi barist gegn símanum, ég spyr? Einar var langt á undan samtímanum, búinn að hanna rafvæðingu landsins fyrir fyrri heimsstyrjöld, sá alls staðar tækifæri, vildi selja norðurljósin sem gert er nú eitt hundrað árum síðar. Hver trúir að hann hafi barist gegn símasambandi eða samskiptum við umheiminn? En Einar var á heimavelli hvar sem hann kom á mannfagnaði erlendis, viðskiftajöfur Íslands. Það voru heldur engir aukvisar í hans liði. Þar má nefna þá Björn Jónsson, síðar ráðherra, Valtý Guðmundsson, alþingismann og ritstjóra, og Eyjólf Guðmundsson, landshöfðingja í Hvammi, Gest Einarsson á Hæli, Þorstein Thorarensen á Móeiðarhvoli og séra Jens Pálsson í Görðum.Frumburður landsins Að lokum þakkaði Guðmundur Finnbogason, mestur menntamaður þá, bændum skörungsskapinn að sýna, að þeir vildu ekki selja frumburðarrétt sinn eins og Esaú forðum. Bændurnir 1905 voru í sömu hugleiðingum og fólkið sem nú stendur á Austurvelli. Þeir komu til að mótmæla stjórnvöldum. Deilan nú snýst kannski enn frekar um frumburðarrétt okkar og landsins. Og hverjir ráði lífi og lögum, auðlindum og ákvörðunum Íslendinga í framtíðinni. En í þeim efnum voru þeir samherjar, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. Þeir vildu frelsi landsins, fjárfestingu og framfarir. Eins og ég trúi reyndar að allir Íslendingar vilji hvar sem þeir standa í Evrópusambandsmálinu. Bændurnir 1905 voru á undan í hugsuninni en ekki afturhaldsmenn.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun