Verður Seðlabankinn aftur pólitíkinni að bráð ? Þröstur Ólafsson skrifar 12. mars 2014 07:00 Einhvers staðar las ég að meginhlutverk seðlabanka væri það að vernda gjaldmiðilinn fyrir gráðugum stjórnmálamönnum. Við höfum af því bitra reynslu að þetta hefur íslenska seðlabankanum ekki tekist. Allt fram á þessa öld var það ein af skyldum hans að styðja við efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Mikið pólitískari getur ein stofnun varla verið. Til að tryggja þetta voru settir þrír bankastjórar yfir bankann. Oft var bróðurlega skipt. Einn frá Framsókn, annar úr Sjálfstæðisflokki og sá þriðji úr öðrum flokkum. Þetta átti að tryggja aðkomu allra flokka að stjórn bankans. Niðurstaðan hvað varðaði gjaldmiðilinn var ætíð sú sama. Verðgildi krónunnar rýrnaði stöðugt. Engu breytti þótt markmiði bankans hafi verið breytt í því skyni að styrkja krónuna. Að lokum hrundi bankinn í höndum þriggja bankastjóra, en það teymi var undir strangri stjórn annars öflugasta stjórnmálamanns landsins. Bankanum var bjargað frá gjaldþroti með hundraða milljarða aðstoð ríkissjóðs. Þetta „gjaldþrot“ er endurreisn fjármálalífsins enn mikill fjötur um fót. Þótt þríeykið hafa vissulega einnig verið skipað fagmönnum, var pólitískum tökum stjórnmálamanna aldrei sleppt. Þegar hrunið kom var bankinn svo rúinn öllu trausti, að hann sótti í örvæntingu sinni um lán frá Moskvu! Erlend matsfyrirtæki settu landið í eins konar ruslflokk. Ekki var traustið meira innanlands. Spilin stokkuð upp Í eftirleikum hrunsins voru spilin stokkuð upp. Bankinn tekinn úr daglegri umsjón stjórnmálamanna og hann efldur til sjálfstæðis. Fagráð sett til að ákveða peningastefnuna og bankastjórum fækkað í einn með annan til vara. Settar voru strangar hæfiskröfur til umsækjenda, m.a. um alþjóðlega reynslu á sviði peningamála. Á síðustu misserum hefur tekist að róa krónuna og smá styrkja. Til þess hefur þurft að einangra landið á sviði gjaldeyris- og peningamála. Sett voru bæði belti og axlabönd á krónuna. Engum sem vill horfa glýjulaust á framtíðina dylst, að meðan við notum krónuna sem gjaldmiðil, munum við til frambúðar þurfa að styðjast við all umfangsmikil höft, hvað varðar gjaldeyrismál og fjármagnsflutninga. Það verður nægt viðfangsefni að glíma við afleiðingar haftanna, þegar kemur að ákvæðum í EES-samningnum eða gagnvart starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, svo ekki sé talað um erlenda fjárfesta. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarumsóknarinnar verða þessi mál enn snúnari og erfiðari úrlausnar, því hún lokar á valkosti í gjaldmiðilsmálum, sem okkur eru lífsnauðsynlegir. Færa til fyrra horfs? Í þessu samhengi er vart hægt að hugsa sér óheppilegri tímasetningu til að fikta við seðlabankalögin. Næg verður athygli umheimsins á landinu eftir daginn stóra, svo ekki verði farið að færa stjórnskipan bankans til fyrra horfs, svo auðveldara verði að handstýra honum. Það fer ekki saman að fjölga bankastjórum og segjast ætla að styrkja sjálfstæði bankans. Það eitt að skipta bankastjóranum út fyrir einhvern annan í því andrúmslofti vantrausts og tortryggni sem ríkir, gæti kostað þjóðina tugi milljarða í verri lánskjörum. Klaufaleg viðbrögð formanna stjórnarflokkanna við spurningum fréttamanna um væntanlega lagabreytingu, bættu ekki úr skák. Engin stofnun lýðveldisins er jafn viðkvæm gagnvart hnattrænum fjármálaheimi og seðlabankinn. Því minna sem við honum er rjátlað þeim mun betra. Annað væri feigðarflan. Þau frændsystkinin heift og hatur eru ekki góðir ráðgjafar. Ég sé að lausmálgir orðhákar eru strax byrjaðir að brýna. Látið þar við sitja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Einhvers staðar las ég að meginhlutverk seðlabanka væri það að vernda gjaldmiðilinn fyrir gráðugum stjórnmálamönnum. Við höfum af því bitra reynslu að þetta hefur íslenska seðlabankanum ekki tekist. Allt fram á þessa öld var það ein af skyldum hans að styðja við efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma. Mikið pólitískari getur ein stofnun varla verið. Til að tryggja þetta voru settir þrír bankastjórar yfir bankann. Oft var bróðurlega skipt. Einn frá Framsókn, annar úr Sjálfstæðisflokki og sá þriðji úr öðrum flokkum. Þetta átti að tryggja aðkomu allra flokka að stjórn bankans. Niðurstaðan hvað varðaði gjaldmiðilinn var ætíð sú sama. Verðgildi krónunnar rýrnaði stöðugt. Engu breytti þótt markmiði bankans hafi verið breytt í því skyni að styrkja krónuna. Að lokum hrundi bankinn í höndum þriggja bankastjóra, en það teymi var undir strangri stjórn annars öflugasta stjórnmálamanns landsins. Bankanum var bjargað frá gjaldþroti með hundraða milljarða aðstoð ríkissjóðs. Þetta „gjaldþrot“ er endurreisn fjármálalífsins enn mikill fjötur um fót. Þótt þríeykið hafa vissulega einnig verið skipað fagmönnum, var pólitískum tökum stjórnmálamanna aldrei sleppt. Þegar hrunið kom var bankinn svo rúinn öllu trausti, að hann sótti í örvæntingu sinni um lán frá Moskvu! Erlend matsfyrirtæki settu landið í eins konar ruslflokk. Ekki var traustið meira innanlands. Spilin stokkuð upp Í eftirleikum hrunsins voru spilin stokkuð upp. Bankinn tekinn úr daglegri umsjón stjórnmálamanna og hann efldur til sjálfstæðis. Fagráð sett til að ákveða peningastefnuna og bankastjórum fækkað í einn með annan til vara. Settar voru strangar hæfiskröfur til umsækjenda, m.a. um alþjóðlega reynslu á sviði peningamála. Á síðustu misserum hefur tekist að róa krónuna og smá styrkja. Til þess hefur þurft að einangra landið á sviði gjaldeyris- og peningamála. Sett voru bæði belti og axlabönd á krónuna. Engum sem vill horfa glýjulaust á framtíðina dylst, að meðan við notum krónuna sem gjaldmiðil, munum við til frambúðar þurfa að styðjast við all umfangsmikil höft, hvað varðar gjaldeyrismál og fjármagnsflutninga. Það verður nægt viðfangsefni að glíma við afleiðingar haftanna, þegar kemur að ákvæðum í EES-samningnum eða gagnvart starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, svo ekki sé talað um erlenda fjárfesta. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarumsóknarinnar verða þessi mál enn snúnari og erfiðari úrlausnar, því hún lokar á valkosti í gjaldmiðilsmálum, sem okkur eru lífsnauðsynlegir. Færa til fyrra horfs? Í þessu samhengi er vart hægt að hugsa sér óheppilegri tímasetningu til að fikta við seðlabankalögin. Næg verður athygli umheimsins á landinu eftir daginn stóra, svo ekki verði farið að færa stjórnskipan bankans til fyrra horfs, svo auðveldara verði að handstýra honum. Það fer ekki saman að fjölga bankastjórum og segjast ætla að styrkja sjálfstæði bankans. Það eitt að skipta bankastjóranum út fyrir einhvern annan í því andrúmslofti vantrausts og tortryggni sem ríkir, gæti kostað þjóðina tugi milljarða í verri lánskjörum. Klaufaleg viðbrögð formanna stjórnarflokkanna við spurningum fréttamanna um væntanlega lagabreytingu, bættu ekki úr skák. Engin stofnun lýðveldisins er jafn viðkvæm gagnvart hnattrænum fjármálaheimi og seðlabankinn. Því minna sem við honum er rjátlað þeim mun betra. Annað væri feigðarflan. Þau frændsystkinin heift og hatur eru ekki góðir ráðgjafar. Ég sé að lausmálgir orðhákar eru strax byrjaðir að brýna. Látið þar við sitja.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun