Of margir dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 06:30 Þorleifur Ólafsson. vísir/valli Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta. „Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins. „Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem Þorleifur er mjög líklega með slitið krossband í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. „Það var meðvituð ákvörðun að missa mig og ég vissi alveg hvaða afleiðingar það hefði í för með sér,“ segir Þorleifur.Þurfa að taka meiri ábyrgð Hann segir ekkert eðlilegra fyrir dómara en að gera mannleg mistök eins og gengur og gerist. En Þorleifur telur að viðhorf þeirra sé slæmt og það sýni sig í samskiptum þeirra við þjálfara og leikmenn. „Það sem helst mætti bæta er að þeir taki meiri ábyrgð á sínum gjörðum. Svo virðist vera að þeim sé alveg sama og það fer helst í taugarnar á mér. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að til þess að verða betri í því sem þeir gera þurfa þeir að leggja aukalega á sig – líkt og leikmenn og þjálfarar gera,“ segir Þorleifur og bendir á að framþróun íþróttarinnar hefur verið mikil síðustu ár. „Sérstaklega höfum við eignast marga unga og góða leikmenn sem hafa blómstrað. Það sést best á því að gæðin í íslenskum körfubolta hafa ekkert minnkað við það að Bandaríkjamönnum var fækkað fyrir tímabilið. En hvað dómarana varðar finnst mér þeir hafa staðið í stað og ekki fylgt þróuninni.“Dómararnir eru með skæting Þorleifur nefnir að bestu dómarar landsins að hans mati – Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson – séu reiðubúnir að ræða málin við leikmenn og að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Mannleg samskipti hjá mörgum dómurum eru ekki til staðar. Þeir eru aldrei tilbúnir að ræða málin og eru með skæting þess í stað. Þeir hóta manni með tæknivillu um leið og maður ætlar að ræða málin. Þeir virðast vera yfir aðra hafnir þegar kemur að því að gera íþróttina okkar betri. Við eigum marga dómara sem hafa dæmt meira en þúsund leiki á ferlinum en frammistaðan endurspeglar það ekki nema hjá þessum þremur.“ Hann ítrekar þó að dómgæslan í umræddum leik hafi ekki kostað Grindvíkinga sigurinn en þriðji leikur liðsins í rimmu þess gegn Þór fer fram í kvöld. „Í þessu tilviki var ég virkilega ósáttur og allt of mörg mistök hjá dómaratríóinu sem mátti skrifa á einbeitingarleysi. Þeir voru ekki tilbúnir og það er ekki boðlegt í úrslitakeppni.“ Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta. „Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins. „Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem Þorleifur er mjög líklega með slitið krossband í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. „Það var meðvituð ákvörðun að missa mig og ég vissi alveg hvaða afleiðingar það hefði í för með sér,“ segir Þorleifur.Þurfa að taka meiri ábyrgð Hann segir ekkert eðlilegra fyrir dómara en að gera mannleg mistök eins og gengur og gerist. En Þorleifur telur að viðhorf þeirra sé slæmt og það sýni sig í samskiptum þeirra við þjálfara og leikmenn. „Það sem helst mætti bæta er að þeir taki meiri ábyrgð á sínum gjörðum. Svo virðist vera að þeim sé alveg sama og það fer helst í taugarnar á mér. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að til þess að verða betri í því sem þeir gera þurfa þeir að leggja aukalega á sig – líkt og leikmenn og þjálfarar gera,“ segir Þorleifur og bendir á að framþróun íþróttarinnar hefur verið mikil síðustu ár. „Sérstaklega höfum við eignast marga unga og góða leikmenn sem hafa blómstrað. Það sést best á því að gæðin í íslenskum körfubolta hafa ekkert minnkað við það að Bandaríkjamönnum var fækkað fyrir tímabilið. En hvað dómarana varðar finnst mér þeir hafa staðið í stað og ekki fylgt þróuninni.“Dómararnir eru með skæting Þorleifur nefnir að bestu dómarar landsins að hans mati – Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson – séu reiðubúnir að ræða málin við leikmenn og að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Mannleg samskipti hjá mörgum dómurum eru ekki til staðar. Þeir eru aldrei tilbúnir að ræða málin og eru með skæting þess í stað. Þeir hóta manni með tæknivillu um leið og maður ætlar að ræða málin. Þeir virðast vera yfir aðra hafnir þegar kemur að því að gera íþróttina okkar betri. Við eigum marga dómara sem hafa dæmt meira en þúsund leiki á ferlinum en frammistaðan endurspeglar það ekki nema hjá þessum þremur.“ Hann ítrekar þó að dómgæslan í umræddum leik hafi ekki kostað Grindvíkinga sigurinn en þriðji leikur liðsins í rimmu þess gegn Þór fer fram í kvöld. „Í þessu tilviki var ég virkilega ósáttur og allt of mörg mistök hjá dómaratríóinu sem mátti skrifa á einbeitingarleysi. Þeir voru ekki tilbúnir og það er ekki boðlegt í úrslitakeppni.“
Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Sjá meira