Megum ekki hálshöggva dómara fyrir hver mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 06:00 Sigmundur Már Herbertsson er fremsti dómari landsins. Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, telur að álag á körfuboltadómara hér á landi sé ekki of mikið. Þessa dagana er úrslitakeppnin í fullum gangi í efstu deild karla og kvenna sem og neðri deildum og dómarar hafa verið nokkuð gagnrýndir fyrir sín störf, bæði af leikmönnum og þjálfurum. „Þetta er ekki meira álag en verið hefur,“ segir Rúnar Birgir í samtali við Fréttablaðið og telur ekki að pirringur gagnvart dómurum sé að aukast. „Nú er úrslitakeppnin í fullum gangi og mikið undir í leikjunum. Svona hefur þetta verið í gegnum tíðina og þetta er ekki meira en áður,“ segir hann. „En dómaranefndin er sífellt að vinna í því að bæta dómgæsluna og ræðir við dómara gerist þess þörf. Ef hún telur að það sé þörf að taka á ákveðnum málum er það gert.“ Rúnar Birgir bætir því við að það sé markvisst unnið í því að bæta frammistöðu dómaranna en segir að bæta þurfi eftirlitskerfi fyrir þá. „Um það eru allir sammála. Það kostar hins vegar pening að setja slíkt kerfi í gang og því hefur ekki fundist ásættanleg lausn á hvernig skuli standa að því. En það er vilji allra í hreyfingunni að koma á góðu eftirlitskerfi fyrir dómarana.“ Hann segir þó margt annað gert til að halda dómurunum við efnið. „Það eru bæði þrekpróf og skrifleg próf sem dómarar þurfa að þreyta og þá geta dómarar sótt sér fræðsluefni á netinu og tekið þar alls kyns próf sem reyna á kunnáttu þeirra. Um tilraunaverkefni er að ræða en við stefnum að því að í framtíðinni muni virkni dómara í þessu umhverfi og frammistaða þeirra í prófunum ráða niðurröðun á leiki,“ segir Rúnar Birgir. „Við vitum að menn eru ósáttir af ýmsum ástæðum en ef við ætlum að hálshöggva dómara fyrir hver mistök verðum við fyrir vikið dómaralausir,“ bætir Rúnar við. Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, telur að álag á körfuboltadómara hér á landi sé ekki of mikið. Þessa dagana er úrslitakeppnin í fullum gangi í efstu deild karla og kvenna sem og neðri deildum og dómarar hafa verið nokkuð gagnrýndir fyrir sín störf, bæði af leikmönnum og þjálfurum. „Þetta er ekki meira álag en verið hefur,“ segir Rúnar Birgir í samtali við Fréttablaðið og telur ekki að pirringur gagnvart dómurum sé að aukast. „Nú er úrslitakeppnin í fullum gangi og mikið undir í leikjunum. Svona hefur þetta verið í gegnum tíðina og þetta er ekki meira en áður,“ segir hann. „En dómaranefndin er sífellt að vinna í því að bæta dómgæsluna og ræðir við dómara gerist þess þörf. Ef hún telur að það sé þörf að taka á ákveðnum málum er það gert.“ Rúnar Birgir bætir því við að það sé markvisst unnið í því að bæta frammistöðu dómaranna en segir að bæta þurfi eftirlitskerfi fyrir þá. „Um það eru allir sammála. Það kostar hins vegar pening að setja slíkt kerfi í gang og því hefur ekki fundist ásættanleg lausn á hvernig skuli standa að því. En það er vilji allra í hreyfingunni að koma á góðu eftirlitskerfi fyrir dómarana.“ Hann segir þó margt annað gert til að halda dómurunum við efnið. „Það eru bæði þrekpróf og skrifleg próf sem dómarar þurfa að þreyta og þá geta dómarar sótt sér fræðsluefni á netinu og tekið þar alls kyns próf sem reyna á kunnáttu þeirra. Um tilraunaverkefni er að ræða en við stefnum að því að í framtíðinni muni virkni dómara í þessu umhverfi og frammistaða þeirra í prófunum ráða niðurröðun á leiki,“ segir Rúnar Birgir. „Við vitum að menn eru ósáttir af ýmsum ástæðum en ef við ætlum að hálshöggva dómara fyrir hver mistök verðum við fyrir vikið dómaralausir,“ bætir Rúnar við.
Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira