Dyflinnar–réttlætingin Ragnhildur Helga Hannesdóttir og Toshiki Toma skrifar 3. apríl 2014 07:00 Undirrituð eru skipuleggjendur málstofunnar „Hælisleitendur segja frá“ sem haldin var þann 20. mars síðastliðinn í Háskóla Íslands. Málstofan fór vel fram og áheyrendur, sem voru yfir 120 talsins, fylltu fyrirlestrarsalinn. Málstofan var hin fyrsta í málþingaröð hælisleitenda en markmið hennar er að gera hælisleitendum kleift að tjá sig milliliðalaust svo almenningur geti kynnst einstaklingunum sem er að finna á bak við hina ferköntuðu ímynd hælisleitenda. Á málstofunni greindi hælisleitandi frá Afríkuríki frá aðstöðu sinni: „Ég sótti fyrst um hæli í Svíþjóð og því er ég „Dyflinnar-hælisleitandi“. Við komu til Íslands fékk ég sjálfkrafa tilkynningu um brottvísun á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar og áfrýjaði í kjölfarið til innanríkisráðuneytisins. Í dag, 18 mánuðum síðar, hefur mér ekki enn verið boðið viðtal hjá Útlendingastofnun. Sem sé, eftir tveggja ára dvöl á Íslandi, að enginn hefur skoðað mál mitt: hvers vegna ég er á flótta eða af hvaða ástæðum ég leitast eftir að mér verði veitt hæli. Það er eingöngu litið á mál mitt út frá Dyflinnar-reglugerðinni.“ Dyflinnar-reglugerðin kveður eins og kunnugt er á um að ákvörðunarvaldi ríkis sé heimilt að vísa hælisleitanda til baka til þess ríkis sem hin fyrsta hælisumsókn hælisleitandans liggur hjá, án þess að taka mál hans upp. Nokkrum dögum eftir málstofuna hlustuðum við á annan hælisleitanda sem var einnig frá ríki í Afríku. Sá hafði í fyrstu flúið til Ítalíu en neyddist þar til að sofa á götum úti og átti ekki annan mat en þann sem honum var gefinn. Hann flúði því frá Ítalíu og hélt til Sviss þar sem hann sótti um hæli en var synjað. Hann reyndi hið sama í Hollandi en hlaut sömu niðurstöðu. Að honum nauðugum höfðu fingraför hans verið skjalfest á Ítalíu þrátt fyrir að hann hefði ekki sótt um hæli þar. Manninum var því synjað um hæli á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar.Verndar ekki hagsmuni Hann hafði eytt þremur árum í þessum löndum áður en hann kom til Íslands en ekkert ríkjanna þriggja hafði skoðað mál hans. Það hafði enginn spurt manninn um ástæðurnar sem lágu að baki flótta hans eða hlustað á sögu hans af því að allir voru uppteknir af Dyflinnar-reglugerðinni. Þegar Dyflinnar-reglugerðinni var komið á var henni ætlað að stuðla að því að hið fyrsta ríki sem hælisleitandi sótti um hæli hjá bæri ábyrgð á að taka mál hans upp, svo hælisleitendur yrðu ekki að flakka á milli ríkja í leit að málsmeðferð. Dyflinnar-reglugerðin var því upphaflega sett til þess að vernda hagsmuni hælisleitenda. En virkar hún þannig í dag? Nei. Það sem hins vegar ætti að vera aðalmálið er hvort verið sé að skoða mál einstaklinganna á fullnægjandi hátt en eins og staðan er í dag virðist einungis það, að finna ríki sem er reiðubúið til að taka mál hælisleitenda upp, vera hið erfiðasta mál fyrir þá. Er þessi staða ásættanleg, ef við lítum til mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða okkar? Hælisumsókn snýst um að fyrir hendi sé manneskja sem óttast um líf sitt og lífskjör. Hælisumsókn snýst ekki um hvernig flóttaferli einstaklingsins hefur verið. Við óskum þess, enn og aftur, að þeir sem starfa að hælismálum horfist í augu við þennan einfalda sannleika. *Málstofur „Hælisleitendur segja frá“ eru í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands og Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Undirrituð eru skipuleggjendur málstofunnar „Hælisleitendur segja frá“ sem haldin var þann 20. mars síðastliðinn í Háskóla Íslands. Málstofan fór vel fram og áheyrendur, sem voru yfir 120 talsins, fylltu fyrirlestrarsalinn. Málstofan var hin fyrsta í málþingaröð hælisleitenda en markmið hennar er að gera hælisleitendum kleift að tjá sig milliliðalaust svo almenningur geti kynnst einstaklingunum sem er að finna á bak við hina ferköntuðu ímynd hælisleitenda. Á málstofunni greindi hælisleitandi frá Afríkuríki frá aðstöðu sinni: „Ég sótti fyrst um hæli í Svíþjóð og því er ég „Dyflinnar-hælisleitandi“. Við komu til Íslands fékk ég sjálfkrafa tilkynningu um brottvísun á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar og áfrýjaði í kjölfarið til innanríkisráðuneytisins. Í dag, 18 mánuðum síðar, hefur mér ekki enn verið boðið viðtal hjá Útlendingastofnun. Sem sé, eftir tveggja ára dvöl á Íslandi, að enginn hefur skoðað mál mitt: hvers vegna ég er á flótta eða af hvaða ástæðum ég leitast eftir að mér verði veitt hæli. Það er eingöngu litið á mál mitt út frá Dyflinnar-reglugerðinni.“ Dyflinnar-reglugerðin kveður eins og kunnugt er á um að ákvörðunarvaldi ríkis sé heimilt að vísa hælisleitanda til baka til þess ríkis sem hin fyrsta hælisumsókn hælisleitandans liggur hjá, án þess að taka mál hans upp. Nokkrum dögum eftir málstofuna hlustuðum við á annan hælisleitanda sem var einnig frá ríki í Afríku. Sá hafði í fyrstu flúið til Ítalíu en neyddist þar til að sofa á götum úti og átti ekki annan mat en þann sem honum var gefinn. Hann flúði því frá Ítalíu og hélt til Sviss þar sem hann sótti um hæli en var synjað. Hann reyndi hið sama í Hollandi en hlaut sömu niðurstöðu. Að honum nauðugum höfðu fingraför hans verið skjalfest á Ítalíu þrátt fyrir að hann hefði ekki sótt um hæli þar. Manninum var því synjað um hæli á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar.Verndar ekki hagsmuni Hann hafði eytt þremur árum í þessum löndum áður en hann kom til Íslands en ekkert ríkjanna þriggja hafði skoðað mál hans. Það hafði enginn spurt manninn um ástæðurnar sem lágu að baki flótta hans eða hlustað á sögu hans af því að allir voru uppteknir af Dyflinnar-reglugerðinni. Þegar Dyflinnar-reglugerðinni var komið á var henni ætlað að stuðla að því að hið fyrsta ríki sem hælisleitandi sótti um hæli hjá bæri ábyrgð á að taka mál hans upp, svo hælisleitendur yrðu ekki að flakka á milli ríkja í leit að málsmeðferð. Dyflinnar-reglugerðin var því upphaflega sett til þess að vernda hagsmuni hælisleitenda. En virkar hún þannig í dag? Nei. Það sem hins vegar ætti að vera aðalmálið er hvort verið sé að skoða mál einstaklinganna á fullnægjandi hátt en eins og staðan er í dag virðist einungis það, að finna ríki sem er reiðubúið til að taka mál hælisleitenda upp, vera hið erfiðasta mál fyrir þá. Er þessi staða ásættanleg, ef við lítum til mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða okkar? Hælisumsókn snýst um að fyrir hendi sé manneskja sem óttast um líf sitt og lífskjör. Hælisumsókn snýst ekki um hvernig flóttaferli einstaklingsins hefur verið. Við óskum þess, enn og aftur, að þeir sem starfa að hælismálum horfist í augu við þennan einfalda sannleika. *Málstofur „Hælisleitendur segja frá“ eru í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands og Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun