Landshagir vænkast á ný Elín Hirst skrifar 14. apríl 2014 08:57 Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þessar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðréttingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hagvöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hagvöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er farinn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þessar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðréttingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hagvöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hagvöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er farinn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun