Tækifæri í umhverfismálum Elín Hirst skrifar 5. maí 2014 09:16 Eins og allt hugsandi fólk hef ég áhyggjur af því hvernig við göngum um plánetuna Jörð og hvernig við munum skila henni til afkomenda okkar. Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sýnir að tími er kominn til að snúa við blaðinu og vona að það sé ekki of seint. Margt smátt gerir eitt stórt. Eitt af því sem mér fannst til eftirbreytni í þessum efnum nýlega var þegar eigendur fiskbúðarinnar í hverfinu mínu brydduðu upp á þeirri nýjung að selja viðskiptavinum sínum bréfpoka í stað plastpoka. Ég hef einnig tekið eftir því að æ fleiri koma með innkaupatuðrur með sér þegar þeir kaupa í matinn í stað þess að kaupa plastpoka. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og mig langar sjálfa að taka upp nýja siði í þessum efnum. Á dögunum kynntist ég enn einni umhverfisvænu nýjunginni. Það eru heimilisplastpokar úr maíssterkju sem eru uppleysanlegir úti í náttúrunni, en það tekur venjulega plastpoka mörg hundruð ár að eyðast þar eftir því sem ég kemst næst. Fleira er að breytast. Nú eru bílaframleiðendur farnir að horfa til koltrefja í stað stáls við bílaframleiðslu til að spara eldsneyti og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Koltrefjar eru afar létt og sterkt efni sem hentar vel við smíði bíla og með notkun þess er hægt að létta farartækin svo þau þurfi minna af orku. Nýlega svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni alþingismanni um koltrefjaframleiðslu á Íslandi þar sem fram kemur að Ísland er meðal samkeppnishæfustu landa hvað kostnað varðar vegna koltrefjaframleiðslu. Framleiðsla koltrefja krefst orku sem Íslendingar eru í fremstu röð við að búa til á sjálfbæran og hagkvæman hátt, auk þess sem lega landsins milli Evrópu og Ameríku er ákjósanleg. Í Skagafirði eru menn farnir að undirbúa stofnun fyrirtækis til framleiðslu á koltrefjum. Þar verður spennandi að fylgjast með. Það er mikilvægt að við Íslendingar hugsum til framtíðar í umhverfismálum og nýtum þannig þau tækifæri sem þar skapast til að góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Eins og allt hugsandi fólk hef ég áhyggjur af því hvernig við göngum um plánetuna Jörð og hvernig við munum skila henni til afkomenda okkar. Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sýnir að tími er kominn til að snúa við blaðinu og vona að það sé ekki of seint. Margt smátt gerir eitt stórt. Eitt af því sem mér fannst til eftirbreytni í þessum efnum nýlega var þegar eigendur fiskbúðarinnar í hverfinu mínu brydduðu upp á þeirri nýjung að selja viðskiptavinum sínum bréfpoka í stað plastpoka. Ég hef einnig tekið eftir því að æ fleiri koma með innkaupatuðrur með sér þegar þeir kaupa í matinn í stað þess að kaupa plastpoka. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og mig langar sjálfa að taka upp nýja siði í þessum efnum. Á dögunum kynntist ég enn einni umhverfisvænu nýjunginni. Það eru heimilisplastpokar úr maíssterkju sem eru uppleysanlegir úti í náttúrunni, en það tekur venjulega plastpoka mörg hundruð ár að eyðast þar eftir því sem ég kemst næst. Fleira er að breytast. Nú eru bílaframleiðendur farnir að horfa til koltrefja í stað stáls við bílaframleiðslu til að spara eldsneyti og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Koltrefjar eru afar létt og sterkt efni sem hentar vel við smíði bíla og með notkun þess er hægt að létta farartækin svo þau þurfi minna af orku. Nýlega svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni alþingismanni um koltrefjaframleiðslu á Íslandi þar sem fram kemur að Ísland er meðal samkeppnishæfustu landa hvað kostnað varðar vegna koltrefjaframleiðslu. Framleiðsla koltrefja krefst orku sem Íslendingar eru í fremstu röð við að búa til á sjálfbæran og hagkvæman hátt, auk þess sem lega landsins milli Evrópu og Ameríku er ákjósanleg. Í Skagafirði eru menn farnir að undirbúa stofnun fyrirtækis til framleiðslu á koltrefjum. Þar verður spennandi að fylgjast með. Það er mikilvægt að við Íslendingar hugsum til framtíðar í umhverfismálum og nýtum þannig þau tækifæri sem þar skapast til að góðra verka.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun