Nauðsynlegar sameiningar háskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2014 00:00 Það er ánægjulegt að nú er talað kinnroðalaust um mikilvægi sameininga á háskólastigi. Er það breyting frá þeirri stefnu sem mótuð var af síðustu ríkisstjórn þegar sameiningar skóla komust ekki á dagskrá. Frá því að Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust árið 2004 og Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn árið 2008 hafa háskólar ekki verið sameinaðir þrátt fyrir brýna nauðsyn. Vert er einnig að geta sameiningar Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008 í Tækniskólann, sem nú er stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hann er einkarekinn og með bein tengsl við atvinnulífið og sinnir jafnframt námi sem krefst meira en framhaldsskólamenntunar eins og nám á skipstjórnarstigi. Með nauðsynlegum breytingum á skólakerfinu sem smám saman eru að verða að veruleika mun Tækniskólinn geta boðið upp á nám á svonefndu fagháskólastigi og hugsanlega aukið samstarf við starfandi háskóla. En aftur að mikilvægum sameiningum á háskólastigi. Nú ber svo við að menntamálaráðherra og stjórnendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vilja að skólinn verði sameinaður Háskóla Íslands en á þeim bænum hafa menn sýnt þessum pælingum áhuga. Hagrænir hvatar þessarar sameiningar eru þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu. Ef byggja á upp enn sterkari grunn að Íslandi sem matvælalandi, allt frá fiskirækt til úrvinnslu landbúnaðarafurða er fengur í að nýta sameiginlega þá miklu fagþekkingu innan beggja háskóla er snertir landbúnaðar- og náttúruvísindi, beint og óbeint. Er þetta eitt af mörgum sviðum er myndu styrkjast við sameiningu. Rannsóknarstöðin að Keldum gæti jafnframt spilað mikilvægt hlutverk í slíkri uppbyggingu.Frekari sameiningar nauðsynlegar Eftir hina umfangsmiklu sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans lá ljóst fyrir að stefnt var að frekari sameiningum háskólastofnana. Innlendir og erlendir sérfræðingar sem fengnir voru haustið 2008 til ráðgjafar um hvernig bregðast ætti við í þágu háskóla- og rannsókna í kjölfar efnahagshrunsins skiluðu skýrri niðurstöðu vorið eftir. Frekari sameiningar væru nauðsynlegar til að verja og efla háskólastigið og rannsóknarumhverfið á Íslandi til lengri tíma. Var því miður lítið gert með þær eindregnu ráðleggingar og er fyrst núna sem menntamálaráðherra nýtir sér þær og leggur á þau mið. Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars. Þau sjónarmið mega ekki og eiga ekki að ráða för enda hagsmunir miklir þegar efla þarf enn frekar íslenskt fræða- og vísindasamfélag í þágu atvinnulífs og samfélags. Ekki síst í þessu ljósi ber að fara yfir öll tækifæri sem í boði eru til að forgangsraða fjármunum hins opinbera og gera kröfur um rekstrarlega sterkar og faglegar einingar háskóla er standast alþjóðlegan samanburð. Sameining Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldna er því tækifæri til að styrkja innviði háskólastigsins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að nú er talað kinnroðalaust um mikilvægi sameininga á háskólastigi. Er það breyting frá þeirri stefnu sem mótuð var af síðustu ríkisstjórn þegar sameiningar skóla komust ekki á dagskrá. Frá því að Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust árið 2004 og Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn árið 2008 hafa háskólar ekki verið sameinaðir þrátt fyrir brýna nauðsyn. Vert er einnig að geta sameiningar Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008 í Tækniskólann, sem nú er stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hann er einkarekinn og með bein tengsl við atvinnulífið og sinnir jafnframt námi sem krefst meira en framhaldsskólamenntunar eins og nám á skipstjórnarstigi. Með nauðsynlegum breytingum á skólakerfinu sem smám saman eru að verða að veruleika mun Tækniskólinn geta boðið upp á nám á svonefndu fagháskólastigi og hugsanlega aukið samstarf við starfandi háskóla. En aftur að mikilvægum sameiningum á háskólastigi. Nú ber svo við að menntamálaráðherra og stjórnendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vilja að skólinn verði sameinaður Háskóla Íslands en á þeim bænum hafa menn sýnt þessum pælingum áhuga. Hagrænir hvatar þessarar sameiningar eru þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu. Ef byggja á upp enn sterkari grunn að Íslandi sem matvælalandi, allt frá fiskirækt til úrvinnslu landbúnaðarafurða er fengur í að nýta sameiginlega þá miklu fagþekkingu innan beggja háskóla er snertir landbúnaðar- og náttúruvísindi, beint og óbeint. Er þetta eitt af mörgum sviðum er myndu styrkjast við sameiningu. Rannsóknarstöðin að Keldum gæti jafnframt spilað mikilvægt hlutverk í slíkri uppbyggingu.Frekari sameiningar nauðsynlegar Eftir hina umfangsmiklu sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans lá ljóst fyrir að stefnt var að frekari sameiningum háskólastofnana. Innlendir og erlendir sérfræðingar sem fengnir voru haustið 2008 til ráðgjafar um hvernig bregðast ætti við í þágu háskóla- og rannsókna í kjölfar efnahagshrunsins skiluðu skýrri niðurstöðu vorið eftir. Frekari sameiningar væru nauðsynlegar til að verja og efla háskólastigið og rannsóknarumhverfið á Íslandi til lengri tíma. Var því miður lítið gert með þær eindregnu ráðleggingar og er fyrst núna sem menntamálaráðherra nýtir sér þær og leggur á þau mið. Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars. Þau sjónarmið mega ekki og eiga ekki að ráða för enda hagsmunir miklir þegar efla þarf enn frekar íslenskt fræða- og vísindasamfélag í þágu atvinnulífs og samfélags. Ekki síst í þessu ljósi ber að fara yfir öll tækifæri sem í boði eru til að forgangsraða fjármunum hins opinbera og gera kröfur um rekstrarlega sterkar og faglegar einingar háskóla er standast alþjóðlegan samanburð. Sameining Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldna er því tækifæri til að styrkja innviði háskólastigsins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun