Borg launajafnréttis Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Árið er 2014 og hér á landi ríkir ekki raunverulegt jafnrétti. Kynbundið ofbeldi er enn útbreitt. Konur eru enn í minnihluta í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Þá er óútskýrður launamunur kynjanna enn til staðar, sem gerir það að verkum að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunnfarnar um margar milljónir króna. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og á hún að beita sér af fullum þunga fyrir því að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er á íslensku samfélagi.Hann fær hærri laun Dóttir mín er þriggja ára og vel má hugsa sér að hún verði samferða skólabróður sínum af leikskólanum gegnum lífið og upplifi sams konar hluti – þar sem þau verða sjö ár í Fossvogsskóla, eigi sömu vinina, æfi hand- og fótbolta með Víkingi, verði þrjú ár í Réttarholtsskóla, fari í sama menntaskólann og ljúki sama háskólanámi. Það er grátlegt að hugsa til þess að þrátt fyrir sama bakgrunn, reynslu og menntun eru raunverulegar líkur til þess að hann muni fá hærri laun en hún fyrir sambærilegt starf. Ef ekkert breytist mun uppsafnaður launamismunur að starfsævi þeirra lokinni nema skuggalega háum upphæðum. Þessu verður að breyta.Borgin sýni gott fordæmi Reykjavíkurlistinn beitti sér gegn kynbundnum launamun hjá borginni og dró þá verulega saman með kynjunum, en þrátt fyrir það er launamunurinn enn til staðar líkt og kannanir sýna. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokks tók alvarlega niðurstöðum sem sýndu að konur sem starfa hjá borginni fá lægri laun en karlar. Í framhaldinu var fyrir hálfu ári sett upp metnaðarfull áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem fylgja verður eftir. Innleiða þarf svokallaðan jafnlaunastaðal sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að koma á og viðhalda launajafnrétti. Höfuðborgin á að ganga fram með góðu fordæmi og mun Samfylkingin beita sér fyrir því á komandi kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2014 og hér á landi ríkir ekki raunverulegt jafnrétti. Kynbundið ofbeldi er enn útbreitt. Konur eru enn í minnihluta í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Þá er óútskýrður launamunur kynjanna enn til staðar, sem gerir það að verkum að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunnfarnar um margar milljónir króna. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og á hún að beita sér af fullum þunga fyrir því að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er á íslensku samfélagi.Hann fær hærri laun Dóttir mín er þriggja ára og vel má hugsa sér að hún verði samferða skólabróður sínum af leikskólanum gegnum lífið og upplifi sams konar hluti – þar sem þau verða sjö ár í Fossvogsskóla, eigi sömu vinina, æfi hand- og fótbolta með Víkingi, verði þrjú ár í Réttarholtsskóla, fari í sama menntaskólann og ljúki sama háskólanámi. Það er grátlegt að hugsa til þess að þrátt fyrir sama bakgrunn, reynslu og menntun eru raunverulegar líkur til þess að hann muni fá hærri laun en hún fyrir sambærilegt starf. Ef ekkert breytist mun uppsafnaður launamismunur að starfsævi þeirra lokinni nema skuggalega háum upphæðum. Þessu verður að breyta.Borgin sýni gott fordæmi Reykjavíkurlistinn beitti sér gegn kynbundnum launamun hjá borginni og dró þá verulega saman með kynjunum, en þrátt fyrir það er launamunurinn enn til staðar líkt og kannanir sýna. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokks tók alvarlega niðurstöðum sem sýndu að konur sem starfa hjá borginni fá lægri laun en karlar. Í framhaldinu var fyrir hálfu ári sett upp metnaðarfull áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem fylgja verður eftir. Innleiða þarf svokallaðan jafnlaunastaðal sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að koma á og viðhalda launajafnrétti. Höfuðborgin á að ganga fram með góðu fordæmi og mun Samfylkingin beita sér fyrir því á komandi kjörtímabili.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun