Bæjarstjórn Hafnarfjarðar þakkaði Pollapönkurum fyrir jákvætt og frábært framlag sitt áður en tónleikar hófust.Fréttablaðið/Stefán
Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Pollapönk stigu á svið á Thorsplani í heimabæ sínum Hafnarfirði í dag. Hljómsveitin lenti í fimmtánda sæti í keppninni sem fór fram í Kaupmannahöfn um helgina.
Fjöldi fólks mætti til að hlýða á lagið Enga fordóma og fleiri slagara. Það var önnur hafnfirsk Eurovision-stjarna, Jóhanna Guðrún, sem hitaði upp fyrir kappana.