Eftirsóttir varahlutir Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 20. maí 2014 07:00 Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.Ekki tímabærar lagabreytingar Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.Skref í rétta átt Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til. Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.Ekki tímabærar lagabreytingar Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.Skref í rétta átt Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til. Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt.
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar