Stoltur af afrekinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Bjarki Már Elísson átti gott fyrsta tímabil í herbúðum Eisenach. vísir/Stefán Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni í handbolta. Bjarki gekk til liðs við Eisenach síðasta sumar en hann varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Þrátt fyrir að Eisenach hafi á endanum fallið úr deildinni var Bjarki nokkuð sáttur með eigin spilamennsku. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa fallið úr deildinni en þetta var lærdómsríkt tímabil. Það var margt nýtt sem ég fór í gegn um á tímabilinu en ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu,“ sagði Bjarki, sem var ánægður með reynsluna sem hann fékk á tímabilinu.Náði flestum mínum markmiðum „Hérna úti eru fleiri æfingar og fleiri leikir. Þetta er það sem maður sækist eftir og ég hef lært helling á þessum tíma. Þetta er mun sterkari deild en sú íslenska með sterkari leikmenn og hver einasti leikur hérna er hörku leikur. Það er líka töluvert skemmtilegra að spila alltaf fyrir mörg þúsund manns í staðinn fyrir nokkur hundruð eins og heima. Maður vill vera í sviðsljósinu og spila fyrir framan fjölda af fólki og reyna að skemmta því, til þess er maður í þessu.“ Bjarki var markahæstur Íslendinga á tímabilinu og var hann sáttur með þann árangur. „Það er mikið af góðum Íslendingum í þessari deild og ég er mjög stoltur af því að vera markahæstur Íslendinga þegar upp er staðið. Ég náði flestum mínum einstaklingsmarkmiðum á tímabilinu þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið neitt sérstakt.“ Bjarki skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur og er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi. Hann kvaðst vera spenntur fyrir næsta tímabili með Eisenach. „Mér líður mjög vel hérna, ég og kærastan mín erum búin að koma okkur vel fyrir. Það hjálpar að hafa Íslendinga í næsta nágrenni sem eru tilbúnir að hjálpa okkur. Ég hef ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Ég hef ekkert verið að fylgjast með þessu frá því að ég skrifaði undir nýja samninginn. Ég reyni bara að einbeita mér að handboltanum. Áform liðsins er að reyna að halda kjarnanum og fara beint upp aftur. Þessi klúbbur á heima í 1. deildinni.“Vonast eftir tækifærinu Bjarki hefur leikið átta landsleiki og skorað í þeim fjórtán mörk en samkeppnin er hörð. Hann er að berjast við Guðjón Val Sigurðsson og Stefán Rafn Sigurmarsson í leikmannahópi Arons Kristjánssonar. „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér, ég veit að Guðjón Valur á eftir að koma inn og Stefán og ég verð bara að sjá hvernig þetta fer. Ég ætla bara að reyna að standa mig í þeim verkefnum sem ég er tek þátt í og sjá til hvernig það fer,“ sagði Bjarki Már Elísson brattur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni í handbolta. Bjarki gekk til liðs við Eisenach síðasta sumar en hann varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Þrátt fyrir að Eisenach hafi á endanum fallið úr deildinni var Bjarki nokkuð sáttur með eigin spilamennsku. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa fallið úr deildinni en þetta var lærdómsríkt tímabil. Það var margt nýtt sem ég fór í gegn um á tímabilinu en ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu,“ sagði Bjarki, sem var ánægður með reynsluna sem hann fékk á tímabilinu.Náði flestum mínum markmiðum „Hérna úti eru fleiri æfingar og fleiri leikir. Þetta er það sem maður sækist eftir og ég hef lært helling á þessum tíma. Þetta er mun sterkari deild en sú íslenska með sterkari leikmenn og hver einasti leikur hérna er hörku leikur. Það er líka töluvert skemmtilegra að spila alltaf fyrir mörg þúsund manns í staðinn fyrir nokkur hundruð eins og heima. Maður vill vera í sviðsljósinu og spila fyrir framan fjölda af fólki og reyna að skemmta því, til þess er maður í þessu.“ Bjarki var markahæstur Íslendinga á tímabilinu og var hann sáttur með þann árangur. „Það er mikið af góðum Íslendingum í þessari deild og ég er mjög stoltur af því að vera markahæstur Íslendinga þegar upp er staðið. Ég náði flestum mínum einstaklingsmarkmiðum á tímabilinu þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið neitt sérstakt.“ Bjarki skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur og er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi. Hann kvaðst vera spenntur fyrir næsta tímabili með Eisenach. „Mér líður mjög vel hérna, ég og kærastan mín erum búin að koma okkur vel fyrir. Það hjálpar að hafa Íslendinga í næsta nágrenni sem eru tilbúnir að hjálpa okkur. Ég hef ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Ég hef ekkert verið að fylgjast með þessu frá því að ég skrifaði undir nýja samninginn. Ég reyni bara að einbeita mér að handboltanum. Áform liðsins er að reyna að halda kjarnanum og fara beint upp aftur. Þessi klúbbur á heima í 1. deildinni.“Vonast eftir tækifærinu Bjarki hefur leikið átta landsleiki og skorað í þeim fjórtán mörk en samkeppnin er hörð. Hann er að berjast við Guðjón Val Sigurðsson og Stefán Rafn Sigurmarsson í leikmannahópi Arons Kristjánssonar. „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér, ég veit að Guðjón Valur á eftir að koma inn og Stefán og ég verð bara að sjá hvernig þetta fer. Ég ætla bara að reyna að standa mig í þeim verkefnum sem ég er tek þátt í og sjá til hvernig það fer,“ sagði Bjarki Már Elísson brattur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30