Gestrisin borg Dóra Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Nýlega fjallaði virtur ferðamálafrömuður frá Vancouver um að borgir ættu ekki að stefna að því að verða góðar ferðamannaborgir. Kappkosta ætti að því að búa til góðar borgir. Punktur. Góð borg fyrir íbúa hennar verður þannig eftirsóknarverður áfangastaður fyrir gesti. Ferðamenn vilja hitta heimamenn á nýjum áfangastað og kynnast siðum þeirra. Þegar kemur að ferðaþjónustu er mikilvægt að huga að þróun borgarinnar út frá þörfum íbúa hennar. Það er í anda félagslegrar sjálfbærni. Sjálfbærni snýr ekki eingöngu að umhverfisvernd heldur einnig að félagslegum og efnahagslegum þáttum. Leitast er við að halda neikvæðum áhrifum á umhverfi og menningu áfangastaða í lágmarki og áhersla lögð á að ferðamenn leggi af mörkum til uppbyggingar atvinnutækifæra. Markmið sjálfbærrar ferðaþjónustu er m.a. það að þær breytingar sem verða á samfélögum vegna ferðamanna verði eins jákvæðar og unnt er fyrir íbúana, ferðamennina og ferðaþjónustufyrirtækin. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavík og íbúarnir hafa orð á sér fyrir gestrisni. Erlendir gestir eru hluti af mannlífinu og vegna þeirra njótum við betri þjónustu af ýmsu tagi; fleiri veitingastaða, fjölbreyttari menningar, viðburða og afþreyingar. Ekki er langt síðan sumum veitingastöðum í miðbænum var lokað eftir áramót vegna ládeyðu. Ferðamenn skila miklum tekjum til borgarinnar en nýta að sama skapi ekki þá kostnaðarliði sem eru borgum dýrastar, svo sem velferðar- og skólamál. Þannig eru ferðamenn eftirsóknarverðir gestir í borgum.Sjálfbær uppbygging Vöxtur ferðaþjónustunnar hérlendis hefur verið örari en í öðrum Evrópulöndum. Vegna fámennis ber oft meira á ferðamönnum en í stærri borgum, sérstaklega að sumarlagi. En það er mikilvægt fyrir Reykvíkinga að muna að ferðamennirnir eru aufúsugestir sem leggja mikið af mörkum inn í okkar samfélag. Að sama skapi er mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna í borginni. Samfylkingin vill huga að sjálfbærri uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykjavík. Einnig hlut ráðstefnugesta og hvataferða, efla vetrarferðamennsku áfram og leitast þannig við að jafna árstíðasveiflu greinarinnar. Sömuleiðis er mikilvægt að dreifa álaginu af ferðaþjónustunni á stærra svæði út frá miðborginni og leitast þannig við að stækka það svæði sem er miðbæjartengt. Uppbygging ferðaþjónustu til austurs leiðir af sér jákvæða þjónustu fyrir íbúa hverfa utan miðborgarinnar. Í þessu samhengi er fyrirhuguð uppbygging hótela til austurs í samstarfi við íbúa og hverfisráð umfram þau sem nú eru þegar fyrirhuguð í miðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði virtur ferðamálafrömuður frá Vancouver um að borgir ættu ekki að stefna að því að verða góðar ferðamannaborgir. Kappkosta ætti að því að búa til góðar borgir. Punktur. Góð borg fyrir íbúa hennar verður þannig eftirsóknarverður áfangastaður fyrir gesti. Ferðamenn vilja hitta heimamenn á nýjum áfangastað og kynnast siðum þeirra. Þegar kemur að ferðaþjónustu er mikilvægt að huga að þróun borgarinnar út frá þörfum íbúa hennar. Það er í anda félagslegrar sjálfbærni. Sjálfbærni snýr ekki eingöngu að umhverfisvernd heldur einnig að félagslegum og efnahagslegum þáttum. Leitast er við að halda neikvæðum áhrifum á umhverfi og menningu áfangastaða í lágmarki og áhersla lögð á að ferðamenn leggi af mörkum til uppbyggingar atvinnutækifæra. Markmið sjálfbærrar ferðaþjónustu er m.a. það að þær breytingar sem verða á samfélögum vegna ferðamanna verði eins jákvæðar og unnt er fyrir íbúana, ferðamennina og ferðaþjónustufyrirtækin. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavík og íbúarnir hafa orð á sér fyrir gestrisni. Erlendir gestir eru hluti af mannlífinu og vegna þeirra njótum við betri þjónustu af ýmsu tagi; fleiri veitingastaða, fjölbreyttari menningar, viðburða og afþreyingar. Ekki er langt síðan sumum veitingastöðum í miðbænum var lokað eftir áramót vegna ládeyðu. Ferðamenn skila miklum tekjum til borgarinnar en nýta að sama skapi ekki þá kostnaðarliði sem eru borgum dýrastar, svo sem velferðar- og skólamál. Þannig eru ferðamenn eftirsóknarverðir gestir í borgum.Sjálfbær uppbygging Vöxtur ferðaþjónustunnar hérlendis hefur verið örari en í öðrum Evrópulöndum. Vegna fámennis ber oft meira á ferðamönnum en í stærri borgum, sérstaklega að sumarlagi. En það er mikilvægt fyrir Reykvíkinga að muna að ferðamennirnir eru aufúsugestir sem leggja mikið af mörkum inn í okkar samfélag. Að sama skapi er mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna í borginni. Samfylkingin vill huga að sjálfbærri uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykjavík. Einnig hlut ráðstefnugesta og hvataferða, efla vetrarferðamennsku áfram og leitast þannig við að jafna árstíðasveiflu greinarinnar. Sömuleiðis er mikilvægt að dreifa álaginu af ferðaþjónustunni á stærra svæði út frá miðborginni og leitast þannig við að stækka það svæði sem er miðbæjartengt. Uppbygging ferðaþjónustu til austurs leiðir af sér jákvæða þjónustu fyrir íbúa hverfa utan miðborgarinnar. Í þessu samhengi er fyrirhuguð uppbygging hótela til austurs í samstarfi við íbúa og hverfisráð umfram þau sem nú eru þegar fyrirhuguð í miðborginni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun