Við viljum vera í toppbaráttunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 06:00 Ingimundur Ingimundarson í leik með ÍR. Vísir/Valgarður „Við ákváðum að snúa bökum saman og reyna að búa til flott lið fyrir fólkið hérna,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags í samtali við Fréttablaðið. Akureyringar hafa heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir voru búnir að klófesta Sverre Jakobsson sem spilandi þjálfara og nú síðast í fyrradaga sömdu við liðið tveir silfurdrengir til viðbótar; Ingimundur Ingimundarson og markvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson. Peking-vörnin mætt til leiks fyrir norðan. „Við vorum búnir að vinna lengi í Sverre en þetta með hina tvo er nýdottið inn á borð. Við vissum alltaf af Hreiðari en það var ekkert öruggt að hann kæmist heim. Það leystist svo fyrir örfáum dögum og Diddi dettur inn í þetta því þeir eru miklir félagar og vilja spila saman,“ segir Hlynur og fagnar því að loksins hafi hlutirnir aðeins fallið með landsbyggðarliði í leikmannamálum. „Þetta datt svolítið fyrir okkur. Það er alltaf mjög erfitt að fá menn út á land. Svo halda þeir oft að það að spila úti á landi sé ávísun á einhverja gullkistu. Menn vilja oft fá miklu meira þegar þeir fara út á land,“ segir Hlynur. Eitthvað hlýtur þetta þó að kosta. „Það er dýrt að vera með lélegt lið,“ svarar framkvæmdastjórinn um hæl. „Það er miklu dýrara en að vera með gott lið. Þú þarft alltaf að standa undir ákveðnum kostnaði sama hversu gott liðið er. Þó gott lið sé aðeins dýrara þá færðu fleiri áhorfendur og meiri tekjur ef þú kemst lengra á Íslandsmótinu og þegar vel gengur vilja áhorfendur og stuðningsaðilar taka þátt í fjörinu,“ segir Hlynur. Akureyri endaði í sjötta sæti annað tímabilið í röð eftir að hafa komist í undanúrslit árið áður og lokaúrslitin 2011. „Við viljum vera með í toppbaráttunni en ekki berjast á botninum. Vonandi bætum við bara fleiri leikmönnum við. Við erum að vinna í liðinu okkar sem stendur,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Olís-deild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
„Við ákváðum að snúa bökum saman og reyna að búa til flott lið fyrir fólkið hérna,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags í samtali við Fréttablaðið. Akureyringar hafa heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir voru búnir að klófesta Sverre Jakobsson sem spilandi þjálfara og nú síðast í fyrradaga sömdu við liðið tveir silfurdrengir til viðbótar; Ingimundur Ingimundarson og markvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson. Peking-vörnin mætt til leiks fyrir norðan. „Við vorum búnir að vinna lengi í Sverre en þetta með hina tvo er nýdottið inn á borð. Við vissum alltaf af Hreiðari en það var ekkert öruggt að hann kæmist heim. Það leystist svo fyrir örfáum dögum og Diddi dettur inn í þetta því þeir eru miklir félagar og vilja spila saman,“ segir Hlynur og fagnar því að loksins hafi hlutirnir aðeins fallið með landsbyggðarliði í leikmannamálum. „Þetta datt svolítið fyrir okkur. Það er alltaf mjög erfitt að fá menn út á land. Svo halda þeir oft að það að spila úti á landi sé ávísun á einhverja gullkistu. Menn vilja oft fá miklu meira þegar þeir fara út á land,“ segir Hlynur. Eitthvað hlýtur þetta þó að kosta. „Það er dýrt að vera með lélegt lið,“ svarar framkvæmdastjórinn um hæl. „Það er miklu dýrara en að vera með gott lið. Þú þarft alltaf að standa undir ákveðnum kostnaði sama hversu gott liðið er. Þó gott lið sé aðeins dýrara þá færðu fleiri áhorfendur og meiri tekjur ef þú kemst lengra á Íslandsmótinu og þegar vel gengur vilja áhorfendur og stuðningsaðilar taka þátt í fjörinu,“ segir Hlynur. Akureyri endaði í sjötta sæti annað tímabilið í röð eftir að hafa komist í undanúrslit árið áður og lokaúrslitin 2011. „Við viljum vera með í toppbaráttunni en ekki berjast á botninum. Vonandi bætum við bara fleiri leikmönnum við. Við erum að vinna í liðinu okkar sem stendur,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags.
Olís-deild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira