Greindist aftur með æxli í bakinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2014 07:00 Kári hefur þurft að bíða í óvissu núna í nokkurn tíma og þarf að bíða í viku í viðbót eftir staðfestingu á því hvers kyns æxlið sé. Fréttablaðið/Vilhelm Kári Kristján Kristjánsson tók ekki þátt í leikjum Íslands gegn Portúgal á dögunum og það var skýring á fjarveru hans. Stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig sem og mína nánustu auðvitað,“ segir Kári Kristján en hann fór í aðgerð í febrúar á síðasta ári þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. „Ég komst að þessu í maí þegar ég var í eftirfylgni. Ég fór svo í stóra sýnatöku fyrir tveimur vikum og á svo fund úti í Danmörku eftir viku og þá kemst ég að því hver staðan er. Hvort æxlið sé góð- eða illkynja. Í kjölfarið verður æxlið fjarlægt og það verður gert í þessum mánuði. Ég mun fara í þá aðgerð í Danmörku.“Æxlið á sama stað Síðast var æxlið í baki Kára góðkynja en það er engin ávísun á að svo verði núna. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og síðast í bakinu á mér. Auðvitað krossa ég fingur að þetta sé góðkynja rétt eins og síðast. Það stuðar þá samt svolítið hvað æxlið er orðið stórt á stuttum tíma,“ segir Kári en það var eðlilega erfitt fyrir hann að fá þessa niðurstöðu. „Þetta er helvítis skellur. Þegar ég labbaði inn í skoðunina þá leið mér ekkert verr eða betur en síðustu mánuði. Ég fann enga breytingu á mér og átti því ekki von á þessari niðurstöðu. Þegar maður fer í svona aðgerð eins og ég fór í síðast þá getur maður fundið ertingu og óþægindi í allt að tvö ár á eftir. Tilfinningin var hvorki verri né betri hjá mér síðustu mánuði. Hún var alltaf eins. Þess vegna fannst mér það vera alveg ótrúlegt að það væri aftur komið stórt æxli í bakið á mér. Þetta gerist óþægilega hratt.“ Kári segir að æxlið liggi ekki ofan á neinum líffærum og það gerir læknum auðveldara fyrir að fjarlægja það. „Það er góðs viti að þetta komi upp á sama stað og það er góðs viti eins langt og það nær. Næsta skref er að tækla þetta af krafti og reyna að komast eins vel í gegnum þetta og mögulegt er. Annað mætir afgangi á meðan.“Óhugnanlegt hve vöxturinn er ör Óvissan er eðlilega mjög erfið fyrir Kára og á svona stundum læðast að honum margar hugsanir. „Það sem gerir þetta óhugnanlegt er hvað þetta kemur hratt aftur og að æxlið skuli vaxa á þessum hraða. Maður fer að pæla í því hvort þetta sé einhver árlegur viðburður. Hvort maður verði bara undir hnífnum á hverju ári þangað til maður er dauður. Eðlilega hugsar maður svona,“ segir línutröllið sem ætlar þó að tækla þessi veikindi af miklum krafti. „Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég laus eftir þessa aðgerð. Það er allt til í þessu þó svo það sé hörmulegt að bíða lengi eftir niðurstöðu. Það hjálpar aðeins að vera með reynslu. Síðast þá svaf ég ekkert. Ég er ögn rólegri núna en það er samt alltaf ótti í manni.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson tók ekki þátt í leikjum Íslands gegn Portúgal á dögunum og það var skýring á fjarveru hans. Stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig sem og mína nánustu auðvitað,“ segir Kári Kristján en hann fór í aðgerð í febrúar á síðasta ári þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. „Ég komst að þessu í maí þegar ég var í eftirfylgni. Ég fór svo í stóra sýnatöku fyrir tveimur vikum og á svo fund úti í Danmörku eftir viku og þá kemst ég að því hver staðan er. Hvort æxlið sé góð- eða illkynja. Í kjölfarið verður æxlið fjarlægt og það verður gert í þessum mánuði. Ég mun fara í þá aðgerð í Danmörku.“Æxlið á sama stað Síðast var æxlið í baki Kára góðkynja en það er engin ávísun á að svo verði núna. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og síðast í bakinu á mér. Auðvitað krossa ég fingur að þetta sé góðkynja rétt eins og síðast. Það stuðar þá samt svolítið hvað æxlið er orðið stórt á stuttum tíma,“ segir Kári en það var eðlilega erfitt fyrir hann að fá þessa niðurstöðu. „Þetta er helvítis skellur. Þegar ég labbaði inn í skoðunina þá leið mér ekkert verr eða betur en síðustu mánuði. Ég fann enga breytingu á mér og átti því ekki von á þessari niðurstöðu. Þegar maður fer í svona aðgerð eins og ég fór í síðast þá getur maður fundið ertingu og óþægindi í allt að tvö ár á eftir. Tilfinningin var hvorki verri né betri hjá mér síðustu mánuði. Hún var alltaf eins. Þess vegna fannst mér það vera alveg ótrúlegt að það væri aftur komið stórt æxli í bakið á mér. Þetta gerist óþægilega hratt.“ Kári segir að æxlið liggi ekki ofan á neinum líffærum og það gerir læknum auðveldara fyrir að fjarlægja það. „Það er góðs viti að þetta komi upp á sama stað og það er góðs viti eins langt og það nær. Næsta skref er að tækla þetta af krafti og reyna að komast eins vel í gegnum þetta og mögulegt er. Annað mætir afgangi á meðan.“Óhugnanlegt hve vöxturinn er ör Óvissan er eðlilega mjög erfið fyrir Kára og á svona stundum læðast að honum margar hugsanir. „Það sem gerir þetta óhugnanlegt er hvað þetta kemur hratt aftur og að æxlið skuli vaxa á þessum hraða. Maður fer að pæla í því hvort þetta sé einhver árlegur viðburður. Hvort maður verði bara undir hnífnum á hverju ári þangað til maður er dauður. Eðlilega hugsar maður svona,“ segir línutröllið sem ætlar þó að tækla þessi veikindi af miklum krafti. „Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég laus eftir þessa aðgerð. Það er allt til í þessu þó svo það sé hörmulegt að bíða lengi eftir niðurstöðu. Það hjálpar aðeins að vera með reynslu. Síðast þá svaf ég ekkert. Ég er ögn rólegri núna en það er samt alltaf ótti í manni.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira