Hvers vegna er RIFF mikilvæg fyrir fjölmenningarsamfélagið? Ottó Tynes skrifar 16. júní 2014 07:00 Það er hægt að deila um hvort alheimsvæðing sé jákvæð framför eða ekki en engu að síður er hún augljós staðreynd. Helsta afleiðing alheimsvæðingarinnar á samfélög er óhjákvæmileg blöndun kynþátta, trúarbragða og ólíkra menningarheima. Þetta er það sem almennt er kallað fjölmenning. Sumir eiga bágt með að samþykkja slíka blöndun og einblína á neikvæðar hliðar hennar. Þeir álíta sig ekki endilega fordómafulla; hafa ekkert á móti „þessu fólki“ eða ólíkum viðhorfum og siðum – en eru oftar en ekki þeirrar skoðunar að það sem er öðruvísi eða ólíkt því sem þeir eiga að venjast eigi betur heima annarstaðar. Oft eru þessi viðhorf skilgreind sem fordómar. Ég leyfi mér að fullyrða að það er sjaldnast hrein illska sem liggur að baki slíkum fordómum. Ástæðan er miklu frekar skortur á skilningi, umburðarlyndi og þekkingu á því sem telst vera öðruvísi. Þar að auki er margt sem hefur áhrif á þessar skoðanir fólks og nægir þar að nefna einhæfar staðalmyndir ólíkra menningar- og trúarhópa sem birtast okkur í fjölmiðlum og vestrænni dægurmenningu – þ.á.m. í kvikmyndum. Enginn efast um áhrifamátt kvikmyndanna. Hér á landi getum við nálgast afþreyingu í hæsta gæðaflokki en vert er að benda á að íslensk afþreying er í aðra röndina hálfgerð framlenging á vestrænni dægurmenningu. Það mætti hæglega færa fyrir því rök að heimssýnin sem birtist í þessu afþreyingarefni sé einhliða og endurspegli ekki þann menningarlega fjölbreytileika sem þrífst hérlendis (eða bara hvar sem er).Upplýsandi reynsla Við sem störfum hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) erum sannfærð um að upplifunin við að horfa á þær kvikmyndir sem sýndar eru á hátíðinni séu oftar en ekki upplýsandi og áhrifamikil reynsla sem áhorfendur taki með sér út í lífið. Kvikmyndahátíðin RIFF hefur þá sérstöðu að sameina ólíka menningarheima og býður gestum sínum inn í alþjóðlega veröld sem endurspeglar áhugaverðar sögur frá fjölbreytilegum og ólíkum samfélögum. Þannig viljum við meina að hátíðin stuðli á ákveðinn hátt að víðsýni og dragi jafnvel úr fordómum fyrir því sem kann að þykja öðruvísi. Í fjölmenningarsamfélagi eins og því sem er á Íslandi er nauðsynlegt að rækta umburðarlyndi og skilning gagnvart samborgurum sínum. Það er ekki bara skynsamlegt og réttlátt heldur snýr einnig að grundvallarmannréttindum. Við hjá RIFF kvikmyndahátíð erum stolt af því að geta miðlað ólíkum menningarheimum, viðhorfum og sögum til Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Við vonumst því til að sjá sem flesta á RIFF-hátíðinni í september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein RIFF Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hægt að deila um hvort alheimsvæðing sé jákvæð framför eða ekki en engu að síður er hún augljós staðreynd. Helsta afleiðing alheimsvæðingarinnar á samfélög er óhjákvæmileg blöndun kynþátta, trúarbragða og ólíkra menningarheima. Þetta er það sem almennt er kallað fjölmenning. Sumir eiga bágt með að samþykkja slíka blöndun og einblína á neikvæðar hliðar hennar. Þeir álíta sig ekki endilega fordómafulla; hafa ekkert á móti „þessu fólki“ eða ólíkum viðhorfum og siðum – en eru oftar en ekki þeirrar skoðunar að það sem er öðruvísi eða ólíkt því sem þeir eiga að venjast eigi betur heima annarstaðar. Oft eru þessi viðhorf skilgreind sem fordómar. Ég leyfi mér að fullyrða að það er sjaldnast hrein illska sem liggur að baki slíkum fordómum. Ástæðan er miklu frekar skortur á skilningi, umburðarlyndi og þekkingu á því sem telst vera öðruvísi. Þar að auki er margt sem hefur áhrif á þessar skoðanir fólks og nægir þar að nefna einhæfar staðalmyndir ólíkra menningar- og trúarhópa sem birtast okkur í fjölmiðlum og vestrænni dægurmenningu – þ.á.m. í kvikmyndum. Enginn efast um áhrifamátt kvikmyndanna. Hér á landi getum við nálgast afþreyingu í hæsta gæðaflokki en vert er að benda á að íslensk afþreying er í aðra röndina hálfgerð framlenging á vestrænni dægurmenningu. Það mætti hæglega færa fyrir því rök að heimssýnin sem birtist í þessu afþreyingarefni sé einhliða og endurspegli ekki þann menningarlega fjölbreytileika sem þrífst hérlendis (eða bara hvar sem er).Upplýsandi reynsla Við sem störfum hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) erum sannfærð um að upplifunin við að horfa á þær kvikmyndir sem sýndar eru á hátíðinni séu oftar en ekki upplýsandi og áhrifamikil reynsla sem áhorfendur taki með sér út í lífið. Kvikmyndahátíðin RIFF hefur þá sérstöðu að sameina ólíka menningarheima og býður gestum sínum inn í alþjóðlega veröld sem endurspeglar áhugaverðar sögur frá fjölbreytilegum og ólíkum samfélögum. Þannig viljum við meina að hátíðin stuðli á ákveðinn hátt að víðsýni og dragi jafnvel úr fordómum fyrir því sem kann að þykja öðruvísi. Í fjölmenningarsamfélagi eins og því sem er á Íslandi er nauðsynlegt að rækta umburðarlyndi og skilning gagnvart samborgurum sínum. Það er ekki bara skynsamlegt og réttlátt heldur snýr einnig að grundvallarmannréttindum. Við hjá RIFF kvikmyndahátíð erum stolt af því að geta miðlað ólíkum menningarheimum, viðhorfum og sögum til Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Við vonumst því til að sjá sem flesta á RIFF-hátíðinni í september.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun