
Um öryggi Íslands
Stríðsaðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi sem gripið var til í Írak og Afganistan eftir árásina á Tvíburaturnana 2001, hafa borið allt annað en tilætlaðan árangur, eins og Javier Solana bendir á í Morgunblaðinu 21. júní. Bandaríkin eru vanmáttug um að koma á friðsamlegri sambúð sjíta og súnníta. Þá má ætla að Evrópuþjóðirnar axli sjálfar þá ábyrgð á eigin vörnum sem eðlileg er. Hvert verður þar hlutverk Evrópusambandsins á eftir að koma í ljós. Afstaða Norðurlanda undir forystu Norðmanna til varna og öryggis á Norðurslóðum tengist samvinnu við Bandaríkin. Þar er fengin leið í varnar- og öryggismálum sem tekur tillit til hagsmuna Íslands. Þessa þróun ber straumur sögunnar því innan vaxandi Evrópusamvinnu verður hlutur Norðurlandanna meiri, svo sem vera ber. Hlutverk Íslands í því samstarfi helgast af landlegu og allri fortíð þjóðarinnar sem óaðskiljanlegs hluta Evrópu.
Öllu alvarlegri þróun en aðsteðjandi hernaðarógn eða ágengni Kínverja snertir nú efnahagslegt sjálfstæði Íslands. Þess hefur verið beðið að fyrir lægi endanleg dómsniðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna í uppgjöri Argentínu við vogunarsjóðina. Nú er niðurstaða fengin og að greiða beri kröfur sem urðu við bankahrunið í Argentínu 2001. Mikil málaferli hafa engu skilað nema kostnaði og að lánardrottnar eru í miklu sterkari stöðu en áður. Bent er á að þetta hafi sömu áhrif alls staðar í fjármálaheiminum. Ef Argentína þverskallast við að gera upp skuldirnar, blasir við áframhaldandi fjármálaleg einagrun með afar neikvæðum efnahagslegum afleiðingum – langtíma efnahagslegum fimbulvetri. Gæti þetta beðið okkar?
Er það rétt, að aðrar kröfur en í þrotabú föllnu bankanna, svokölluð snjóhengja, séu slíkar að án viðunandi samninga við kröfuhafa reki Ísland í gjaldþrot? Við hljóta þá að blasa varanleg gjaldeyrishöft í vaxandi fátækt og landflótta fólks. Öllu verra væri að einmitt þeirri einu lausn, sem við getum vænst, væri rutt út af borðinu með þeirri ólánsaðgerð að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru stöðvaðar. Þegar síðar var gengið svo langt að slíta skyldi alveg viðræðunum féll yfir skriða mótmæla 40.000 Íslendinga. Margir töldu ekki eftir sér sporin á fundina á Austurvelli.
Um skuldamálin og ESB er fjallað í skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ um aðildarviðræðurnar. Þar er gert ráð fyrir að afnám fjármagnshafta verði eitt helsta samningamálið. Bent er á að miðað við reynslu annarra ríkja kæmu nokkrir farvegir til greina fyrir ESB til að styðja við afnám haftanna: 1. Slík aðstoð myndi ráðast á síðustu metrunum í aðildarviðræðunum og engar skuldbindingar af hálfu ESB myndu liggja fyrir fyrr en á síðustu metrunum og aðildarsamningur yrði gerður opinber. 2. Slík aðstoð myndi væntanlega vera hluti af áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3. ESB ásamt Evrópska seðlabankanum hafi þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta.
Er ekki kominn tími til að forgangsraðað sé um aðgerðir sem leiða til þess að þjóðin njóti öryggis um farsæld í stað óvissu? Um það hefur rödd mótmælendanna heyrst skýrt og ákveðið á fundum sem kenna sig við Viðreisn. Sett er fram sú krafa að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og lítt eru ummæli Illuga Gunnarssonar á Hrafnseyri 17. júní Jóni Sigurðssyni til virðingar. Jón forseti var alþjóðasinni á vísu síns tíma. Nú er tími fyrir hagstjórn á nýjum grunni um frelsi í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn með fastgengi sem stefnir að upptöku evru.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar