Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins Brjánn Jónasson skrifar 30. júní 2014 00:01 Íraskir hermenn halda á lofti herteknum fána ISIS um 60 kílómetra norður af Bagdad. Fréttablaðið/AP Stjórnarherinn í Írak hélt í gær áfram stórsókn í átt að borginni Tíkrit sem hófst á laugardag. Hart var barist um borgina í gær, en í gærkvöldi voru vígamenn ISIS-hryðjuverkasamtakanna enn við stjórn í borginni. ISIS tóku Tíkrit þann 11. júní, en borgin er fæðingarborg Saddams Hussein heitins, einræðisherra landsins. Íbúar borgarinnar eru flestir súnnítar, eins og vígamenn ISIS, og hafa verið óánægðir með stjórn Nuris al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem er sjíti. Herþyrlur og skriðdrekar tóku þátt í sókn stjórnarhersins, en bandarískir ráðgjafar tóku þátt í að skipuleggja hana. Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins á laugardag, en harðir bardagar stóðu yfir í allan dag í gær. Qassim al-Moussawi, talsmaður hersins, sagði í gær að aðgerðirnar í Tíkrit hefðu verið skipulagðar í nokkrum skrefum, og að þær hefðu gengið samkvæmt áætlun. „Öryggissveitirnar hafa náð á sitt vald að mestu þeim svæðum sem skilgreind voru í fyrsta stiginu, svo við höfum náð árangri,“ sagði al-Moussawi. „Nú er bara tímaspursmál hvenær við náum fullri stjórn á borginni.“ Bandarísk stjórnvöld hafa sent til Íraks 180 af þeim 300 hernaðarráðgjöfum sem tilkynnt hefur verið að eigi að senda til landsins. Þá hafa bandarískar herþotur og ómönnuð flugför verið notuð til að fylgjast með ferðum vígamanna ISIS á jörðu niðri. Mið-Austurlönd Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Stjórnarherinn í Írak hélt í gær áfram stórsókn í átt að borginni Tíkrit sem hófst á laugardag. Hart var barist um borgina í gær, en í gærkvöldi voru vígamenn ISIS-hryðjuverkasamtakanna enn við stjórn í borginni. ISIS tóku Tíkrit þann 11. júní, en borgin er fæðingarborg Saddams Hussein heitins, einræðisherra landsins. Íbúar borgarinnar eru flestir súnnítar, eins og vígamenn ISIS, og hafa verið óánægðir með stjórn Nuris al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem er sjíti. Herþyrlur og skriðdrekar tóku þátt í sókn stjórnarhersins, en bandarískir ráðgjafar tóku þátt í að skipuleggja hana. Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins á laugardag, en harðir bardagar stóðu yfir í allan dag í gær. Qassim al-Moussawi, talsmaður hersins, sagði í gær að aðgerðirnar í Tíkrit hefðu verið skipulagðar í nokkrum skrefum, og að þær hefðu gengið samkvæmt áætlun. „Öryggissveitirnar hafa náð á sitt vald að mestu þeim svæðum sem skilgreind voru í fyrsta stiginu, svo við höfum náð árangri,“ sagði al-Moussawi. „Nú er bara tímaspursmál hvenær við náum fullri stjórn á borginni.“ Bandarísk stjórnvöld hafa sent til Íraks 180 af þeim 300 hernaðarráðgjöfum sem tilkynnt hefur verið að eigi að senda til landsins. Þá hafa bandarískar herþotur og ómönnuð flugför verið notuð til að fylgjast með ferðum vígamanna ISIS á jörðu niðri.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira