Prófessor í útúrsnúningi Steinþór Skúlason skrifar 4. júlí 2014 07:00 Vegna greinar Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskólann, í Fréttablaðinu 3. júlí þar sem hann leggur út frá grein þar sem vitnað var í undirritaðan er rétt að eftirfarandi komi fram. Bændasamtökin gerðu fyrir nokkrum árum samning við ríkisvaldið um að hluti af stuðningi við sauðfjárrækt væri færður úr beingreiðslum yfir í svokallað gæðastýringarálag. Markmiðið var að stuðla að betri búskaparháttum og betri ímynd sauðfjárræktar. Fram hefur komið að um 93% framleiðslunnar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og hefur því tekist mjög vel til að sveigja framleiðsluna að þessum kröfum. Það er Bændasamtakanna að svara fyrir það hvort kröfur gæðastýringar gangi nógu langt í atriðum sem lúta að landvernd eða öðru. Engin beiðni hefur komið fram frá Landssamtökum sauðfjárbænda eða Markaðsráði kindakjöts til Landssamtaka sláturleyfishafa um sérmerkingar vegna gæðastýringar og slíkri beiðni því ekki verið hafnað.Einstaklingsmerkt Undirritaður var spurður um það hvort þetta kjöt væri aðgreint frá öðru kjöti í sláturhúsum landsins. Það hefur ekki verið gert í neinu sláturhúsi svo kunnugt sé. Allt kjöt er einstaklingsmerkt framleiðanda í sláturhúsum svo það er vel framkvæmanlegt að aðskilja þessi 7% sem ekki eru undir gæðastýringu frá öðru kjöti. Það væri þá gert á grundvelli búskaparhátta en ekki þess að vara utan gæðastýringa sé verri í kjöteiginleikum. Kjötmat og eftirlit dýralækna tryggja þau gæði varanna. Það er fráleitt hjá prófessornum og útúrsnúningur að sá tortryggni um gæði hluta lambakjötsframleiðslunnar og gefa í skyn að verið sé að „troða“ lakari vöru í neytendur. Hann á að vita betur. Það er einnig útúrsnúningur að leggja út frá hugsanlegum merkingum. Að sjálfsögðu yrði engin vara merkt „Ekki gæðastýrð“ heldur 93% vörunnar merkt „Gæðastýrð“. Aukinn áhugi almennings á því hvernig vörur verða til er mjög af hinu góða og ber að fagna. Íslenskur landbúnaður byggir á fjölskyldubúum sem eru í góðri sátt við umhverfið og styrkleiki okkar landbúnaðar í samanburði við verksmiðjubúskap víða erlendis. Það er svo í besta falli afar ósmekklegt að prófessorinn í lok greinar sinnar leggi út frá eigin útúrsnúningi og dylgi um slæm viðhorf annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Vegna greinar Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskólann, í Fréttablaðinu 3. júlí þar sem hann leggur út frá grein þar sem vitnað var í undirritaðan er rétt að eftirfarandi komi fram. Bændasamtökin gerðu fyrir nokkrum árum samning við ríkisvaldið um að hluti af stuðningi við sauðfjárrækt væri færður úr beingreiðslum yfir í svokallað gæðastýringarálag. Markmiðið var að stuðla að betri búskaparháttum og betri ímynd sauðfjárræktar. Fram hefur komið að um 93% framleiðslunnar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og hefur því tekist mjög vel til að sveigja framleiðsluna að þessum kröfum. Það er Bændasamtakanna að svara fyrir það hvort kröfur gæðastýringar gangi nógu langt í atriðum sem lúta að landvernd eða öðru. Engin beiðni hefur komið fram frá Landssamtökum sauðfjárbænda eða Markaðsráði kindakjöts til Landssamtaka sláturleyfishafa um sérmerkingar vegna gæðastýringar og slíkri beiðni því ekki verið hafnað.Einstaklingsmerkt Undirritaður var spurður um það hvort þetta kjöt væri aðgreint frá öðru kjöti í sláturhúsum landsins. Það hefur ekki verið gert í neinu sláturhúsi svo kunnugt sé. Allt kjöt er einstaklingsmerkt framleiðanda í sláturhúsum svo það er vel framkvæmanlegt að aðskilja þessi 7% sem ekki eru undir gæðastýringu frá öðru kjöti. Það væri þá gert á grundvelli búskaparhátta en ekki þess að vara utan gæðastýringa sé verri í kjöteiginleikum. Kjötmat og eftirlit dýralækna tryggja þau gæði varanna. Það er fráleitt hjá prófessornum og útúrsnúningur að sá tortryggni um gæði hluta lambakjötsframleiðslunnar og gefa í skyn að verið sé að „troða“ lakari vöru í neytendur. Hann á að vita betur. Það er einnig útúrsnúningur að leggja út frá hugsanlegum merkingum. Að sjálfsögðu yrði engin vara merkt „Ekki gæðastýrð“ heldur 93% vörunnar merkt „Gæðastýrð“. Aukinn áhugi almennings á því hvernig vörur verða til er mjög af hinu góða og ber að fagna. Íslenskur landbúnaður byggir á fjölskyldubúum sem eru í góðri sátt við umhverfið og styrkleiki okkar landbúnaðar í samanburði við verksmiðjubúskap víða erlendis. Það er svo í besta falli afar ósmekklegt að prófessorinn í lok greinar sinnar leggi út frá eigin útúrsnúningi og dylgi um slæm viðhorf annarra.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar