Hvert eiga Gasabúar að flýja? Björk Vilhelmsdóttir skrifar 22. júlí 2014 07:00 Undanfarið hefur oft heyrst að Ísraelsher vari Gasabúa við áður en sprengt er og hvetji þá til að flýja. En hvert eiga þeir að flýja? Ísrael lokar alveg svæðinu af til norðurs og austurs. Aðeins eitt hlið, Erez, er á landamærunum og í gegnum það fara engir Palestínumenn. Í vestur er sjórinn. Þar liggja ísraelsk skip sem hafa stöðugt verið með árásir á Gasaströndina. Í suður eru landamæri sem eru lokuð af Egyptalandi. Þar er eitt hlið, Rafah, og það er að öllu jöfnu lokað allri umferð. Stundum er það opið erlendum aðilum en eiginlega aldrei Palestínumönnum. Einstöku sinnum er gerð undantekning á því. Frá því núverandi árásarhrina hófst hleyptu þeir einn daginn 12 særðum í gegn, síðan hefur verið lokað. Það er ekki að ástæðulausu að Gasa hefur verið lýst sem stærsta fangelsi í heimi og undir berum himni. Það er af sömu ástæðu sem Palestínumenn hafa grafið göng undir landamærin. Göngin voru flutningaleið fyrir brýnustu nauðsynjar og lágu hundruð þeirra hjá Rafah, en hafa verið eyðilögð af egypska hernum. Ísraelsher segir tilgang landhernaðar nú vera að uppræta þau göng inn í Ísrael sem andspyrnuhópar hafa gert norðanmegin á Gaza. Fyrir það eru íbúar nærliggjandi byggða látnir gjalda með lífi sínu. Beitt er hóprefsingu sem kostað hefur hundruð mannslífa, ekki síst barna, kvenna og aldraðra sem hafa engan stað að flýja í. Berangur, sjúkrahús eða moska? Það er lokað í allar áttir, en geta Gasabúar þá farið út á berangur, í moskur, skóla eða á sjúkrahús? Því miður er það ekki svarið. Berangur er óvíða, enda þéttbýlasta svæði jarðar. Síðustu daga hafa börn verið drepin sem hlupu á ströndinni og önnur sem forðuðu sér upp á þak. Sjúkrahúsið El-Wafa var sprengt og moskur eru sérstök skotmörk, þar sem uppræta á Hamas sem er jú skilgreind sem íslömsk andspyrnuhreyfing.Viltu frið á Gasa? Það er hægt að mótmæla blóðbaðinu með ýmsum hætti og sýna samstöðu með Palestínumönnum. Við almenningur getum beitt sniðgöngu og hætt að kaupa vörur frá Ísrael. Styrkja má neyðaraðstoð m.a. á heimasíðu Félagsins Ísland-Palestína, www.palestina.is. Reikningsnúmerið er 542-26-6990, kt. 520188-1349. Þá stendur FÍP fyrir útifundi nú á miðvikudag kl. 17 á Ingólfstorgi. Þar er krafan reist um alþjóðlega vernd fyrir íbúa Palestínu, að blóðbaðið verði stöðvað nú þegar og að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur oft heyrst að Ísraelsher vari Gasabúa við áður en sprengt er og hvetji þá til að flýja. En hvert eiga þeir að flýja? Ísrael lokar alveg svæðinu af til norðurs og austurs. Aðeins eitt hlið, Erez, er á landamærunum og í gegnum það fara engir Palestínumenn. Í vestur er sjórinn. Þar liggja ísraelsk skip sem hafa stöðugt verið með árásir á Gasaströndina. Í suður eru landamæri sem eru lokuð af Egyptalandi. Þar er eitt hlið, Rafah, og það er að öllu jöfnu lokað allri umferð. Stundum er það opið erlendum aðilum en eiginlega aldrei Palestínumönnum. Einstöku sinnum er gerð undantekning á því. Frá því núverandi árásarhrina hófst hleyptu þeir einn daginn 12 særðum í gegn, síðan hefur verið lokað. Það er ekki að ástæðulausu að Gasa hefur verið lýst sem stærsta fangelsi í heimi og undir berum himni. Það er af sömu ástæðu sem Palestínumenn hafa grafið göng undir landamærin. Göngin voru flutningaleið fyrir brýnustu nauðsynjar og lágu hundruð þeirra hjá Rafah, en hafa verið eyðilögð af egypska hernum. Ísraelsher segir tilgang landhernaðar nú vera að uppræta þau göng inn í Ísrael sem andspyrnuhópar hafa gert norðanmegin á Gaza. Fyrir það eru íbúar nærliggjandi byggða látnir gjalda með lífi sínu. Beitt er hóprefsingu sem kostað hefur hundruð mannslífa, ekki síst barna, kvenna og aldraðra sem hafa engan stað að flýja í. Berangur, sjúkrahús eða moska? Það er lokað í allar áttir, en geta Gasabúar þá farið út á berangur, í moskur, skóla eða á sjúkrahús? Því miður er það ekki svarið. Berangur er óvíða, enda þéttbýlasta svæði jarðar. Síðustu daga hafa börn verið drepin sem hlupu á ströndinni og önnur sem forðuðu sér upp á þak. Sjúkrahúsið El-Wafa var sprengt og moskur eru sérstök skotmörk, þar sem uppræta á Hamas sem er jú skilgreind sem íslömsk andspyrnuhreyfing.Viltu frið á Gasa? Það er hægt að mótmæla blóðbaðinu með ýmsum hætti og sýna samstöðu með Palestínumönnum. Við almenningur getum beitt sniðgöngu og hætt að kaupa vörur frá Ísrael. Styrkja má neyðaraðstoð m.a. á heimasíðu Félagsins Ísland-Palestína, www.palestina.is. Reikningsnúmerið er 542-26-6990, kt. 520188-1349. Þá stendur FÍP fyrir útifundi nú á miðvikudag kl. 17 á Ingólfstorgi. Þar er krafan reist um alþjóðlega vernd fyrir íbúa Palestínu, að blóðbaðið verði stöðvað nú þegar og að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun