Við erum allar mjög spenntar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2014 09:00 Guðmunda Brynja Óladóttir er fyrirliði Selfoss vísir/valli Kvennalið Selfoss braut blað í sögu félagsins á fimmtudagskvöldið þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, hvorki kvenna- né karlalið. Sigurinn var þó allt annað en auðsóttur. Blake Ashley Stockton kom Selfossi tvisvar yfir í venjulegum leiktíma, en Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir jöfnuðu fyrir Fylki. * Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul reyndist hetja Sunnlendinga. Bandaríski markvörðurinn varði öll þrjú víti Fylkiskvenna og skoraði svo sjálf úr síðasta víti Selfyssinga. Celeste Boureille og fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu einnig úr sínum spyrnum, en sú síðarnefnda var að vonum hæstánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta var ótrúlega sætt og ótrúlega skemmtilegur leikur að spila,“ segir Guðmunda sem fannst Selfyssingar vera með undirtökin stóran hluta leiksins. „Mér fannst við vera betri aðilinn fyrsta hálftímann í báðum hálfleikjum, en svo duttum við niður og þær refsuðu okkur. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem vildu svo sannarlega komast í úrslitaleikinn. „En Alexa er frábær í vítum og það var meiri ró yfir okkur en Fylkisliðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætir Guðmunda við, en hún hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Guðmunda hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Guðmunda segir sigurinn á fimmtudaginn stærstu stundina á ferlinum til þessa: „Já, ég held það. Þetta toppaði það þegar við fórum upp um deild fyrir þremur árum. Við erum allar mjög spenntar. Þetta er náttúrulega fyrsti bikarúrslitaleikurinn hjá flestum okkar og verður ótrúlega spennandi,“ segir Guðmunda og bar lof á Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu til Selfoss fyrir tímabilið og segir þær eiga stóran þátt í góðu gengi liðsins á tímabilinu. Selfoss situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Guðmunda segir árangurinn í deildinni í samræmi við væntingar: „Við erum bara á pari. Við ætluðum að gera betur en í fyrra þegar við lentum í 6. sæti. Markmiðið var að vera fyrir ofan það og vera við toppinn,“ segir Guðmunda að lokum, en hún og stöllur hennar mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 30. ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Kvennalið Selfoss braut blað í sögu félagsins á fimmtudagskvöldið þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, hvorki kvenna- né karlalið. Sigurinn var þó allt annað en auðsóttur. Blake Ashley Stockton kom Selfossi tvisvar yfir í venjulegum leiktíma, en Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir jöfnuðu fyrir Fylki. * Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul reyndist hetja Sunnlendinga. Bandaríski markvörðurinn varði öll þrjú víti Fylkiskvenna og skoraði svo sjálf úr síðasta víti Selfyssinga. Celeste Boureille og fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu einnig úr sínum spyrnum, en sú síðarnefnda var að vonum hæstánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta var ótrúlega sætt og ótrúlega skemmtilegur leikur að spila,“ segir Guðmunda sem fannst Selfyssingar vera með undirtökin stóran hluta leiksins. „Mér fannst við vera betri aðilinn fyrsta hálftímann í báðum hálfleikjum, en svo duttum við niður og þær refsuðu okkur. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem vildu svo sannarlega komast í úrslitaleikinn. „En Alexa er frábær í vítum og það var meiri ró yfir okkur en Fylkisliðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætir Guðmunda við, en hún hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Guðmunda hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Guðmunda segir sigurinn á fimmtudaginn stærstu stundina á ferlinum til þessa: „Já, ég held það. Þetta toppaði það þegar við fórum upp um deild fyrir þremur árum. Við erum allar mjög spenntar. Þetta er náttúrulega fyrsti bikarúrslitaleikurinn hjá flestum okkar og verður ótrúlega spennandi,“ segir Guðmunda og bar lof á Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu til Selfoss fyrir tímabilið og segir þær eiga stóran þátt í góðu gengi liðsins á tímabilinu. Selfoss situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Guðmunda segir árangurinn í deildinni í samræmi við væntingar: „Við erum bara á pari. Við ætluðum að gera betur en í fyrra þegar við lentum í 6. sæti. Markmiðið var að vera fyrir ofan það og vera við toppinn,“ segir Guðmunda að lokum, en hún og stöllur hennar mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 30. ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira