Vegum lokað á hálendinu af ótta við eldgos Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Vísindaráð Almannavarna hefur komið reglulega saman um helgina til þess að fara yfir stöðuna. Flogið var að skjálftasvæðinu í gær til að setja þar niður mælitæki til þess að hægt væri að gera ítarlegri mælingar. Vísir/Baldur Hrafnkell Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær. „Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar. Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum. Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður. „Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku. Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni. „Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli. Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki. Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp. Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum. „Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík. Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis. Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi. Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi. Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli. „Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær. „Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar. Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum. Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður. „Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku. Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni. „Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli. Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki. Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp. Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum. „Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík. Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis. Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi. Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi. Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli. „Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira