Aulahrollur mennskunnar Bjarni Karlsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg sem raun ber vitni og fólk verði seint ásátt um stefnu og inntak ástarjátninga. Um leið væri þess getið að hefja skuli til vegs vandaða dagskrárgerð um ástina sem fyrirbæri og hún skoðuð frá mörgum áhugaverðum sjónarhornum í meðförum fróðra aðila. Fjölmiðlar eru mannlífstorg. Torg eru staðir þar sem áhugavert er að koma og njóta þeirra ögrunar sem í því felst að sýna sig og sjá aðra. Þar hittum við fyrir fólk sem okkur langar kannske ekkert að líkjast en vekur forvitni okkar og þegar þau horfa á móti grunar okkur að þeim líði eins. Á torginu bera sumir fram varning til sölu, aðrir hefja upp raust sína og vilja fá ahtygli eða einmitt ekki. En hvernig sem atferli okkar er þá erum við öll komin á torgið til þess að spegla okkur í annara augum. Við erum ólæknandi félagsverur, við þurfum að sjást og þekkjast og okkur fýsir að kannast við náungann þótt ekki væri til annars en að að vera örugglega öðruvísi en hann. Fjölmiðlar eru einmitt torg í þessum skilningi, þeir eru vettvangur speglunar og hafa því hlutverki að gegna að birta myndir af samfélaginu þannig að einstaklingar og hópar sjái sjálfa sig og alla hina og gagnkvæm þekking og viðurkenning fái að þróast manna í millum. Ef útvarp allra landsmanna ákvæði að hætta útvörpun ástarjátninga en efla umfjöllun um ástina sem fyrirbæri væri stofnunin að loka aðgengi að mikilvægu svæði á sínu torgi. Við erum öll ástleitandi á einhvern hátt og þótt Wikipedia sé aldeilis ágæt þá nægir alfræðibókin okkur ekki er kemur að ástarmálum. Tjáning ástar og tjáning hins kynferðislega er órjúfanlegur liður í mannlegu atferli jafnvel þótt allir viti að fá málefni hafi hærra flækjustig, heimskustuðul og aulahroll. Væri fyrir þetta skrúfað hjá Rúv með banni við ástarjátningum eða beinni tjáningu á kynferðislegri þrá í nafni nútímaviðhorfa væri um þöggun að ræða, skort á félagslegu innsæi og augljósa vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almanna eigu. Við þurfum að heyra ástarmál, orðræðu hins kynferðislega, því það er mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Trúalíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. Við erum tegund sem leitar út fyrir sjálfa sig í bæn, mænir og vonar til himins. Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð. Og við sem iðkum bæn og þekkjum hvernig hún megnar að færa frið og fögnuð inn í fáránlegustu aðstæður munum halda áfram að biðja svo lengi sem hjartað höktir í brjósti okkar. Við getum ekki annað og viljum ekki annað. Bænin er ekki fyrirbæri sem dugar að fjalla um efnislega. Veruleika bænar í mannlífinu verður ekki sýndur sómi með vandaðri dagskrárgerð sérfræðinga. Það er heilun að heyra bænir og bænamál annara. Það græðir okkur að innan að hlýða á einlæga bæn og jafnvel þótt hún sé aulaleg, ómenningarleg eða heimsk þá er hún mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Það er í þessu ljósi sem ég tel ákvörðun dagskrárstjórnenda Rúv að hætta útvörpun á morgun- og kvöldbænum vera þöggun, skort á félagslegu innsæi og vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almannaeigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg sem raun ber vitni og fólk verði seint ásátt um stefnu og inntak ástarjátninga. Um leið væri þess getið að hefja skuli til vegs vandaða dagskrárgerð um ástina sem fyrirbæri og hún skoðuð frá mörgum áhugaverðum sjónarhornum í meðförum fróðra aðila. Fjölmiðlar eru mannlífstorg. Torg eru staðir þar sem áhugavert er að koma og njóta þeirra ögrunar sem í því felst að sýna sig og sjá aðra. Þar hittum við fyrir fólk sem okkur langar kannske ekkert að líkjast en vekur forvitni okkar og þegar þau horfa á móti grunar okkur að þeim líði eins. Á torginu bera sumir fram varning til sölu, aðrir hefja upp raust sína og vilja fá ahtygli eða einmitt ekki. En hvernig sem atferli okkar er þá erum við öll komin á torgið til þess að spegla okkur í annara augum. Við erum ólæknandi félagsverur, við þurfum að sjást og þekkjast og okkur fýsir að kannast við náungann þótt ekki væri til annars en að að vera örugglega öðruvísi en hann. Fjölmiðlar eru einmitt torg í þessum skilningi, þeir eru vettvangur speglunar og hafa því hlutverki að gegna að birta myndir af samfélaginu þannig að einstaklingar og hópar sjái sjálfa sig og alla hina og gagnkvæm þekking og viðurkenning fái að þróast manna í millum. Ef útvarp allra landsmanna ákvæði að hætta útvörpun ástarjátninga en efla umfjöllun um ástina sem fyrirbæri væri stofnunin að loka aðgengi að mikilvægu svæði á sínu torgi. Við erum öll ástleitandi á einhvern hátt og þótt Wikipedia sé aldeilis ágæt þá nægir alfræðibókin okkur ekki er kemur að ástarmálum. Tjáning ástar og tjáning hins kynferðislega er órjúfanlegur liður í mannlegu atferli jafnvel þótt allir viti að fá málefni hafi hærra flækjustig, heimskustuðul og aulahroll. Væri fyrir þetta skrúfað hjá Rúv með banni við ástarjátningum eða beinni tjáningu á kynferðislegri þrá í nafni nútímaviðhorfa væri um þöggun að ræða, skort á félagslegu innsæi og augljósa vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almanna eigu. Við þurfum að heyra ástarmál, orðræðu hins kynferðislega, því það er mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Trúalíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. Við erum tegund sem leitar út fyrir sjálfa sig í bæn, mænir og vonar til himins. Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð. Og við sem iðkum bæn og þekkjum hvernig hún megnar að færa frið og fögnuð inn í fáránlegustu aðstæður munum halda áfram að biðja svo lengi sem hjartað höktir í brjósti okkar. Við getum ekki annað og viljum ekki annað. Bænin er ekki fyrirbæri sem dugar að fjalla um efnislega. Veruleika bænar í mannlífinu verður ekki sýndur sómi með vandaðri dagskrárgerð sérfræðinga. Það er heilun að heyra bænir og bænamál annara. Það græðir okkur að innan að hlýða á einlæga bæn og jafnvel þótt hún sé aulaleg, ómenningarleg eða heimsk þá er hún mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Það er í þessu ljósi sem ég tel ákvörðun dagskrárstjórnenda Rúv að hætta útvörpun á morgun- og kvöldbænum vera þöggun, skort á félagslegu innsæi og vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almannaeigu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun