Ferðamenn eru forvitnir 25. ágúst 2014 07:00 Hvar er Bárðarbunga? Þessir ferðamenn voru ekki að þræta við björgunarsveitarmenn til þess að komast nær Bárðarbungu heldur vildu þeir einfaldlega fá að sjá á kortinu hversu nálægt þeir væru henni. Svo tóku allir í hópnum mynd af skiltinu þar sem stendur á ensku og íslensku að lokað sé vegna hættunnar á eldgosi. fréttablaðið/vilhelm Fjölmargir fjölmiðlamenn, jarðvísindamenn og áhugaljósmyndarar hafa lagt leið sína um Nýjadal á Sprengisandi frá því á laugardag, eða frá því tilkynnt var um eldgos undir sporði Dyngjujökuls. Frá Nýjadal er hægt að komast næst Bárðarbungu sunnan frá og útsýnið er gott yfir jökulinn. Landvörður í Nýjadal segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur hafi minnkað sé alltaf einhver umferð ferðamanna á svæðinu og um þriðjungur þeirra hafi ekki hugmynd um eldgosahættuna. „Verkefni mín snúast fyrst og fremst um að vera í góðu símasambandi og upplýsa ferðamenn um gosið og hættuna á öskuskýi. Öskuský er helsta hættan hér sunnanmegin við Vatnajökul, enda getur fólk villst af leið og týnst,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og bætir við að helst sé reynt að fá ferðamenn til að breyta ferðaplönum sínum og ganga ekki utan vega.Stefanía RagnarsdóttirFlestir taka leiðbeiningum vel en sumir verða aðeins of spenntir og vilja komast nær hættusvæðinu. „Þá útskýri ég fyrir þeim hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að eldgos sé bara flott sjónarspil.“ Það er einmitt forvitni ferðamanna sem hefur valdið því að nauðsynlegt þykir að björgunarsveitarmenn standi vörð við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og eru einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Því hefur vegurinn verið lokaður síðustu fjóra daga. Lokunin er vel merkt og keðja fyrir veginum en það dugar ekki til að halda fólki frá. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna á föstudagsnótt þurftum við að þræta við erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson björgunarsveitarmaður. „Við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir, og sofum því á vöktum yfir nóttina.“ Björgunarsveitarmennirnir vissu ekki hve lengi þeir yrðu áfram í Nýjadal í ljósi þess að gosið er ekki hafið. Þeir eru í biðstöðu líkt og landvörðurinn sem er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski saman, ef nauðsynlegt þykir að rýma svæðið, ásamt áhugaljósmyndurum og fjölmiðlamönnum sem eru í startholunum með myndavélar tilbúnar til að ná fyrstu myndum af gosinu, sem aldrei lét sjá sig í fyrradag. Bárðarbunga Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlamenn, jarðvísindamenn og áhugaljósmyndarar hafa lagt leið sína um Nýjadal á Sprengisandi frá því á laugardag, eða frá því tilkynnt var um eldgos undir sporði Dyngjujökuls. Frá Nýjadal er hægt að komast næst Bárðarbungu sunnan frá og útsýnið er gott yfir jökulinn. Landvörður í Nýjadal segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur hafi minnkað sé alltaf einhver umferð ferðamanna á svæðinu og um þriðjungur þeirra hafi ekki hugmynd um eldgosahættuna. „Verkefni mín snúast fyrst og fremst um að vera í góðu símasambandi og upplýsa ferðamenn um gosið og hættuna á öskuskýi. Öskuský er helsta hættan hér sunnanmegin við Vatnajökul, enda getur fólk villst af leið og týnst,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og bætir við að helst sé reynt að fá ferðamenn til að breyta ferðaplönum sínum og ganga ekki utan vega.Stefanía RagnarsdóttirFlestir taka leiðbeiningum vel en sumir verða aðeins of spenntir og vilja komast nær hættusvæðinu. „Þá útskýri ég fyrir þeim hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að eldgos sé bara flott sjónarspil.“ Það er einmitt forvitni ferðamanna sem hefur valdið því að nauðsynlegt þykir að björgunarsveitarmenn standi vörð við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og eru einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Því hefur vegurinn verið lokaður síðustu fjóra daga. Lokunin er vel merkt og keðja fyrir veginum en það dugar ekki til að halda fólki frá. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna á föstudagsnótt þurftum við að þræta við erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson björgunarsveitarmaður. „Við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir, og sofum því á vöktum yfir nóttina.“ Björgunarsveitarmennirnir vissu ekki hve lengi þeir yrðu áfram í Nýjadal í ljósi þess að gosið er ekki hafið. Þeir eru í biðstöðu líkt og landvörðurinn sem er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski saman, ef nauðsynlegt þykir að rýma svæðið, ásamt áhugaljósmyndurum og fjölmiðlamönnum sem eru í startholunum með myndavélar tilbúnar til að ná fyrstu myndum af gosinu, sem aldrei lét sjá sig í fyrradag.
Bárðarbunga Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira